Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 12
Erlingur Þ. Sveinsson fyrrum bóndi á Víðivöllum ytri í Fljótsdal f. 21. des. 1887 — d. 18. ág. 1977. Fimmtudaginn 25. ág. sl. var borinn til grafar d Valþjófsstaö i Fljótsdal, öldungurinn Erlingur Þ. Sveinsson fyrrv. böndi á Víöivöllum ytri I sömu sveit. Sóknarpresturinn, séra Bjarni Guöjónsson, jarösöng aö viöstöddu fjölmenni, þráttfyriraö elstu og fyrstu samtfðarmenn Erlings á Fljótsdals- héraöi væru horfnir af sviöinu. Erlingur Þ. Sveinsson var skag- firskrar ættar, fæddur aö Tunguhálsi I Lýtingsstaöahreppi, 21. des. 1887, en hann kenndi sig jafnan viö Katastaöi i Akraneshreppi, en þar bjuggu foreldr- ar hans lengst. Hann andaðist f SjUkraskýlinu á Egilsstööum 18. ág. sl. og skorti þvi röska fjóra mánuöi I nfræöisaldurinn. Erlingur bjó á Viöivöllum ytri eins og fyrr segir, i 47 ár i tvibýli viö tengdafólk' sitt. Hann kvæntist Margréti Þorsteinsdóttur, bónda Jóns- sonar á Aöalbóli í Hrafnkelsdal, skömmu fyrir 1918, en þaö ár flytja þau aö Vföivöllum. Einn son eignuöust þau hjón.Rögnvald, er tók ásamtkonu sinni viö búi foreldranna áriö 1945. Erlingur lauk prófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri voriö 1910, meö þriöju hæstu einkunn sem á prófinu var gefin. Fyrir ofan hann, einu og tveimur stigum, voru þeir Jón Dúason, hinn kunni fræöimaöur, og Jökuldæl- ingurinn Snorri Halldórsson, siöar læknir. Svo sem af líkum má ráöa var Erlingur harögreindur og gáfur hans fjölþættar, er geröu hann sérlega hæf- an til hvers konar félagsstarfa, prýöi- lega ritfær, skrifaöi afbragös skýra rithönd og var sérlega töluglöggur, sem var mikilsvirði fyrir daga tölv- unnar. Þaö var þvf mikiö happ fyrir sveitina og byggöarlagiö, þegar hann tók sér þar bólfestu. Svo aö segjafrá upphafisveitarfestai sinnar var Erlingur kjörinn til marg- vislegra trúnaöarstarfa. 1 hreppsnefnd sat hann fjölda ára, þar af 16 ár sem oddviti sveitarinnar. í skattanefnd og stjórn búnaöarfélags- ins sat hann árum saman og safnaöar- fulltníi var hann tugi ára. Hann var einlægur samvinnumaður alla tiö og 12 Erlingur ungnr gagnfræAingur — 23 ára skjótt kjörinn til trúnaöarstarfa hjá kaupfélagi Héraösbúa. A haustin var hann þar vigtunarmaður, á vetrum um þrjátíu ára skeið, endurskoöaöi hann reikninga félagsins, og einn vetur gegndi hann fullu skrifstofu- starfi. Þegar kaupfélagiö hóf mjólkur- vinnslu, var hann fitumælingamaður I nokkrum sveitum og leiðbeindi um leiö bændum um meðferö sölumjólkur. Auk allra þeirra opinberu starfa sem hann var kvaddur til aö inna af hendi, var hann allra manna hlutgengastur til ýmissa félagsstarfa I sveitinni. Félagi i ungmennafélaginu geröist hann þegar i upphafi dvalar sinnar i Fljótsdal, hann var ágætur söng- maður, haföi háan tenór, og var mikill unnandi tónlistar. Hann söng i öllum kórum sveitarinnar, bæöi i kirkju og utan. 1 leikstarfsemi tók hann og þátt og lék þá stundum hlutverk'vandmeö- farinna karla. Þá var hann mikill hvatamaöur Iþróttaiökana unga fólks- ins og latti litt son sinn, sem var framarlega i fþróttum um skeiö. Erlingur var löngum mjög hraustur þótt honumhinsiöari ár færi aðförlast sjón. Varö hann aö lokum alblindur nokkur sibustu ár ævinnar. Hann haföi þó löngum nokkra ferlivist, og var til hinztu stundar andlega heill og hress eftir hætti. Á siðast liönu ári missti hann konu sina,mjögíarna aö heilsu, en þá höföu þau gömlu hjónin um alllangt skeiö verið I „horninu” hjá syni sinum og tengdadótturinni konu hans, Þórhildi Jónasóttur frá Þurlöarstöðum, sem hugsaöi um þau tengdaforeldra sina af slikri alúö, nærgætni og hugulsemi aö sjaldgæft veröur aö teljast. A elliárum þeirra Margrétar og Erlings uröu barnabörnin og barnabarnabörnin þeim mikill yndis- og hamingjuauki. Ætt og viöar. Fæddur var Sveinn aö Katastöðum 4. ág. 1856 og hann deyr 24. febr. 1939 og er þá til heimilis hjá Guörúnu dóttur sinni og manni henn- ar, Gisla bónda Magnússyni i Ey- hildarholti, en hjá þeim hjónum hafi hann dvalist allmörg hin siöustu ár. Foreldrar Sveins voru þau Eirikur Ei- riksson bóndi á Katastöðum og Hólm- friður Guömundsdóttir kona hans. Al- bræöur Sveins voru þeir Arni bóndi á Reykjum, ættfaöir þeirra Bjarma- manna á Akureyari, og Brynjólfur kennari slðast á Akureyri.faöirEiriks ráösmanns á Kristnesi og þeirra syst- kina. Móðir Erlings var, sem fyrr sagöi Þorbjörg Bjarnadóttir bónda á Hofi i Vesturdal Hannessonar og Margrétar Arnadóttur konu hans, en hún var föðursystir þeirra kunnu bræöra, séra Ólfifs i Arnarbæli og Sigurðar læknis á Patreksfirði. Magnússona. Um Þorbjörgu er fariö svofeldum oröum i Skagfirskum æviskrám, en viö þær er hér stuðzt i ættfræöslum, „Þorbjörg var i meöallagi á vöxt, fingerö og fremur veikbyggö. Hún haföi dökkan háralit, var hörundsbjört og ljósgrá- eygð. Hún var góö eiginkona og móðir, vinsæl og vel gefin, en naut sin ekki að fullu siöustu árin vegna vanheilsu.” Hún fæddist 18. aprfl 1864 og dó 15. júni 1899 aöeins hálffertug, frá sex börnum,.að elsta 12 ára, en þaö var Erlingur, og það yngsta aöeins fjörgra ára, en þaö var Guðrún, siöar hús- freyja i Eyhildarholti. Þaö segir sina sögu um móöur barnanna á Katastöð- um, að þau tóku öll fyrsta staf Þorbjargarnafnsins upp i heiti sin. Frá Sveini föörur Erlings segir meöal annars svo i Æviskránum: Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.