Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Qupperneq 15
Kr.
fyrir skömmu siðan. Sama var um ýmsar
blaðagreinar, sem hann haföi lesið fyrir
löngu.
Ungurmaður i Dölum vestra, var hann
eldheitur stuðningsmaður Bjarna frá
vogi meöan hans naut við eða til 1926.
Minntist hann oft glæsimennsku hans og
ræÖusniUdar, ásamt sivakandi áhuga
fyrir sjálfstæðismálum þjóöarinnar. Eftir
Það gerðist Jón einbeittur stuðningsmaö-
ur Framsóknarflokksins og vann jafnan
wikið og gott starf fyrir hann alla tið.
Hann var einn af stofnendum Fram-
sóknarfélags Akraness. Var um tfma í
stjórn félagsins og i áratugi i fulltriiaráði
þess. Þá vann hann mikið fyrir Timann á
Akranesi. Hann varóragur að takast á við
verkefninog eigum við samherjar hans á
Akranesi honum miklar þakkir aö gjalda
fyrir fórnfýsi hans og félagslegan áhuga.
Hann átti mikilvægan þátt i þvi, aö Fram-
sóknarfélag Akraness byggði sér litiö
fylagsheimili 1961, sem hefur ómetanlega
Þýðingu fyrir starfsemi þess. Hann var
fram á siðasta dag óþreytandi baráttu-
óiaður fyrir málefnum flokksins og sann-
{®rður um það, að þvi meiri sem áhrif
Uramsóknarflokksins væru, þvi betur
yrði stjórnaö. Hann var einn af þessum
mörgugóöuflokksmönnum, sem lifa fyrir
Þaðað veita góðum málum brautargengi,
eu gera aldrei neinar kröfur fyrir sig.
s*gurlaunin eru fólgin i þeirri ánægju,
Sem þaöveitirað sjágóðum málum miöa
1 rótta átt.
engin pólitísk markalina, þótt skoðanir
hans væru þar fast mótaðar.
Tryggðin við átthagana — Dalasýslu —
var einstök. Og þótt hann væri bilsettur á
Akranesii nær 60ár, var hugur hans jafn-
an bundinn átthögunum og lifsbaráttu
fólksins þar. Þangað fór hann flest árin og
rækti frændsemi og forna vináttu. Oft lá
leiöhans isjilkrahúsið á Akranesi i heim-
sókn til fólks Ur Dalasýslu, sem þar dvaldi
lengri eða skemmri tima. Þar kom fram
þessi einstaka umhyggja og velvild hans
til vina sinna, ef hann gæti oröiö þeim að
liði með einhverjum hætti.
Þau hjón — Jón og Björg — hafa ekki
borist á um dagana. Stundum var lifsbar-
áttan erfið vegna þrálátra veikinda henn-
ar. Samt var samlif þeirra — ást og ein-
drægni —■ sem fagur sólskinsdagur. Per-
sónuleg eyösla var þeim fjarri skapi, en
stuðningur við góð málefni var þeim lifs-
fylling. Þau hafa gefið gjafir til æsku-
stöövanna i Dalasýslu og fyrir 7 árum
færðu þau Krabbameinsfélagi Islands
myndarlega gjöf. Ýmsum öðrum hafa
þau rétthjálparhönd, þótt leynt hafi farið.
Allt var þetta I samræmi við hyggindi
þeirra og ráðdeild.
Börn áttu þau ekki, en drengur Ur ná-
grenninu — Kristján Pétur Guönason nU
ljósmyndari i Reykjavik — varð þeim
mjög handgenginn á unga aldri. Hefur
hann jafnan sýnt þeim frábæra tryggð og
vináttu, sem þau kunnu bæði vel að meta.
Sama má segja um syni ólafs, bróður
Jóns. Þar rikti einnig gagnkvæm vinátta
og traust, sem var þeim mikils virði.
V.
Sérstæöur og eftirminnilegur persónu-
leiki var Jón Kr. Guðmundsson, sem jafn-
an fór sinar eigin leiðir i daglegu lifi.
Hann hugsaöi málin og tók sinar ákvarö-
ar*ir. Hann var hreinskilinn og lét skoöan-
lr sinar i ljósi við hvern sem var. Hann
Var fróður, átti gott bókasafn og las
mikið. Var stálminnugurogkunni góð skil
ómönnum og málefnum samtiðar sinnar
ailt frá upphafi aldarinnar, eins og áður
er viícið að. Hann kunni ógrynni af göml-
Um vlsum og kveðlingum og sögur um til-
drög þeirra.
Jón vartraustur ogvinfastur svo af bar,
en lét ógjarnan sinn hlut, væri hann órétti
beittur. Þá gat hann verið harður i horn
abtaka og fastur fyrir. Hann var einstak-
Ur vinur vina sinna. Hjálpsamur og greið-
vdíinn og sást ekki fyrir, ef þvi var aö
Smpta. Hann leitaöi eftir þvi að veröa vin-
Um si'num að liöi, ef hann taldi þá skorta
e>tthvað, sem hann gat af hendi látið.
Hann var vandur aö vinum og þar réði
,5|endingaþáettir
VI.
Ég á margar góðar minningar um vin-
áttuog tryggð Jóns Kr. Guðmundssonar i
tæpan aldarfjóröung, sem ég hafði af hon-
um kynni. Hvort sem við unnum aö sam-
eiginlegum baráttumálum á Akranesi,
fórum á laxveiðar eða grasafjall, verður
mér jafnan efst i huga brennandi áhugi
hans, dugnaður og þrek, sem átti sér fáa
lika. Hann vaknaöi fyrstur á morgnana,
gekk hraðar en aðrir og hafði ævinlega
næg umræðuefni. Glettinn og spaugsam-
ur, ef þvi var að skipta. Drengskapur
hans og umhyggjusemi brást aldrei,
hvorki mér né öðrum vinum hans. Þegar
slikir samferöamenn hverfa skyndilega,
er sem eitthvaö bresti hið innra og allt
verður tómlegra en áöur. Þótt árin hafi
verið orðin mörg, var ekkert sem gaf til
kynna, aö svo skammt væri til endadæg-
urs.
Söknuðurinn er þvi sár hjá öllum hinum
mörgu vinum hans, en fyrst og fremst
eiginkonunni, sem svo skyndilega missti
ástrikan og umhyggjusaman lifsförunaut.
Megi hún öðlast styrk á erfiðum tfmamót-
um og fagurt ævikvöld.
Blessuð sé minning Jóns Kr. Guð-
mundssonar.
Danfel Agústfnusson
Leiðrétting
1 23. tbl. Islendingaþátta var preptvilla i
nafni Páls Ingvarssonar, er þar ritaði
minningargrein um Sigurlaugu Kristinu
Stefánsdóttur. Aö sjálfsögðu er hægt að
lesa i máliö hið rétta nafn, en viðkomandi
eru beðnir afsökunar á þessum glöpum.
15