Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 6
Karl Emil Gunnarsson „Vinir berast burt me& timans straumi. Það er bláköld staðreynd, sem ekki verður umflúin. Og nú hefur timans straumur hrifið enn þá einn samferða- mann og vin okkar Húsvikinga brott úr hópnum. Drengskaparmaöurinn Kalli i Dvergasteini er látinn. Meö honum hvarf af sviðinu einn af bestu og traustustu borgurum Húsavikur bæjar. Karl Emil Gunnarsson hét hann fullu nafni, en best var hann þekktur meðal samborgaranna undir nafninu Kalli i Dvergasteini. Það nafn lét vel i eyrum allra þeirra er manninn þekktu. Karl var fæddur á Vargsnesi i Náttfara- vikum 22. febrúar árið 1900. Hann andaö- ist i sjúkrahúsi Húsavikur 10. febrúar s.l. Útför hans var gerð frá Húsavikurkirkju 24. febrúar. Foreldrar Karls voru hjónin Gunnar Jósefsson og Guðrún Jónsdóttir búandi á Vargsnesi. Þau hjón áttu margt barna, en ekki mun þar hafa verið annar auður i garði. Þegar Karl var tveggja ára fluttu for- eldrar hans með barnahópinn til Húsavik- ur. Sjö ára gamall missti Karl móöur sina, fór hann þá til fósturs hjá móöursyst ur sinni, Unu Jónsdóttur, og manni henn- ar, Sigurbirni Guönasyni, er þá bjuggu á Bangastöðum á Tjörnesi, en siðar á Auð- bjargarstöðum i Kelduhverfi. Mjög kært var með Karli og Unu fóstru hans og i skjóli hennar og manns hennar óx hann upp til að verða hið gjörvulegasta karl- menni. A Bangastö&um og Auöbjargar- stöðum er mikil náttúrufegurð, þar lágu æskuspor Karls og ég hygg að hann hafi verið tengdur þeim slóðum sterkum tilfinningalegum böndum. Karl hlaut uppeldi, sem honum og mörgum, sem úr grasi uxu upp úr si&ustu aldamótum og reyndist hollt, aö liða ekki skort, en spillast þá heldur ekki af ofgnótt svo sem nú mun vera alltitt. Hann lærði aö i viöræðum hans var starfiö i Mjólkur- samlaginu honum allt. Reiöar sýndi það i ýmsu, þótt dulur væri og fáskiptinn i eðli sinu, hve mikla um- hyggju hann bar fyrir börnum mágkonu sinnar, sem voru þar daglegir gestir, eins og það væru hans eigin börn og dáðu þau hann eins og sina nánustu. Þótt Reiöarflytti Ur húsi móöur sinnar i sitt eigið, kom ekki sá dagur aö hann kæmiekki tilhennarogsásvoum aðhana vanhaga&i ekkert. Það er erfitt aö skilja þaö, er svo góöir ogdugmiklir mennnhverfa frá okkur svo ungir. Enginn veit sina ævi fyrr en öll er. Mágkonu minni flyt ég samúðarkveöjur og biö Guö aö vera með henni og gefa henni styrk. Blessuð sé minning hans og megi hann hvila I friöi. Birgir Gu&mundsson 6 snemma að taka höndum til verka, verða óhlifinn við sjálfan sig og gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sin. Nokkru innan við tvitugsaldur fluttist Karl til Húsavikur, og stundaði þar sjómennsku á sumarvertiðum á úti- legubátum, en siðari hluta vetrar jafnan selaróðra með Jóni Sörenssyni, hinni al- kunnu selaskyttu. Efar vist enginn, sem mennina þekkir, að þar hafi stundum verið lagst þungt á árarnar, er sótt var á sel. Áriö 1923 kvæntist Karl ágætri konu, Dagrúnu Jónsdóttur Friðfinnssonar og Aðalbjargar Benediktsdóttur. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau i leiguhúsnæ&i á nokkrum stöðum i Húsavik, en um 1930 reistu þau hjónin húsið Dvergastein, sam- byggt eldra húsi með þvi nafni. Þaö var I mikiö ráðist fyrir eignalitlar manneskjur á kreppuárunum, sem þá gengu yfir. Þá voru heldur engir lánasjóðir, til, sem frumbýlingar, er hugðust byggja yfir sig, áttu innangengt i. Og þá var heldur engin verðbólga til að greiöa niður þær skuldir er til var stofnað. Með dugnaði og hagsýni tókst þeim hjónunum aö kllfa skulda- hamarinn og eignast eigin Ibúð. Dverga- steinn stendur framarlega á Beinabakka, og úr vesturgiuggum hússins er ágætt út- sýni yfir Húsavikurhöfn og Skjálfandaflóa til Kinnarfjalla. Við þá fögru sjón veit ég aö Karl hefur unað sér vel á björtum og friðsælum vor og sumarkvöldum, eftir langan og strangan vinnudag. 1 Dverga- steini bjuggu þau hjónin þar til heilsa þeirra brast fyrir nokkrum missirum og þau urðu aö fara i sjúkrahús til langdval- ar.,1 Dvergastein var gott að koma, enda var þar oft gestkvæmt, þó íbúðin væri ekki stór var hjartarúmiö þvi meira. Til starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga réðst Karl árið 1949 og vann hjá þvi meðan kraftar entust. Hann hafði i fyrstu á hendi afgreiðslu skipa, en vann þess á milli i pakkhúsum félagsins. Skipa- afgreiðslan var ábyrgðarmikið og eril- samt starf, þvi skipin voru löngum af- greidd jafnt á nótt sem degi. Starfið rækti Karl af mikilli kostgæfni svo aldrei skeik- aði þar neinu, og svo var raunar um hvert það starf, sem hann leysti af hendt. Væri honum falið ákveðið verk mátti alltaf treysta þvi að það var i góðum höndum. Þegar Karl lét af störfum við skipaaf- greiðsluna vann hann nokkur ár I járn og glervörudeild kaupfélgsins, en siðan hjá Oliusöludeild svo lengi sem starfskraftar entust. Þar reyndist hann sami holli og trausti starfsmaðurinn og annars staðar. Góður félagsþegn var Karl hverju þvi félagi, sem hann var i. Allmörg ár var hann gjaldkeri Ekknasjóðs Húsavikur og rækti það starf af alúð og kostgæfni. 1 karlakórnum Þrym söng hann I mörg ár og naut vissulega þess starfs. Mun hann ekki hafa vantað á margar æfingar kórs- ins væru ekki einhver alveg sérstök for- föll. Hjónaband þeirra Karls og Dagrúnar var gott og farsælt. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll eru nú góðir og virkir þjóðfélagsþegnar. Börn þeirra eru: Aðal- björg Vilfriður, gift Ólafi Halldórssyni v handritafræðingi, Gunnar Sigurbjörn kjötiðnaðarmaður i Reykjavik kvæntur Kolbrúnu Karlsdóttur og Georg Jón deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga kvæntur Málmfrlði Sigtryggsdóttur. Ég og kona min áttum þvi láni að fagna, aö eiga Karl og Dagrúnu að nágrönnum og vinum um rösklega fjörutiu ára skeið, þess tima er gott aö minnast og hann er vert að þakka. Þær eru ótaldar ferðirnar sem Dagrún átti yfir götuna að lita til konu minnar i löngu veikindastriði henn- ar, þær ferðir veröa aldrei að fullu þakkaðar. Ég minnist Karls, þegar hann glaöur og reifur gekk til verka meðan starfsþol og heilsa var óbiluð, þar var ekkert fum eða Vettlingatök. En þegar heilsan bilaði og hann varð aö láta af störfum, virtist mér sem á hann félli herfjötur, og vist held ég að þegar svo var komið, hafi dagarnir orðið honum langir og érfiðir. Mér finnst ástæða tii þess að gleðjast yfir þvi aö nú hafa þeir fjötrar rofnaö. Okkur er kennt og við trúum þvi að bak við þau landamæri, sem skilja milli lifs og dauöa, biði þeirra er straumur timans hrifur úr hópnum nytt athafnasvið, þar sem persónuleiki hvers einstaklings fái notið sin. Með það i huga verður hvarf sam- ferðamannanna og vinanna úr hópnum ekki örvæntingarefni. Ég mun ætiö minnast Kalla I Dverga- steini sem hins bjargtrausta manns og gulltrygga vinar. Dagrúnu og öðrum ástvinum hans votta ég samúö mina. Þórir Friögeirsson Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.