Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 24. febr. 1979 — 6. tbl. TIMANS Ingíbjörg Hjörleifsdóttir Fædd: 10. des. 1915 Dáin: 9. jan. 1979 Það var á sólbjörtum degi sfðla sumars 1947, að ég kom gangandi austur Lóns- heiðiogkomaðStarmýrii Alftafirði. Fólk var við heyskap og ég hálpaði svolítiö til og gisti um nóttina. Við heyskapinn hitti ég konu og tókum við tal saman. Þessi kona var hávaxin og festuleg í fasi og bauð af sér óvenjulegan þokka i viöræðum og kynningu. Ég kunni raunar deili á henni, þar sem ég var tnl- lofaður bróöurdóttur manns hennar. Þetta var Ingibjörg Hjörleifsdóttir frá Nýbúð i Neskaupstað, sem andaðist á Borgarsjúkrahúsinui Reykjavik 9. janúar s.l. eftir margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Okkar fyrstukynni vorui þvi sögufræga héraði Halls af SIÖu, þar sem hún var fæddoguppalin. Ingibjörgfæddist á Star- mýri 10. desember 1915 og varö þvi aöeins rúmlega 63 ára að aldri. Faðir hennar var Hjörleifur Brynjólfsson, bróðir Jörundar, alþingisforseta, og móðir hennar Guðrún Jónsdóttir. Ingibjörg var innan við fermingu, þegar hún missti móður sína. Þrátt fyrir ungan aldur tók hún við forsjá heimilisins með föður sinum. Sýndi það kjark hennar og festu, sem voru ein af skapgeröarein- kennum hennar. Þá varð hún einnig, að visu löngu siöar, fyrir þeirri sorg, aö bróðir hennar, Vilhjálmur, sem var við nám á Laugarvatnsskóla, dó skyndilega. Arið 1935 fór Ingibjörg í vist til Norö- fjarðar hjá sæmdarhjónunum Eiríki Þorieifssyni og Aldisi Stefánsdóttur, sem iengi héldu rausnarheimili í Dagsbrún I Neskaupstað. Þaö var ætlun Ingibjargar að vera þar eitt ár til aö afla sér fjár til frekari menntunar. En svo fór, að i Nes- kaupstað varð hennar heimili til æviloka. Hún giftist árið 1936 hinum ágætasta manni, Birni Eirfkssyni frá Dagsbrún, og bjuggu þau fyrst I húsi tengdaforeldra minna, Guðnýjar Þórarinsdóttur og Eiriks Armannssonar, sem var hálfbróðir Björns. Arið 1947 keyptu þau Nýbúö i Nes- kaupstaö og bjuggu þar æ siöan. Heimilið i Nýbúö var um margt sér- stætt. Hjörleifur bjóhjá þeim Birni um 20 ára skeið. Ingibjörg hlúði alla tiö aö föður sinum svo til fyrirmyndar var. Hann átti stórt og verðmætt bókasafn, sem sifellt stækkaði með árunum. Viö vorum góðir vinir og man ég marga fjöruga samræðu viö hann um menn og málefni, en hánn var mjög áhugasamur um þjóðmál og hvaðeina, sem var á dagskrá i þjóðfélag- inu hverju sinni. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Guð- nýju, sem nú er viö laganám í Háskólan- um, Guðrúnu, konu Halldórs Kristinsson- ar, bæjarfógeta i Bolungarvik, Vilhjálm, rafvirkja, sem kvæntur er Jakobinu Sörensdóttur, en þau búa á Eskifirði. Þetta greinda og góðviljaöa fólk setti sterkan svip á heimiliö i Nýbúð. Ingibjörg var þeirrar gerðar, aö hún átti fjölda vina, enda var gestkvæmt á heimili henn- ar. Hún var skemmtileg, vel að sér um marga hluti ogviölesin. Samræöulist var henni i blóð borin. En hún var föst fyrir i skoðunum og hreinskilin og hreinskiptin. Hún var félagslynd og lífsskoðun hennar byggöist á félagshyggju og samúð með þeim, sem minna mega sin i lífinu. Ingibjörg tók mikinn þátt i félagsmál- um i Neskaupstað. Hún var um sinn vara- bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn, og sat stundum bæjarstjórnarfundi. Þá var hún virkur félagi i Slysavarnarfélagi tslands ogformaöur kvennadeildarinnar i Neskaupstað um nokkur ár. Hún starfaöi einnigi'kvenfélaginuNanna þar I bænum. Þá átti hún sæti i barnaverndarnefnd um nokkurntima. 011 þessi störf vann hún af stakri prýöi og miklum áhuga. Fjölskylda min og Ingibjargar hafa átt mikla samleiö um 30 ára skeið. Hefir aldrei fallið skuggi þar á. Nýbúð var alltaf opin ogeins og heimili manns. Fáum viö aldrei fullþakkað þær móttökur allar. Þaö var i senn mannbætandi og ánægju- legt að kynnast Ingibjörgu. Hún var heil- brigð i skoöunum, óvenjulega viðsýn og eðlisgreindin kom ævinlega I ljós I sam- skiptum við aðra. Mjög fjölmenn útför Ingibjargar Hjör- leifsdóttur var gerö frá Norðfjaröarkirkju og fór fram i hinu fegursta vetrarveðri. Var þaö i fullu samræmi við lifshlaup þessarar ágætu konu. Fjölmargir sakna Ingibjargar en þó þeir mest, sem þekktu hana best. Ég sendi ástvinum Ingibjargar innileg- ar samúðarkveöjur minar og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning hennar. Tómas Arnason

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.