Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 15
Skatastööum, báöir gæddir óvenjuleg- um'gáfum og óráönum hæfileikum. Davlö, ráöinn i upphafi aö fara hinn svo kallaöa menntaveg,heldur i suöur, en tilviljunin einber, hafi þaö þá veriö tilviljun, — ræður þvl hins vegar, aö ErHngur sveigir I austur á vit óviss- unnar og þeirra örlaga er biöu hans þar. Svo sem fram hefur komiö hér fyrr, þá var Erlingur forlagatrúar, sannfærður um hið fornkveöna, aö eng inn mætti sköpum renna, og vel má vera, að sú bjargfasta trú hans hafi gefið óvenjulegum örlögum hans viss- an tilgang og um leiö veitt honum þá fullnægju er dugði honum til innri llfs- fyllingar og hamingju. ,,Mig vermdi sól” 1 spjalli okkar Erlings, sem áöur hefur veriö minnst á, bar skáldskap hans á góma. Þaö var kunnugt, aö hann var frábærlega hagmæltur, jafn- vígur á léttar gamanvísur sem hugljúf lýrisk ljóö, á stundum tregablandin. Þegar ég spurði hann, hvers vegna hann heföi ekki lagt meiri rækt viö þessa gáfu sina, en raun bar vitni um, sagöi hann, aö þessir skáldþankar, eins og hann orðaði það, heföu oft leit- að á sig á yngri árum og hann heföi þá fundið til djúprar og innilegrar þarfar til að tjá sig I ljóði. „Ég hrinti þessu frá mér” sagöi hann, ,,úr þessu varð ekkert nema hrærigrautur, þaö átti ekki heima meö búskaparbaslinu.” Lltiö liggur eftir Erling af ljóöum, helst ljóðabrot og lausavisur, er hann sendi vinum sinum og kunningjum með sendibréfum. A gamalsaldri sendi hann mér eitt sinn þær vlsur er ég læt fylgja hér með, en vísurnar nefndi hann vorhug- ur — hausthugur Mig vermdi sól á vori og vor i hjarta brann ég lék meö léttu spori um lifsins bjarta rann Hve Ijúft var lifs aö njóta um liöna vorsins stund. Nú þrái ég hitt aö hljóta: Hinn hinzta festa blund t haustSins heljar örmum er hretin ógna svört, mér titra tár á hvörmum og týnd er vonin björt. Hinsta kveðja. Persónuleg kynni okkar Erlings byr juöu ekki f yrr en hann flytur austur i Fljótsdal, um leiö og kynni hans af gamla Valþjófsstaöafólkinu, og hafa þvi haldist æ siöan. Þrem dögum fyrir andlát hans kvöddumst við og var hann þá mjög þrotinn aö kraftum, en fagnaöi aö „vera kominn undir læknis- hendur Valþjófsstaöafólksins” og mun þá hafa átt viö Stefán, son minn, er stundaöi hann um þessar mundir. Fáa eða enga heimilisvini áttum við kærari en Erling á Viöivöllum og leyfi égmér jafnframtaö segja, og hef fyrir þvi hans eigin orö, aö vináttan við Val- þjófsstaðafólkiö var honum mikils virði, einkum þó fyrstu árin er hann dvaldi I dalnum. Alltaf var Erlingur jafn kærkominn, og átti hann oft erindi I Valþjófsstað. Okkur unga fólkinu var hann gleði- gjafi og I sumum tilfellum þroska- kveikja, meö léttri lund, ljúfum söng og þroskandi viöræöum. Eldra fólkinu varhann eins og hjálpfús sonur. Fööur Guðmundur Arnfinnsson sjötíu ára 26. desember 1976 Fæddist einn á fjörðum vestur, fjaðradyn við vetrarhriðar. Þá var jóla lesinn lestur lengri en bæði fyrr og siðar. Þrautum, einatt, þótti að gaman, þroskaðist að vizku og hreysti. Er frost og byljir fóru saman forsjóninni alltaf treysti. Er kyrtli grænum klæðist jörðin kvikfénað að metta svangan dreymir þig um Dýrafjörðinn, dalarós og birkiangan. Eggert Loftsson mínum fannst tæplega hægt oröið aö jarða mann, ef hann ætti ekki von á þvl, að Erlingur væri viðstaddur og tæki undir með honum sálminn 1 friöi látinn hvili hér.er hann söng I hvert sinn, er hann gekk frá gröf. Fyrir allt þetta erum við gamla Val- þjófsstaöafólkiö honum innilega þakk- lát og biðjum honum og átvinum hans öllum allrar blessunar guðs. Enn heyri ég titrandi og fingerða rödd hans hljóma meö grófum barr- iton föður mins: t friöi látinn hvllihér, nú heim frá leiöi göngum vér. Ó búum einnig oss af staö, þvi óöum liður stundin aö. Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstaö og Eiöum þjóöveg suður um landbrot og Vega- gerð rikisins sendi verkstjora sinn austur til aö athuga vegarstæöiö I samráði við heimamenn. Einhvern veginn var þ’að svo, að heimamenn er til ráða voru kvaddir, sáu ekki aðra leið koma til álita en þá er skemmst var og Bjarni og Siggeir markað hjól- förum.Elias reis uppvægur gegn þess- ari ætlan og fékk verkstjórann til aö lita á aöra leið, sem sveitinni kæmi aö meiri notum. Verkstjóri þessi var Jó- hann Hjörleifsson, skilningsrlkur og ágætur maður. Viö athugun málsins féllst hann á sjónarmiö Elfasar og ákvaö, aö vegurinn skyldi liggja þar sem hann er, en það er hiö næsta hverju heimili I sveitinni sem frekast má verða. Þegar ég á leiö eftir þessum vegi, kemur mér jafnan Ellas Pálsson ihug og hvaö viö sveitungarnir áttum honum mikið aö þakka. Elias var heilsutæpur mörg hin slö- ari ár ævinnar.og hlautaö leggjast inn á spitala I Reykjavik nokkrum sinn- um. En þó að þrekið yrði undan að láta réöi kappið og vinnugleðin ferðinni ótrúlega lengi. Hann andaðist á Land- spitalanum 4/9 og var jarösunginn að Prestsbakka á SIÖu 10. s.m. að viö- stöddu miklu fjölmenni. Slöastaáriö var Eliasi sérlega þung- bært, en hann naut góörar aðbúöar á heimili Jóns Helgasonar, systursonar sins, og Guðrúnar Þorkelsdóttur konu hans. Elias mat hana mikils og duldi ekki öörum þakklæti sitt til hennar fyrir frábæra hugulsemi og hjúkrun I veikindum hans. Mér er lika kunnugt um aö meö sama þakklæti hugsa til Guörúnar vandamenn Eliasar og vin- ir. Að siöustukveö ég Elias vin minn og frænda, meö þökkum og góöum óskum I heimkynni nýrrar tilveru. Þórarinn Helgason 15 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.