Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Side 12
Guðríður Jónsdóttir
Hliðarendakoti
F. 30. 11. 1882.
D. 27. 7.1978.
Vinina fornu hef ég hitt
og hjörtun, sem ég þekki.
Þverá tekur tiiniö mitt,
tryggöinni nær hún ekki.
Þessa visu skrifaöi Þorsteinn Erlings-
son i vlsnabókina i Hliöarendakoti þegar
hann kom þangaö heim eftir langar fjar-
vistir, en kotiö sitt haföi hann gert lands-
þekkt i ljóöinu, sem allir Islendingar
kunna. — A þessum árum rann Þverá
meöfram Fljótshliöinni og braut undir sig
hiö gróna land, svo aö bæinn i Hliöarenda-
koti þurfti eitt sinn aö flytja ofar I brekk-
una. Núer fyrir löngu búiö aö veita Þverá
frá Hliöinni og allt hefur þar breytzt nema
Guöriöur i Hliöarendakoti, hún var i
burstabænum sinum imynd óumbreyti-
leikans i hálfa öld, tryggöina, höföings-
skapinn og hetjulundina barhún meö sér
til æviloka.
Hún sýndist öldruö kona þegar viö
kynntumst fyrir þrjátiu og fimm árum.
Háriö var oröiö hvíttog hún var farin aö
stiröna i spori. — Þaö sópaöi þó af henni.
Persónuleikinn var mikiil og eftirminni-
legur.Þaö fór ekkert á milli mála, aö hér
fór kona stórrar geröar, en þó mild og
móðurleg meö glettnisglampa i festuleg-
um lifandi augum.
Þegar hér varkomiö sögu haföi hún fyr-
ir tveim árum misst manninn sinn, Arna
Ólafsson, en þau hjónin höföu eignazt
fimm friö og gjörvuleg börn.
En sorgin sneiddi ekki hjá hennar heim-
ili. Þrjú börn sin missti hún I blóma lifs-
ins, GuörUnu, Ásdisi og einkasoninn, Pál.
Tvær dætur hennar eru húsfreyjur I
Reykjavik, Sigriöur og Ólafia (Lóa) og
hjá henni og hennar manni dvaldi Guöriö-
ur slöasta áratuginn aö mestu,þar sem vel
var aö hnni búiö og hún borin á örmum af
dætrum sinum, eins og hún oröaöi þaö
sjálf.
1 2
Enginn sem naut gestrisninnar hennar
Guöriöar I Hliöarendakoti gleymir henni.
— Þjóövegurinn inn i Fljótshliðina lá
lengst af fast viö bæinn hennar aö norðan
inn I Hliöarbrekkurnar. Húsmóöirin I
Hliöarendakoti vildi ekki aö fariö væri
framhjá hennar garöi, án þess aö komiö
væri I bæinn hennar og sjálf brá hún stór-
um svip yfir rausnarleg veizluborö á
viröulegan og hljóölegan máta.
HUn hélt uppi þeim hætti aö skrifa vin-
um sfnum sendibréf. Stilaöi þau vel og
skipulega og ritaöi hreina og fagra rit-
hönd. Milli llnanna mátti svo auk þess
lesa fyrirbænirnar, fagra hugsun og
''gæzku.
Guðríöur var fædd 30. nóvember 1882
aö Geröi i Hvammsveit i Dalasýslu. —
Dvaldi ung um árabil að Broddanesi I
Strandasýslu, en innan viö tvitugt fór hún
til Reykjavikur og læröi þar fatasaum,
siöan lá leiöin til Vestmannaeyja og hún
giftist 18. júli' 1908,Arna Ólafssyni i Hlíö-
arendakoti og I Fljótshliðinni bjuggu þau
sæmdarhjónin allan sinn búskap.
Guðriður I Hliöarendakoti fór ekki var-
hluta af sorg og söknuöi. 1 bók bókanna
stendur á einum staö: „Gull mótast I eldi,
en guölegir menn i nauöum.
Henni var léöur mikill hugarstyrkur og
trúin var hennar leiöarstjarna og bjarg.
Laugardaginn 5. ágúst var hún borin til
grafar aö Hliöarenda i einu bezta veöri,
sem komiö hefur á sumrinu. Fljótshliöin
kvaddihana i iöjagrænum sumarklæöum.
Þaö var fagurt aö horfa út til Eyja, þaö
var einmitt þar sem unga stúlkan vestan
úr Dölum og ungi efnismaöurinn Ur
Fljótshllöinni sáust fyrst fyrir sjötlu ár-
um. Sólin glampaöi á jökulinn I austri og
Merkurnesiö blasti viö augum, dimm-
grænt. Þetta veöur og þetta umhverfi var
allt I fullu samræmi viö lif hennar og
starf. Guðriöur i Hliöarendakoti horföi
björtum augum á tilveruna og hugsaöi
fyrst og fremst um þaö, sem gerir llfiö
fegurra.
Burstabærinn hennar I Hllöarendakoti
varhennar höll, þar sem hjartarúmiö átti
sér engin takmörk. — Þar var hún stórt
sóiskinsbarn og þannig lifir hún I minn-
ingunni.
Pálmi Eyjólfsson.
Islendingaþættir