Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1979, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1979, Blaðsíða 4
Þórarinn Guðmundsson Fæddur 27.3.1896 Dáinn 25.7. 1979 Meö frdfalli Þórarins Guömundssonar er lokiö merkum kafla islenskrar tón- menntasögu. Hann er fyrsti atvinnufiölu leikari íslands. Svo stutt er okkar þróunarbráut. Einstaka tómstundaspilari haföi rutt honum leiö, án þess þó aö um fyrirmynd væri aö ræöa. Má þar nefna Jónas Helgason, Einar spillemann og ýmsa danska aökomumenn en einn hinn siöasti þeirra var Fredriksen slátrari. Þórarinn nemur fiöluleik á konserva- tóriunni i Kaupmannahöfn eftir aö hafa heima lært undirstööu hjá Henriétte Brynjólfsson. Þar meö fylgdu önnur skyldufög, svo sem pianóleikur, hljóm- fræöi, músiksaga og kammermúsik. Meö honum við múáiknám var bróðir hans Eggert Gilfer, skákmaðurinn alkunni. Ber þaö Þórarni fagurt vitni, hve annt hann lét sér ávallt um þennan einhleypa bróöur sinn, sem var útlærður organisti meðgóöu prófi, spilaöi meö honum á kon- sertum, á gildaskálum og I útvarpi. Svo samrýmdir voruþeir, þó aö frami þeirra væri æði ólikur. I Kaupmannahöfn hélt móöir þeirra bræöra, Þuriöur Þórarinsdóttir, um stjórnvölinn oggætti sona sinna. En faöir þeirra, Guömundur Jakobsson hafnar- vörður, annálaöur hagleiksmaöur viö hverskyns smíðar, einnig fiölusmiöi, varö eftir I Reykjavik. Sýnir þessi ákvöröun foreldranna óvenjulegt framtak og fórnarvilja. Þegar Þórarinn hefur nám sitt, er Island tónmenntalegaséö, enn þá ónumiö land. Músik sem menningarþáttur er óþekkt fyrirbæri, Fögur list en mögur, er viðkvæöiö, og úrtölur eru tiöari en hvatn- ing, þegar tónlistarstörf erurædd. Ekkert megnar þó að breyta fyrirætlun foreldra ogákafri löngun drengsins, sem þá er að- eins 14 ára aö aldri. Fyrir tilsögn úrvals kennara eins og Anton Svendsen, Otto Malling, Axel Gade, Peder Möller og siöar Heinrich Schachtebeck i Leipzig tekst Þórarni að heyja sér þann foröa kunnáttu, bæöi í fiöluleik, pianóleik og hljómfræöi,sem þroskarog eflir þá miklu hæfileika, sem honum voru meöfæddir. Eftir fjögurra ára nám heldur Þórarinn heim aftur áriö 1914. Ekkert fast starf sem hljóöfæraleikari er þá til i landinu. Eftir sjálfstæöa hljómleika veröur margskonar lausavinna aöalathvarf Þórarins. Hann spilar á dansleikjum, viö jaröarfarir, viö leikhússýningar, á veitingahúsum og viö biósýningar. Auk þess stjórnar hann söngkórum og annast kennslu i einkatimum. öll þessi íhlaupa- vinna er erilssöm. En Þórarinn er léttur I spori og léttur I lund. Viðbrigðin frá Kaupmannahöfn eru þó geysimikil, ogtilbreytingaleysiog fásinni valda honum oft vonbrigðum. Samt gef- ur hann endanlega upp áform um búsetu með framandi þjóö. Þaö veröur landi til láns. —Meöfrekara framhaldsnámi hefði Þórarni vafalaust tekist aö vera heims- frægur einleikari, svo söngrlkur var tónn hans, svo fyrirhafnarlitil voru honum öll gigjugrip og bogans brögö. En þá heföi ættjöröin ekki notiö krafta hans og braut- ryöjendastarfs sem uppalanda. ísland heföi máské eignast sinn Kreisler en engan fiölukennara. Og viö þáverandi aö- stæöurvar þjóöinni meiraumvert aö eiga landsföðurlegan fiölara en farandvirtúós. Tvimælalaust má þvi telja Þórarin, meö þjóönýtu kennslustarfi sinu, einn meöal merkustu Islendinga þessarar aldar. Hann kynnir fiöluna sem eitt hiö undraveröasta hljóöfæri allra tima og el- ur upp tvær kynslóöir nemenda, er veröa stofn aö fjölskrúöugum samleik vaknandi tónmenntalifs. Kjarni núverandi konserthljómsveitar er árangur af ævi- starfihans. Og mörgislensk tónskáld eiga haldleiðslu hans mikiö aö þakka. Sem lagahöfundur er Þórarinn lands- kunnur. Enda þótt metnaöur hans beind- ist ekki aö oröstir tónskálds, hefir honum auönast aö skapa söngstef,-. sem gjarna gleöja hvers manns hlustir. Hann hittir þann tón sem án allra heilabrota túlkar gleöi og þrá I látlausu formi. Fögnuöur tjáningar er honum rikari en hvers kyns tregi, gaman yfirgnæfir alvöru. Sem sannur músikant syngur hann af hjartans lyst, laus viö allar efasemdir, fjarri öllum fræöilegum útreikningum. Þannig bera lög hans vitni hugarkæti og fölskvalausri tilfinningu þess manns, sem Hávamál lýsa svo: Glaður og reifur skyli gumna hverr. Enda þótt Þórarinn segðist ekki vera mikill félagsmaöur og hafa óbeit á pólitik, þá eru þó afrek hans á sviði ýmissa al- mennra samtaka sögulegur kapitúli. Hæst ber þar stofnun Hljómsveitar Reykjavikur áriö 1921, sem Þórarinn stjórnaöi fyrstur allra, bæöi sem for- maöur og hljómsveitarstjóri. An tilkomu hans heföi slíkur flokkur svo snemma ekki ýtt úr vör. Þetta var fyrsta hljóm- sveit íslands og undanfari allra siöari samleikshópa klassiskra hljóðfæra. Atta árum siöar, á sumardaginn fyrsta 1929, hefir Þórarinn æft efnisskrá meö 20 nemendum sinum og stjórnar á hljóm- leikum þessari nýstárlegu barnahljóm- sveit. Svo mörg fiöluleikandi börn höföu hér aldrei fyrr saman komiö á konsert- palli. Varþettaþá,ogerreyndar enn, ein- stæöur viöburöur og mikil hvatning upp- rennandi viöleitni i tónlistaruppeldi. Þannig var Þórarinn merkisberi i félags- legum samtökum, bæði meöal upp- vaxandi og fullvaxinnar kynslóöar. Sem starfsmaður Rikisútvarpsins frá byrjun þess hvildi mikill hluti lifandi músikflutnings á herðum Þórarins. Hér lékhanniöulega einn og meö öðrum, bæöi i trkii, kvartett og i hljómsveit útvarps- ins, sem hann svo stjórnaði, er liðsmönn- um fjölgaöi. Var hann ætiö vinsæll og vin- margur I samstilltum hópi hljóöfæraleik- ara. Og þegar viö, nokkrir meölimir I FIH, stofnuðum Hljómsveit félags Is- lenskra hljóöfæraleikara áriö 1944, gerö- ist hann fúslega konsertmeistari. Sam- starfsvilji Þórarins kom þá ekki siöur fram viö stofnun Félags Islenskra tónlist- armanna áriö 1940, en þar gegndi hann fyrstur manna formannsstörfum. Af framanskráöu má ráöa, hve marg- vfct hefir veriö ævistarf Þórarins. Þrátt fyrir oft æöi langan vinnudag, var hann jafnan skapléttur. Lifskraftur hans var ótrúlega mikill, og spaugsyröi voru hon- um ávallt tiltæk. Aö eölisfari var hann bjartsýnismaöur, kátur i lund og ljúfur I viömóti. I kennslustundum minum hjá Þórarni minnist ég þess aldrei, að hann yröi 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.