Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Page 1
ÍSLENDING AÞftTTI R Laugardagur 18. ágúst 1979 — 27. tbl. TIMANS Magnús Árnason frá Tjaldnesi F. 18. jiíni 1893 D. 23. júni 1979. Foreldrar hans voru Arni Snorrason frá Alftartungu á Mýrum vestur og kona hans Kristin Magniisddttird. 1944 83 ára, Jdns- sonar hreppstjóra og fræðimanns I Tjaldanesi, Dalasýslu. Magnús hreppstjóri, afi Magnúsar Arnasonar, var landskunnur fræðimaður, sem afritaði fjölda handrita af mikilli vandvirkni. Hann var sonur hjónanna Jóns hreppstjóra Ormssonar i Króks- fjarðamesi og siðar að Kleifum i Gilsfirði og konu hans Kristinar Eggertsdóttur stórbónda og hafnsögumanns I Hergilsey á Breiðafirði. Kona Magnúsar,fræðimanns Jónssonar i Tjaldanesi, var ólöf Guðlaugsdóttir Sig- urðssonar prests Þorbjarnarsonar frá Lundum i Stafholtstungum Ólafssonar himnasmiðs. Séra Sigurður var aðstoöar- prestur tengdafööur sins, séra Guðlaugs prófasts i Vatnsfirði Sveinssonar, og eftir lát séra Guðlaugs var séra Sigurður um skeið prestur i Vatnsfiröi. Kona Magnúsar heitins Arnasonar, Lára d. 1922 30 ára, Lárusdóttir Jónssonar frá Kjallagsvöllum i Saurbæ. Byrjuöu þau búskap að Saurhóli i Saurbæjarhreppi 1917, en eftir lát sinnar ungu konu fluttist Magnús að Tjaldanesi og var bóndi þar 1928-34 og hefur átt þar heima siðan. Börn þessara heiðurshjóna voru þessi: Guðrún Ester, átti Hjört bónda og smið Guðjónsson að Fossi i Saurbæ, börn þeirra eru Lára Ingibjörg, Guðmundur Vikingur, Jón ólafur, Steingrimur og Kristin. Asthildur Kristin Magnúsdóttir átti Sigurð Lárusson rafvirkjameistara I Tjaldanesi og Reykjavik. Börn þeirra þessi: Magnús rafvirkjameistari, dó ungur að árum, hinn prýðilegasti mann- dómsmaður, kona hans, Vilhelmina Þór, dóttir séra Þórarins Þór prests á Patreks- firði, áttu 3 börn. Hólmfriður Sigurðardóttir gift og á börn. Kristjón Sigurðsson rafvirkjameistari i Búðardal kvæntur og á börn. Lára Sigurðardóttir gift og á barn. Ketilbjörn Magnússon frá Tjaldanesi, nú búsettur i Búðardal, sonur hans Benedikt Ketilbjarnar i Búðardal. Lárus Magnússon, ógiftur, nú búsettur i Stykkishólmi, mætti kalla hann þúsund- þjalasmið. Magnús Arnason frá Tjaldanesi, hinn látni heiðursmaðu'r, var af hinum bestu ættum og I þvi sambandi mætti minna á, að hann var afkomandi hinna gömlu kaþólsku biskupa á Hólum I Hjaltadal, þeirra herra Gottskálks Nikulássonar og herra Jóns Arasonar d.eftir 1500. Þá var hann afkomandi herra Guðbrands Þor- lákssonar Hólabiskups og þeirra herra Odds Einarssonar og herra Gisla Jóns- sonar Skálholtsbiskupa, og svo mætti lengi telja og þyrfti tæplega ættfræöing til. Magnúsheitinn Arnason stundaöi öll sín störf af kostgæfni,sem bóndi og siðar sem múrari, sem hann fékk full réttindi til aö stunda, og ýmis önnur þjóðnýt störf, sjálf- um sér til sóma og þjóðinni til hagsbóta. Hin siðari ár var heilsan orðin tæp og sjónin um það bil farin. Magnús andaðist á Stykkishólmsspitala 23. júni sem fyrr segir og var jarösunginn að Staðarhóls- kirkju laugardaginn 30. júni sl., og fékk þar með langþráöa hvíld eftir langa og erilsama ævi. Skarð er nú fyrir skildi, þar sem minn dugnaðarfrændi er nú allur. 1 þvi dettur mér i hug partur úr kvæöi eftir skáldið okkar góða og vinsæla Stefán frá Hvita- dal, og á það vel við, þótt nú sé sól og sumar, þvi frændi minn hafði lengi veriö sjúkur og næstum misst sjón sína. Þið auðn og myrkur þið I mig náiö þvl lampinn er tæmdur og ljósið dáið. Þaö er vetur i landi og veðragnýr og sál mln næðir og svefninn flýr. Ö, láttu Drottinn þitt ljós mér skina og sendu frið inn i sálu mi'na. Ó, vertu mér Drottinn I dauða hlif. Égbið þigekki framar um bata ogllf. Ég sendi frændfólki minu aö vestan innilegustu samúöarkveðjur. Við frændur hans og vinir biðjum honum Guðs friðar. þar sem hann nú dvelur handan landa- mæra lifs og dauöa. Að siöustu, sem hin gömlu Hávamál segja: Deyr fé / deyja frændur / deyr sjálfur ið sama / en orö- stirr / deyr aldregi / hveim sér góðan getm\ Arni Ketilbjarnar frá Stykkishólmi.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.