Íslendingaþættir Tímans - 08.07.1978, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.07.1978, Side 4
Guðrún Tómasdóttir frá Kanastöðum Guörún var fædd að Reyðarvatni 19. nóvember 1883, en lézt 4. mai siðastliðinn, þá nærri 96 ára gömul. Foreldrar Guðrunar voru hjónin Guðrún Arnadóttir og Tómas Böðvarsson, er þá bjuggu að Reyðarvatni rausnarbúi. Bæði voru þau komin af merkum og sterkum stofnum Rangæinga. Þar ólst' Guðrún upp i hópi fjögurra systkina á r^usnarheimili, við glaum og gleði. A uppvaxtarárum Guörúnar syrti þó nokk- uð i álinn, því þá gengu yfir Rangárveili erfið harðindaár með sandfoki og upp- blæstri, sem lagði i auðn margar jarðir á þeim slóðum. Þá urðu og foreldrar henn- ar fyrir miklu tjóni, er bær þeirra hrundi i jarðskjálftanum árið 1896. Þeim Reyðar- vatnshjónum ogskylduhði þeirra tókst þó með framsýni og dugnaði að bjarga nokkru af eignum sinum og búa þar áfram meö fullri rausn, enda fólkið sam- hent og harðduglegt. Enda þótt nokkuö blæsi á móti um stundarsakir, kunni þaö jafnframtað njo’taglaðværra yndisstunda i hópi góðra vina, er svo bar undir. Svo sem titt var um unglinga á þeim ár- um, vandist Guörún ölium venjulegum heimUisstörfum, enda árvökul og dugleg til allra venjulegra starfa. Auk ferm- ingarundirbúnings og starfa heimaviö, hafði hún löngun til frekari fræðslu og náms. Enda fór svo, þegar Guðrún var átjánára.aðhúnvarsend til Reykjavikur til að nema fatasaum hjá Ludvig Ander- sen, en bjó hjá Stepensenssystrum, Mörtu og Þórunni. 1 Reykjavik dvaldist hún um skeið, lærði hannyrðir og aðrar kvenlegar listir. En auk þessa lærði hún að leika á gitar, enda hafði hún fagra söngrödd og var gædd tónnæmi. HéimUi þeirra Stephensenssystrá var ungum stúlkum góður skóli i siðfágun og smekkvisi. Til marks um persónulegt vinfengi þeirra heitir. Systkini þessi eru dugmikil og gerðarleg og reynast nýtir þjóðfélags- þegnar. Samanlagt eiga þau 14 börn, svo að liklegt er, að i framtiðinni verði ætt- bogi þeirra Þorbjargar og Björns fjöl- mennur. Ég vil aö lokum þakka Birni ánægjuleg kynni okkar og samstarf. Þakka honum fyrir áhuga hans á félagsmálum og fyrir nytsömu verkin, sem hann vann i þágu al- mennings. Vertu blessaður og sæll, Björn minn. Og minning þin lifir i huga, ekki aðeins ástvinanna, heldur margra ann- arra. Ilelgi Simonarson. 4 systra og Guörúnar, má geta þess, aö yngsta dóttir Guðrúnar ber nöfn þeirra systra. Brúðkaup þeirra Guðrúnar og Geirs Isleifssonar fór fram að Reyðarvatni vor- ið 1906. Þar var mikið fjölmenni saman komið. Stór hlaða var tjölduð til veizlu- halds, við rikmannlegar veitingar og glaum og gleði veizlugesta, enda var sá mannfagnaður lengi i minnum hafður. Að brúðkaupi loknu settust ungu hjónin að föðurleifð Geirs, Kanastöðum i Austur-Landeyjum. Húsakynni þar voru óvenju rúmgóð, m.a. stórt nýlegt timbur- hús meö rúmgóðum vistarverum fyrir heimilismenn og gesti, enda komu þau húsakynni sér vei, eftir að öflugt ung- mennafélaghafði verið stofnað i Landeyj- unum, og húsrými vantaði fyrir leiksýn- ingar. Þá komu sér vel hin rúmgóðu húsakynni á Kanastöðum, sem, með góðum velvilja húsmóðurinnar þar, voru góðfúslega lánuðundir leiksýningar, enda var baðstofan á Kanastaðaheimilinu stærsti salur sveitarinnar. Ekki taldi Guðrún húsfreyja eftir sér að fjarlægja rúm og önnur húsgögn úr baðstofu, svo að yngri kynslóðin gæti skemmt sér eftir föngum, fyrst við góðan sjónleik, sem var bæði til gagns og gleði fyrir áhorfendur. Að þvi loknu var dans stiginn fram á ljós- an dag. Eftir 17 ára ástúölega sambúð þeirra Guðrúnar og Geirs brá bliku á loft, er hún skyndilega missti mann sinn úr lungna- bólgu vorið 1923. Börn þeirra voru þá enn i æsku og yngsti sonurinn aðens ársgamall. Guðrún bjó áfram á Kanastöðum i eitt ár eftir lát manns sins, en fluttist siðan til Vestmannaey ja með fjölskyldu sina. Þar hófst lifsbarátta i nýju umhverfi. Kjarkur og dugur Guðrúnar kom sér þá vel, einnig kunnátta hennar i handavinnu. Vinna hennar á þvi sviði varð vonum fyrr mjög eftirsótt. Hin efnilegu og dugandi börn hennar léttu henni mjög róðurinn. Eftir tveggja ára dvöl i Eyjum , rættist það vel úr fyrir f jölskyldunni, að Guðrún gat látið reisa eigið hús við Hásteinsveg. Það nefndi hún Kanastaði. Húsið var myndar- legt og rúmgottog mun enn standa óhagg- að, eða svo var að minnsta kosti er Guð- rún stóð á niræðu. Guðrún undi hag sinum vel i Vest- mannaeyjum. Eignaðist hún þar marga góða vini og kunningja, enda var rikt i eöli hennar aðdeila geðiviðaðra,og fáum mun hafa tekizt betur en henni að fagna gestum sinum með alúð og hlýju viðmóti. Eftir 22 ára farsæla dvöl i Eyjum flutti Guðrún til Reykjavikur, komst yfir hús- næöi á Leifsgötu, en á siðari árum fluttist hún til Mörtu dóttur sinnar, á Háteigsvegi 26, enda var þá aldur farinn að sækja að Guðrúnu. Þar naut hún aðstoðar frá borg- inni, meðan dóttir hennar þurfti að gegna sinum skyldustörfum. Svo fór þó að lok- um, að stúlka sú sem annaðist hana varð veik. Fluttist Guðrún þá aftur til Vest- mannaeyja og dvaldi nokkra mánuði á elliheimilinu þar, en siðasta hálfan mán- uðinn fyrir andlát hennar dvaldist hún í sjúkrahúsi. Ég og kona min kynntumst fyrst Guðrúnu er hún var stuttan tima i heim- sókn hjá Tómasi, syni sinum, og Dagnýjú tengdadóttur sinni, aö Kirkjuvegi 72 i Vestmannaeyjum. Þar áttu þá heima i sama húsi bróðir konu minnar, Lúðvik Lúðviksson skipstjóri og Helga Sigurðar- dóttir, kona hans. En Dagný, kona Tóm- asar, var fósturdóttir þeirra. Þar kynnt- umst við einnig Ingibjörgu kaupkonu, sem var stórmerk persóna, systur Guðrúnar. Við Lúðvik og Ingibjörg tókum oft lomber-slag á kvöldin. Guðrún var hin elskulegasta I viðmóti alltaf geislandi af góðvild, kæti, glað- værð og lifsfjöri. Það var sem nýtt and- rúmsloft skapaðist i návist hennar. Okkur fannst það likast þvi, er hlýir þeyvindar hafi gengið yfir landið frá vestri til austurs, svo sem Hulda skáldkona lýsir þvi bezt, er hún átti heima I Þingeyjar- sýslu. Við munum ávallt minnast Guðrúnar meðhlýhugog þökk fyrir góðar samveru- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.