Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 5
Arasonar skipstjóra i Flatey og konu hans Valborgar Jónsdóttur. Sigriöur varhin mesta mannkosta kona, friö og falleg, svo sem hún átti ættir til, en missti heilsuna langt um aldur fram. Hún andaöist á Borgarspitalanum 11. ágúst 1971. Þau hjón eignuöust þrjú börn, sem öll eru gift og búsett hér I borginni. Eftir lát Sigriöar bjó Guö- mundur hjá börnum sinum og naut einstakrar umhyggju þeirra og ástúö- ar eftir aö heilsa hans bilaöi. Heimili þeirra Sigriöar og Guö- mundar var eitt hiö bezta og þokka- fyllsta sem ég hef þekkt. Þess nutu margir. Margir áttu erindi viö oddvit- ann, sóknarnefndarmanninn og kennarann i Flatey. Sama var uppi á teningnum, eftir aö þau hjón fluttu hingaö suöur, þótt ekki væri þá komiö til þeirra i neins konar embættiserind- um, heldur aöeins til aö njóta samvist- ar viö húsráöendur. Þar var öllum tek- iö af alúö og alþýölegri breiöfirzkri gestrisni. Sama hvort einhvern tima haföi skorizt i odda út af hreppsmál- um, landsmálum eöa einhverju ööru amstri dægranna. Húsbóndinn haföi alltaf næg umræöuefni og ræddi þau oftast i léttum og gamansömum tón. Og ekki voru veitingar húsfreyjunnar skornar viö nögl. Mun hún ekki hafa átt minni þátt I gæfu og gengi heimilis- ins en húsbóndinn, hvort sem þaö stóö vestur i Flatey eöa hér I höfuöborg- inni. Ekkert umræöuefni var Guömundi Jóhannessyni kærara eftir aö hann hætti störfum, rólegt og hljótt geröist kringum hann, en æskustöövarnar heima I Breiöafjaröareyjum og lifiö þar. Endurminningar þaöan sóttu á þennan aldna heiöursmann. Einkum voru þaö æskuárin og bernskubrekin sem hann haföi yndi af aö rifja upp, eins og litillega hefur veriö drepiö á hér aö framan. Saknaöarbros lék þá stundum um ellimótt andlitiö. Att- hagaást Guömundar var nær einstök aö ég ætla. Þau munu hafa veriö fá — ef þau hafa þá nokkur veriö — sumurin sem hann fór ekki heim á æsku- stöövarnar, jafnvel eftir aö heilsu hans var svo komiö aö hann faldizt ekki feröafær. 1 sumar komzt hann aöeins vestur I Stykkishólm. Þaöan leit hann vestur yfir fjöröinn og sá eyjarnar sin- ar hilla upp i fögru aftanskini. Feröir hans veröa ekki fleiri. Merkur öldung- ur hefur kvatt fjöröinn sinn og eyjarn- ar I siöasta sinn. Ég þakka langa og trausta sam- fylgd. B.Sk. t Islendingaþættir Þó aö búiö sé aö skrifa um Guömund Jóhannesson frá Skáleyjum og minn- ast hans, þá langar mig til aö bæta viö nokkrum oröum. Þaö veröa þó frekar sundurlaus minningarbrot sem leita á hugann viö lát þessa góöa frænda mins en upptalning á æviatriöum I starfi og félagsmálum. Þaöhafa líka aörir gert áöur. Þaö hefur komiö fram bæöi i ræöu og riti.hve mikiö hann unni sinni heima- byggö og hversu eyjarnar hafi alla tiö átt stóran hlut i huga hans. Þaö veit ég aö var svo sannarlega rétt þvi meiri átthagaást hef ég ekki kynnzt en einm- itt hjá þessum fööursystkinum min- um.semaf gömlu eyjafólki eru gjarn- an nefnd Skáleyjarsystkin. En þaö er önnur hliö á málinu, sem mig langar til aö komi hér fram Þaö er hvaö hann alla tiö auögaöi mannllf- iö heima i eyjunum, bæöi meö komu sinni á hverju sumri, þar sem hann var ævinlega aufúsugestur og ekki siö- ur meö þvi aö vera sérstök hjálpar- hella allra, sem til hans leituöu, en þaö held ég aö hafi iöulega veriö gert frá öllum heimilum I inneyjum og viöar. Mér finnst nú þegar ég hugsa um þetta, aö þau hjónin hafi ætiö komiö meö sólskin og og hátiö i bæinn heima i Skáleyjum. Raunar var þaö svo meö öll þessi fööursystkini min, þau fluttu meö sér menninguna og framandi loft til okkar systkinanna sem þá vorum aö alast upp þar heima. Brosiö hans Guö- mundar var svo einstakt og laöaöi til sin litla krakka, þó þau væru feimin. Minningarnar hópast fram I hugann. Stærstu og beztu afmælisveizlur sem ég hef lifaö man ég frá þessum árum, þá komu þau systkinin öll heim, sum meö maka og börn. Þá var mikil hátiö I eyjunni okkar, þegar móöir þeirra Marla Gisladóttir átti merkisafmæli og þaö var vakaö og sungiö alla Jóns- messunótt og mikiö var ort, þvi Guö- mundur og þau systkin fleiri hafa fariö létt meö ljóöagerö viö góö tækifæri. Þessar Jónsmessuhátiöar uröu tvær meö fimm ára millibili, þar sem allir fengu aö vaka til morguns og viö sáum sólina aöeins hvila sig smástund og koma upp aö nýju og skina fyrir okkur I morgunsáriö: „En heitum vörum geislinn kyssti varpans blóm og blaö og brekkuna I græna kjólnum sinum”. Þessar linur eru úr ljóöi þeirra systkina „Astaróöur til Skáleyja”, sem varö til um þetta leyti. Viö vorum ekki öll há I loftinu þegar þetta var, en þaö var okkar lán aö kyn- slóöabiliö var ekki fundiö upp þá, viö ættum þá ekki þessar minningar sam- an. Arin liöu hvert af ööru, en mér er ó- hætt aö segja, aö Guömundur kom eins og farfuglarnir á hverju vori i eyjarn- ar, oftast meö Sigriöi sina og börnin meö sér. A þessum árum vildu flestir koma börnunum sinum burt úr Reykjavik yfir sumariö, enda fór þaö svo, aöyngsta dóttirin, hún nafna min, var hjá okkur á þessum tima. Ég hef aöeins dvaliö viö sumar- minningar um Guömund frænda og fjölskyldu, en ein er sú vetrarminning, sem þeim er tengd og ég vil sizt án vera. Þaö er jólagjafakassinn frá þeim, alltaf jafn snyrtilegur, kross- bundinn, meö fallegri rithönd Guö- mundar utaná. Þetta brást aldrei, kassinn var jafn stundvis eins og jólin sjálf og I honum fólst mikill gleöigjafi. Ég á lika I huga mér mynd af Guö- mundiá seinni árum meö barnabörnin sin I heimsókn I Skáleyjum, þar sem hann leiddi þau um ævintýraheim bernsku sinnar, inn á eyjar og suöur aö Hjöllum og fræddi þau um lifiö i eyjun- um. Einnig minnist ég útfarardagsins hennar ömmu, I ágúst 1959, þegar Guömundur og systkini hans öll voru komin til aö fylgja henni til grafar, en þaö mun hafa veriö siöasti samfundur þeirra systkina heima i skáleyjum. En minningarnar frá þessum árum eru ekki allar bundnar viö eyjarnar. Þegar viö systkinin fórum aö fara aö heiman og leiöin lá til Reykjavikur, var heimili þeirra Sigriöar og Guö- mundar sem okkar annaö heimili. Þar var okkur sannarlega tekiö opnum örmum og umvafin meö hlýju og um- hyggju, sem geröi þaö aö verkum, aö heimiliö varö I huga mér þaö falleg- asta sem ég gat hugsaö mér og hefur sú skoöun ekkert breytzt meö árunum. Ég sá þau aldrei taka ööruvisi á móti fólki, þetta hlýja viömót var þeim báö- um svo eölilegt, enda veit ég aö margir eiga þaöan Ijúfar og góöar minningar. Mig langar aö bæta viö smáfrásögn af þvi sem skeöi viö gröf Guömundar þegar hann var jarösettur 16. sept. Mér finnst hún sýna hvaö hann eignaö- ist trygga vini og laöaöi aö sér fólk, ekki sizt börn. Skammt frá gröfinni stóö litill drengur meö fööur sinum, þeir virtust ókunnugir öllum sem þarna voru, en fóru þó aö gröfinni hans. A eftir frétti ég aö þessi litli sex ára drengur heföi veriö góöur vinur og nágranni Guömundar kallaöi hann afa og beöiö um aö fá aö fylgja honum til grafar. Guömundur frændi hringdi mjög oft til min eftir aö ég var búsett hér i Stykkishólmi, oft er simasamband viö Skáleyjar, svo hann kaus þessa aöferö til aö frétta og ná sambandi viö gömlu góöu eyjuna sina og fólkiö þar. Þess vegna varö mér þaö nokkurt um- hugsunarefni, eftir aö ég frétti látiö hans sunnudagsmorguninn 11. sept. hvernig fréttin kom til min. Ég glaö- vaknaöi eldsnemma um morguninn eins og ýtt v*ri viö mér og gat meö engu móti sofnaö aftur. Ég lá nokkuö 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.