Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 13
„Sveinn var tæpur meðalmaður á vöxt, léttur og kvikur á fæti og óþreyt- andi göngumaður framan af ævi og reyndar til efstu ára. Hann hafði brúnleit augu og rauðjarpt hár, safn- aði alskeggi af svipuöu litarfari og var litt farinn að grána, þá hann féll frá. Hann hafði glaöa lund og mátti heita hrókur alls fagnaðar, þar sem hann kom. Var hann alls staðar dáður gestur sakir sins létta lundarfars, þó var hann nokkuð skaprikur og bráður að eðlisfari, en fljótur til sátta. Söng- rödd hafði hann slika, að til þess var tekið þar i sveit. Börn hændust mjög að honum, enda var hann vinur þeirra. Sveinn bjó við fátækt allmikla, var hvorttveggja aö börnin fæddust ört, og heilsu konu hans hnignaði snemma. Sjálfur mun hann haldrei hafa talið sig mikinn búmann, þótt hann virtist fjár- hyggjumaður að sumu leyti.” Ári fyrr en hann missti konu sina lét hann af búskap og var jafnan i lausa- mer.nsku eftir það og stundaði barna- kennslu á vetrum. Börnin, sem dreifðust milli vina og vandamanna voru þessi: Erlingur Þ, f. 21. des. 1887, svo sem fyrr segir, og hér er veriö að minnast, Þormóður Þ, f. 22. sept. 1889, skrifstofu- og fræði- maður á Akureyri, Aldis Þ, 13. okt. 1890, nú ekkja á Akureyri, Arni Þ, f. 30. okt. 1892, lengi bóndi á Kálfsstöðum i Hjaltadal, dó 1965, Anna Þ, f. 28. apr. 1894, lengi prestskona á Kirkjubæ á Héraði og yngst þeirra alsystkinanna var svo Guörún Þ, húsfreyja i Eyhildarholti, en hún andaðist 14. ágúst s.l., eða réttum fjórum dögum á undan Erlingi bróður sinum. Börn Sveins áöur en hann kvæntist og eftir að hann varð ekkjumaður, hálfsystkini Erlings, voru þau Sveinfriður f. 1880 og Hannes Sveinbergur f. 1905. Eins og nefnt hefur verið hér að fram hef ég tilfært ýmislegt eftir Skagfirskum Æviskrám, sumt orðrétt, um foreldra og ættmenn Erlings Þ. Sveinssonar, þvi hvort tveggja er, að mig brestur kunnugleika á ætt hans, og æviskrárnar eru gerðar af dóttur- syni þeirra Sveins Eirikssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur konu hans, Eiriki Kristinssyni, kennara, syni Aldisar Þ. Sveinsdóttur. Ég þekki vart dæmi til þess, að syni hafi brugðið meira i ætt sina en Erlingi til foreldra sinna, eftir þvi sem ævi- skrárnar herma, bæði um útlit og eölisfar. Ég sá Svein föður hans, er hann var við kennslu austur i Fljótsdaí um 1920, þá nærri hálfsjötugur. Likari feðga hef ég ekki séð, en hann þá, og Erling eftir að hann hafði safnað alskeggi eins og faðir hans hafði. Svip- að mun hafa verið um skaplyndi þeirra feðga eftir þvl sem æviskrárnar segja. Ekki veit ég þó 'nversu bráð- Islendingaþættir lyndur Erlingur var, ég sá hann aldrei reiöan, má vera, að i þvi efni hafi hann likst fremur móður sinni. En hafi hann verið bráðlyndur, eins og sagt er um föður hans, veit ég, að hann heföi verið fljótur til sátta ekki siður en hann, og búmaður var Erlingur ekki, i þvi gat hann átt sammerkt með föður sinum. Ekki er mér kunnugt um úr hverri ættinni Erlingur tóka að erfðum skáld- æö sina og yndi af velgerðum ljóðum, kannski báðum, æviskrárnar geta ekkert um það, en vitað er að margir Bjarmananna, föður frænda hans, eru gæddir ágætri listgáfu. Eigi má sköpum renna 1 bókinni Skáldið frá Fagraskógieru birtar minningar ýmissa samferðamanna Daviös Stefánssonar. Einn þeirra, Einar Guðmundsson frá Hraunum segir frá þvi, að þeir Davið og hann hafi búið saman veturinn 1909—10 hjá þeim hjónum séra Jónasi frá Hrafnagili og Þórunni konu hans og borðað þar einnig. Siðan segir Einar orðrétt: „Þriðji pilturinn borö- aði einnig hjá þeim, Erlingur Sveins- son, ættaður úr Blönduhlið i Skaga- firöi, einnig nemandi i þriðja bekk, bráðgáfaður maöur og ýmist efstur eöa næst efstur i bekknum, en diki að sama skapi kjarkmikill, þvi' aö hann treystist ekki til að halda áfram námi vegna féleysis. En þetta gerðu ýmsir, alls ekki betur fjáðir menn en hann, um þessar mundir.” í fyrra sumar (1976) áttiég þess kost að ræða við Erling um eitt og annað, og spurði að ýmsu, sem mér lék forvitni á að vita um ævi hans, sem ekki hefur verið gert að umtalsefni áður, og verðurstuðzt við þetta samtal okkar I þessum minningarorðum um Erling vin minn. Ég spurði hann m.a. Ut i þessa frá- sögn Einars frá Hraunum og sagði hann þá: „Já, við Davið borðuðum saman þennan vetur hjá séra Jónasi og aldrei hefði ég trúaö þvi eftir þá kynningu, að svona ætti eftir að rætast úr honum, hann lét alltaf eins og vitleysingur.” Ég spurði Erling þá, hvort þeir Davið, og hann „hefðuekki ortst á og hvað hann svo hafa verið, „vorum eitthvað að bulla” eins og hann komstað orði, og er ég innti hann eftir þvi, hvorum heföi vegnaö betur i þessum yrkingum, kvaðst hann halda, að hann hefði verið „skömminni til skárri”og bættisvo viö, aö sig hefði þá aldrei órað fyrir þvi, að Daviö ætti eft- ir að verða svo mikið skáld sem hann varð, eittaf þeim skáldum, sem hann mæti nú mest. Tildrög þess, að hann fór að borða hjá séra Jónasi og konu hans, þótt hann byggi i heimavist gagnfræðaskólans, sagöi hann hafa verið þau, að hann hefði hafið nám þetta haust næsta félaus, þar sem hann heföi verið óheppinn meö kaupa- 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.