Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Side 7
Ragnheiður Möller P. 22.8. 1909 D. 4. 1. 1979 „Mínir vinir fara fjöld”, kvaö Bólu- Hjálmar. Og þaö er hlutskipti okkar þeg- ar æviárum fjölgar, aö æ fleiri vinir og samstarfsmenn kveöja hinstu kveöju. En á kveöjustundum rennum viö huga til baka og minningar sækja á. Ég kynntist Ragnheiöi Möller fyrst áriö 1938. Fyrsta mai' þaö ár fór hiin og unnusti hennar, Jón Magnússon, siöar fréttastjóri viö Rflúsútvarpiö austur aö Selfossi I heimsókntil sýslumanns Arnesinga, sem var vinur þeirra beggja. Erindi til sýslu- manns var aö biöja hann aö gefa þau saman i hjónaband. Þaö var þeim gæfu- spor, þvi ástúö, hlýja, samheldni og skilningur einkenndisambúöþeirra, voru þáu þó næsta ólik um margt. Fjölskyldur okkar áttu töluverö sam- skipti á frumbýlingárunum ogá ég marg- aránægjulegarminningar frá þeim tima. Þaö var gaman aö fá þau hjón i heimsókn svo og vera gestur þeirra. Hlýja, gaman- semi og góövild réöi rikjum á þeim kvöld- um. A þessum árumvarfariöaögrilla I þaö, aö giftar konur ættu rétt til sjálfstæöra at hafnaog áhugamála utan heimilis. Hygg ég aö ekki hafi margir á þeim tlma haft rfkari skilning á þessum málum en Jón Magnússon. Hann tók sinn þátt I aö sinna börnunum svo konan gæti stundaö áhuga- mál si'n á sviöi félagsmála, og frekar hvatti hana en latti i þeim efnum. Þegar drengirnir þeirra voru orönir stálpaöir og hana langaöi aö afla sér kennararéttinda meö þvi aö fara i Kennaraskólann studdi Jón hana meö ráöum og dáö. kvenréttindafélagsins á Þingvöllum. Þar rikti vorhugur og áhugi var mikill. Þar var m.a. kosin nefnd til aö undirbúa skipulagsskrá fyrir Menningar- og Minningarsjóö kvenna, sem þá var veriö aö stofnsetja. Ragnheiöur var kosin I þessa nefnd og æ siöan meöan kraftar leyföu var sá sjóöur sérstakt áhugamál hennar. Þessi sjóöur, sem hefur þaö markmiö aö styrkja konur til náms, hefur merkja- sölu einu sinni á ári til ágóöa fyrir starf- semi si'na. Lengst af fór merkjasalan fram 27. september, þaö var afmælisdag- ur Brietar Bjarnhéöinsdóttur, sem var frumkvööull aö stofaun sjóösins. Merkja- söludagana var Ragnheiöur örugglega ekki mikiö heima. Hún fór strax snemma morguns og seldi merki allan guöslangan daginn og fram á kvöld. Og árum saman var sá sjóöur, sem Ragnheiöur skilaöi aö kvöldi merkjasöludagsins, langtum stærri en nokkurra annarra sem seldu og voru þó margar duglegar áhugakonur aö verki. Gleöi Ragnheiöar og stolt var mikiö þegar sjóöurinn þegar áriö 1946 gat veitt 6 konum namsstyrk. 1 skipulagsskrá sjóösins er þessi grein m.a.: „Komi þeir timar, aö konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu aöstööu til menntunar, efnalega, lagalega og sam- kvæmt almenningsáliti, þá skulu bæöi kynin hafa jafnan rétt til styrkveitingar úr þessum sjóöi.” Þær konur, sem aö þessari skipulags- skrá stóöu, eru nú horfnar af sviöi og er Ragnheiöur siöust þeirra, sem kveöur, Hún trúöi þvl fastlega aö þessi grein myndi koma til framkvæmda. —Þær kon- ur sem enn eru ungar, ættu aö minnast þeirra bjarsýnu brautryöjenda, sem sömdu þessa grein meö þvi aö láta þetta merka atriöi skipulagsskrárinnar veröa aö veruleika. Jón Magnússon, maöur Ragnheiðar, er látinn fýrir nokkrum árum. Þau hjónin eignuöust þrjá efnilega syni, Magnús, Hrafn Eövald og Friörik Pál. Ég sendi þeim innilega samúöarkveöju. Valborg Bentsdóttir. Margrét Halldórsdóttir Ragnheiður fekk snemma áhuga á mál- e&ium kvenna og gekk I Kvenréttinda- félag Islands. Þaö var þá frekar fámennt {élag. Auövitaö tók hún strax til viö aö hvetja konur til aö ganga 1 félagið og var ég meöal þeirra, sem hún bætti á félaga- skrá.1 Fljötlegavar húnkosin I stjórnKRFI og lék ótrauö til starfa viö aö efla skilning úianna á þvi, aö konum bæri sami réttur °g körlum til hvers konar starfa og viöur- henningar i þjóöfélaginu. Hún var eld- hugi, sem við hægfara áttum ekki alltaf samleiö meö. En hún var ekki uppnæm fyrir aöfinnslum og afvopnaöi okkur sila- ^eppi meö jafnlyndi sinu og góövild. Voriö 1944, skömmu eftir að lýöveldiö var stofnað, var haldinn landsfundur 'slendingaþættir Nú hefur þú lokiö þinu stóra ævistarfi, Margrét min, og nú brestur mig orð til aö kveðjaþig sem ég vildi. Þess vegna ætla ég nú að endurtaka brot af litlu ljóði, er ég fyrir mörgum árum ávarpaöi þig meö, I nafni minu og fleiri sjúklinga. Þú hjúkrar eins ogmóðir, mild og bliö, svo mjúkhent hverja þraut aö lina og bæta, og þegar einhvern angrar hugans striö, þá áttu bros, er vesalinginn kæta, þú breiðir frá þér birtu og kærleiksyl, þin bregst ei hönd til liknar hverju sári. Þannig varstþú.Margrétmin, og miklu meiri og betri en orö fálýst. Nú kveö ég þig i siðasta sinni, þin samúö styrkti og gladdi mig. Þú varst sem ljós á vegferö þinni, er vermir allt i kring um sig. Og þó aö æstar öldur risi, þá er vort lif i Drottins hönd. Ég biö aö náö hans veg þér visi aö vonarinnar björtu strönd. Guörún Guömundsdóttir frá Melgeröi. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.