Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 8
80 áxa Elísabet Óladóttir Klukkan tifar og telur minútur, klukkutima, dægur og sólarhringa, sem svo aftur telja vikur, mánuði og ár. — Þannig liður timinn án þess að við verðum hans áþreifanlega vör. A sama hátt liður ævi sérhvers manns. Aratugirnir færast yfir einn að öörum án þess við gefum þvi verulegan gaum. begar á liður ævina set- ur þessi straumur timans þó sýnileg áhrif og mörk sin á útlit, starfsþrek og heilsu hvers, sem háum aldri nær, svo að eftir er tekið. Er það þó misjafnt hvernig einstaklingar bera ellina hver um sig. Vinir og ættingjar fylgjast með þessari framvindu sins fólks. Við áratuga skil er oft sá háttur hafður á, að s'etjast niður, lita um öxl, rifja upp liðna áfanga og minnast þess, sem hefur gerst i lifi og samskiptum við samferðamennina, þakka það sem liðið er jafnframt þvi sem rýnt er inn i það óorðna. Meðan klukkan var að tifa og telja út siöustu daga siðastliöins árs var ein kona úr hópi sveitunga minna að feta sig yfir á nfunda áratuginn. Þessi kona er hún Elisabet Öladóttir frá Ingólfsfirði. — Viö þessi áratugaskil i lifi hennar langar mig að staldra við og minnast hennar með nokkrum orðum. Að visu sendi ég og fjöl- skylda mfn henni skeyti á afmælisdaginn og konurnar i sveitinni sendu henni blóm- vönd með heillaósk og þakkarkveðju fyrir liðin ár. En úr þvi ég hefi stöku sinnum borið við að minnast timamóta i ævi annarra vina minna og sveitunga á opin- berum vettvangi ,þá finnst mér ég ekki geta með góðri samvisku afgreitt þessi timamót í ævi hennar með einu saman simskeyti og læt þvi verða af þvi nú þó nokkuö sé umliðið. Fáar manneskjur eru mér nákomnari en hún fyrir utan fjölskyldu mlna, þar sem viðerum tvöföldum tengdum bundin, þvi hún er eina systir konu minnar og kona Jóns bróður mins. Milli heimila okk- ar voru þvi sterk tengsl og góð allt frá frá fyrstu kynnum og hafa haldist óbreytt þó fjarlægð hafi skilið okkur að nú i rúman áratug. Mér finnst lika að ég eigi henni meira upp aö inna og meira aö þakka en nokkrum öðrum. Hafa þó margir gert vel til min og ég i óbættri þakkarskuld við fjölmarga samferðamenn mina, skylda og óskyida. Elisabet er fædd i Munaðarnesi I Arnes- hreppi 29. desember 1898. (1 Stranda- mönnum séra Jóns Guönasonar er hún talin fædd 28. des., en foreldrar hennar 8 töldu hana f. 29. og mun það vera rétt). Arið 1903 fluttust foreldrar hennar aö Ingólfsfirði og bjuggu þar upp frá þvi til dánardægurs. Þar ólst hún upp með foreldrum sinum og systkinum og átti þar óslitið heima i 62 ár. Þau Öli og Jóhanna eignuðust 12 börn. Af þeim komust ekki nema 7 til fullorðinsára, 5 synir og 2 dæt- ur. Af þeim eru nú aðeins 3 á lifi, þær syst- urnar og Ólafur, sem hefur verið sjúkling- ur frá þvi á tvitugsaldri og dvelur nú á Elliheimilinu Grund i Reykjvik. Þau Ingólfsfjarðarhjónin voru fátæk alla sina búskapartið, en komust þó af án þess að þurfa að leita til sveitarinnar, enda var það ekki gert fyrr en allar aðrar bjargir voru bannaðar. Þvi viö lá frelsis- og mannréttindaskerðing, sem illt var undir aö búa. Börnin fóru þvi aö fara aö heiman eins fljótt og kraftar leyfðu til að létta á heimilinu og vinna fyrir fæöi sinu og einhverri spjör utan á kroppinn. Um annað var ekki að tala þar sem börn og unglingar áttu i hlut. — Þessa sögu þekkir nútimafólk ekki nema af afspurn og sögnum þeirrar eldri kvnslóðar, sem nú er sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu, og trúir varla. En svona var þetta og nokkuð almennt. — Elisabet var þvi ekki gömul þegar hún fór aö fara að heiman til aö vinna heimilinu það gagn, sem hún mátti og talið var að þvi kæmi best. Fyrst lá leiö hennar á ýms heimili hér innan sveitar, þar sem þörf var fyrir aðstoð við heimilis- hald og önnur verk. Slðar, með meiri þroska, var leitað á aðrar og fjarlægari slóöir. Þannig var hún i vetrarvist hjá Asgeiri Péturssyni útgerðarmanni og konu hans, á Akureyri. Tvo vetur var hún hjá Steinunni Mýrdal og Sigurjóni manni hennar, i Hafnarfirði. — í raun og veru voru vistir á slikum heimilum nokkurs konar skóli fyrir ungar stúlkur, i heimilis- haldi og umgengni við fólk um leið og þær vikkuðu sjóndeildarhringinn, veittu þroska og unnið var fyrir nokkru kaupi. Reyndist þetta mörgum stúlkum góður skóli, sem þær bjuggu að upp frá þvi og kom að góðu haldi þegar eigin heimili var stofnað. Svo var þetta um Elisabetu. — Alltaf átti hún heima i Ingólfsfirði og var oftast heima á sumrin. bó var hún nokkur sumur i kaupavinnu. Eitt sumar var hún t.d. á Reynistað i Skagafiröi hjá Jóni Sigurössyni alþingism. og konu hans, Sigrúnu Pálmadóttur. Voru þær þar báð- ar systurnar samsumars. Ekki lá það þó fyrir þeim að veröa skagfirskar stór- bændakonur. Heim héldu þær um haustið, með skipi til Hólmavikur, en þaðan land- veg, gangandi yfir Trékyllisheiði með pjönkur sinar á bakinu og sumarkaupið, sem lagt var til þarfa heimilisins. Má vel við það una. Báðar hafa þær skipað hús- freyjusess i heimasveit sinni meö sóma i áratugi. Sumariö 1925 gekk hún aö eiga Jón Val- geirsson frá Norðurfirði bróöur minn. - Settust þau þá aö búi i Ingólfsfirði I ábúð Jóhönnu móður Elisabetar, sem þá var orðin ekkja og öldruð, en hafði áfram ábúð á Ingólfsfirði, sem er rikiseign. 1 Ingólfsfirði bjuggu þau I 40 ár við batn- andi hag, myndarskap og mikla rausn. Jón var mikill athafnamaður til sjós og lands. Jörðin tók miklum stakkaskiptum i búskapartið þeirra. bau eignuðust 8 börn. Af þeim dó einn piltur I frumbernsku. Hin eru öll á lifi og búsett sunnan lands. Eru afkomendur þeirra orðnir margir. Elisa- bet kom vel að sér börnum hvar sem hún var, áður en hún giftist, þar sem hún var á heimilum. Hrein barnagæla. Eftir að barnabörnin komu til sögunnar voru þau mikið hjá afa og ömmu og skorti ekki at- læti. Hefur jafnan veriö barnmargt I kringum hana. Og enn leita þau i skjólið til hennar þó örðugt sé nú oröið að sinna þvi. — Ariö 1965 brugðu þau hjónin búi eft- ir 40 ára búskap i Ingólfsfirði og fluttu Framhald á bls.7 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.