Íslendingaþættir Tímans - 08.07.1978, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 08.07.1978, Blaðsíða 3
t Björn Jónsson / • • frá Olduhrygg Þó aö meir en ár sé liðiö frá andláti Björns Jónssonar veit ég ekki til þess aö nokkuð hafi verið um hann ritað. Tel ég það miður, þvi að hann á vissulega eftir- fnaeli skilið. Og þó að ég kunni litið úr þessu aðbæta, þá langar mig að tileinka honum nokkur kveðjuorð. Björn Jónsson var fæddur að Hóli i Urðasókn 11. des. 1905 sonur Jóns Björns- sonar bónda á Hóli og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur. Voru þau dug- mikil og merk hjón. Björn ólst upp i föður- Sarði ásamt þremur systkinum, sem öll v'oru eldri en hann. Þau eru Kristin kona, Hallgrims Traustasonar verzlunarmanns á Akureyri. Hún er nú ekkja. Zóphonias, lengi bóndi á Hóli, kvæntur Súsönnu Guömundsdóttur. Þau búa á Dalvfk. Friðrika, maöur hennar var Elias Hall- ^órsson smiður á Dalvik. Hann er nú lát- *an. Þessi systkini voru rösk og myndar- ieg svo orð fór af. Er Björn einn fallinn i v'alinn. Björn vandist snemma vinnu og vann ungur öll venjuleg sveitastörf. Geröist röskleikamaður meðárunum, áhugasam- Ur og fylginn sér. Hann stundaði námi Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1922. Litlu siðar fór hann til Danmerkur og v'ann þar landbúnaðarstörf. Mun hugur ^ns hafa beinzt að þvi, að afla sér þar •Ueiri búfræðimenntunar. En þá urðu östæður þannig heimafyrir, að hann taldi nauðsynlegt að hverfa heim. Og 1928 fer Uann að búa á hluta af Hóli á móti foreldr- Unr> sinum. Hélzt það i tvö ár. Björn festi ráð sitt 1930 og gekk að eiga ^orbjörgu Viihjálmsdóttur frá Bakka. ^eyndist hún ágæt húsmóðir og eigin- "°na, bráðdugleg og stjórnsöm. Ungu njónin hófu búskap áGrund i Svarfaöardal giftingarárið. Þar búa þau i þrjú ár, en nytja þá i ölduhrygg i sömu sveit. Eign- u&ust þaa jöröina og dvöldu þar til 1965 aö Þnu hætta búskap, liklega vegna van- neilsubeggja,ogflytja tilDalvikur. Björn var áhugasamur bóndi. Hann hóf fljótlega unUalsverðar ræktunarframkvæmdir á f°r& sinni. Þá reisti hann ibúðarhús, nyggði nýtizku fjós og endurbyggði önnur ^eningshús. ölduhryggur hafði þvi tekið m>klum breytingum á búskaparárum JÖrns, enda hafði hann siðari árin all- órt bú. Björn var greindur og prýðilega tarfhæfur. A yngri árum gerðist hann ngmennafélagi og sýndi þá að óhætt var 'slendingaþættir að fela honum verkefni, sem góðan árangur þurftu aö fá. Hann var formaður félags sins um tveggja ára skeið. Eftir aö hann gerðist bóndi leið ekki á löngu þar til honum voru falin ýmis trúnaðarstörf. Hann var i stjórn Búnaðarfélags Svarf- dæla um skeið. Þá sat hann i hreppsnefnd nokkur ár og i skattanefnd vann hann lengi ogerþó ekkialltnefnt. Fullyrða má, að vel voru þessi störf komin i höndum hans og þau leyst með sóma. Björn var heill og sannur samvinnu- maður. Hann tók verulegan þátt i umræð- um um kaupfélagsmál. Það sem honum þótti vel takast i þeim málum vakti ánægju hans og traust, enda lét hann ekki undir höfuð leggjast að geta þess i um- ræðum. Hins vegar gagnrýndi hann ósþart það sem honum þótti miður fara. Björn var lengi varamaður istjórn sinnar kaupfélagsdeildar, félagsráösmaður var hann i mörg ár, og ávallt fulltrúi á aðal- fundum Kaupflelags Eyfirðinga. Eftir að Björn settist að á Dalvik gerðist hann starfsmaður útibús K.E.A. á Dalvik og undi þar vel hag sinum. En að nokkrum árum liðnum varð hann fyrir alvarlegu slysi sem skerti vinnuþol hans stórlega, enda varð hann að sæta sjúkrahúsvist mörgum sinnum og stundum langdvölum. en þegar á milli bar tók Björn sér verk að vinna, þvi að áhuginn og hark- - v»n dvinaði ekki. En þó aö styrkur hans og baráttuvilji héldist litt lamaöur og hann brotnaði ekki i éljaveðrum vanheilsunnar gat endadægrið verið skammt undan, þar sem alvarlegur sjúkleiki bættist við. Björn andaðist 8. marz 1977. Björnfrá ölduhrygg var meðalmaður á hæö, liðleg vaxinnog vasklegur vel farinn i andliti og snyrtimenni. Hann var vak- andimaður.sem gaf gaum af þvisem var aö g erast á hverjum tíma. Vafalaust taldi hann sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann myndaöi sér ákveðna skoðun á mál- um og var ótrauöur aö láta hana i ljós, þó aö hann vissi aö valda mundi andstöðu. Björn var allvel máli farinn og góður fundarmaöur. Gat hann þvi variö skoöan- ir sínar og þurfti ekki aö glúpna fyrir and- stæöingi. Viö Björn unnum dálitið saman aö félagsmálum. Likaði mér samstarfið ágætlega og á ég góðar minningar frá samskiptum okkar öllum. Mér virtist hannsanngjarn og samvinnufús, einarður og engin veifiskati, rökvis og hélt fast á sinum málstað, en tók þó mið af skoð- unum annarra. Hann vildi áreiðanlega gera það sem hyggilegast og réttast var hverju sinni, enda treystu samferða- mennirnir honum til að gera góða hluti. Björn var skemmtilegurfélagi, glaövær og alúölegur. Hann var sönggefinn og hafði mikla rödd. Einhvernþátttók hann I söngsveitum og i sfnum hópi naut hann þess aö taka lagiö. Birni var ljúft aö blanda geði við aðra. Hann var hressileg- ur og lagöi gott mtil mála, hvort sem á dagskrá voru erfið efni eða gamanmál. Hann eignaöist fjölda kunningja og ófáa vini, enda var hann trygglyndur. Eins og áður er getið hét kona Björns Þorbjörg. Hjónaband þeirra varð mjög farsælt. Þau skópu sér notalegt heimili þar sem gestrisni var á boöstólum og móttökur hlýlegar. Börn þeirra sem upp komust eru þessi, talin eftir aldri. Ásdis, er gift Hróðmari kennara Margeirssyni á ögmundarstöðum i Skagafiröi. Auður, maður hennar er Magnús Stefánsson hreppstjóri i Fagrasiógi. Helgi, vélstjóri, kvæntúr Sigrúnu Friðriksdóttur frá Hánefsstöðum. Þau búa á Dalvfk. Ingibjörg, gift Arna Oskarssyni frystihús- stjóra á Dalvik. Vilhjálmur, verkamaöur á Dalvik. Svavar, félagsráðgjafi, býr i Noregi, kvæntur norskri konu, er Solveig 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.