Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 6
Brynjólfur Sigurbjörnsson Fæddur 4. janúar 1898. Dáinn 2. mai 1979. Glaöur og reifur skyli gumna hverr unz sinn blour bana. Þá koma mér þessar setningar úr háva- málum i hug er ég minnist Brynjólfs bónda Sigbjörnssonar á Ekkjufelli. Hann var þannig geröur að hann kunni, eöa vissi hvernig bregðast skyldi viö hverju einu sem að höndum bar og leysa þurfti. Honum brá hvorki viö vá né bana, enda var hann vel búinn aö likamlegu og and- legu atgervi. Hann var afrenndur aö afli en lét litiö á þvi bera, en það mun hafa verið á fárra færi aö fást við hann ef svo bar undir. Til átaka stofnaoi Brynjólfur aldrei, drengskapur hans og góðmennska réðu öllum viðskiptum hans vib aðra menn, en illa þoldi hann ef hann sá órétt haföan f frammi viö þá er minni máttar voru, var hann þá búinn til þess að rétta þeirra hlut. Brynjólfur var glæsimenni hiö mesta, vel meðalmaöur á vöxt og mjúkur I öllum hreyfingum. Var allra manna hjálpfúsastur ef hann mátti þvl við koma og var I blóð borin hin geðþekkasta framkoma I umgengni við aðra menn. Við hér á Helgafelli höfum nú búiö i ná- grenni viö Brynjólf I meira en 40 ár. Betri nábúa en Ekkjufellsfólkiö gætum við vart hafa fundið. Við þekkjum hjálpsemina á frumbýlisárum okkar hér á Helgafelli. Við þekkjum gestrisnina og góðvildina sem hverjum þeim mætti, að garði bar á Ekkjufelli. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst þvl ágæta fólki og fundið þann hlýja hug sem það hefir boriö til min og minna. Ég hygg að það sé mikils um vert að sneiða hjá árekstrum við samferða- mennina, og tel að Brynjólfi hafi tekist það fádæma vel, enda naut hann vináttu og virðingar sinna samferðamanna. Brynjólfur á Ekkjufelli var fæddur á Breiðavaði i Eiðaþinghá, sonur hjónanna Sigbjörns Björnssonar frá Ekjufelli og Margrétar Sigurðardóttur bónda á Sörla- stöðum i Seyðisfirði og siðar á Breiöavaði. Kona Björns, móðir Sigbjörns á Ekkju- felli, var Aðalbjörg Guömundsdóttir Hinrikssonar bónda á Hafúrsá I Skógum. Móðir Björns hét Ingibjörg Bjarnadóttir Eyjólfssonar bónda á Útnyrðingsstööum. Arið 1902 flytjast foreldrar Brynjólfs og fjölskyldan öll frá Breiðavaði I Ekkjufell i Fellum, sem þá losnaði úr ábúð. Sigbjörn keypti þá Ekkjufell og Ekkjufellssel af Sölva bróður sinum sem áður hafði keypt af systkinum sinum og komið þannig á eina hönd. Brynjólfur ólst eftir þab upp á Ekkju- felli ásamt systkinum sinum 9 að tölu sem til aldurs komust. Þau voru Guðbjörg, gift Magnúsi Þórarinssyni, bjuggu i Hamra- garði I Eiðaþinghá, Sigurður, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttir frá Ekkjufells- seli, þau voru bræörabörn, bjuggu á Reyðarfirði, Aðalbjörg, giftist ekki, en átti eina dóttur, búsett i Reykjavik, Kristin, giftist Eiriki Sigurðssyni kennara frá Hjartarstöðum, siðast búsett I Reykjavik, Sigrún, giftist Halldóri Jóns- syni kaupmanni á Seyðisfirði og vlðar, höfuðstað Kanada, Þrúði litunarverk- stjóra á Alafossi og Hilmi kranastjóra á Akureyri, og tiu barnabörn. 3. Auðbjörg Steinunn fædd 1923, hUs- frU i Reykjavfk. Hún á Jón Ingvarsson bæjarstarfsmann og Eirik smið einan barna. 4. Sólveigfædd 1925,hUsfrU á Alafossi. Hún á Guðjón Hjartarson verksmiðju- stjóra þar og þrjúbörn: Sigurð, Mörtu og Pétur. 5. Jónas Geir fæddur 1931, verslunar- maður á Rauðalæk og bóndi á Brekk- um. Hann á Guðnýju Þorvaldsdóttur og þrjú börn: Sigriði hUsfrU á Rauða- læk, Ragnheiöi, Sigurö og eitt barna- barn. Ragnheiður dóttir hans ætlar I vor að hefja bUskap á Brekkum. HUn er sjöundi ættliður Brekknaættar, sem hófet meö Margréti Runólfsdóttur fyrir 163 árum. Sigurður og Marta á Brekkum bjuggu samfleytt 37 ár þar. Fyrir 24 vetrum brugðu þau búi, en sátu kyrr I góðri sambUð við son sinn og tengda- dóttur. Siguröur Guðmundsson var greind- ur maður, minnugur á fólk og atvik — allt f rá aldamótum. Fróður um margt og sagði flestum skemmtilegar frá. Hann var hófsamur á allan munað, en örlátur á allan greiða við heimafólk og hvernsem að garði bar. Frjálslyndur frá ungum aldri, eins og faðir hans. Samvinnu- og framsóknarmaöur lengstum langrar ævi. III. A miðju vori 1930 stofnuöu 20 Holta- menn sitt litla kaupfélag. Von þeirra var, að þannig samtök mættu létta þeim þungan róöur á harðri krepputið. SU von sýndist veröa aö sveitartrU. I félagið gengu á fáum árum flestallir bændur i Holtum „ofan ósa", margir Landmenn og fólk Ur flestum sveitum Rangárþings. Félagsmenn urðu um það bil 300 talsins. Það dæmdist á mig oviðbUinn, að móta verslun Kaupfélagsins — og stýrahenni, framanaf við harla þröng- an hag. Félagið fékk hUsaskjól i Rjómaskála við Rauðalæk og hóf þar verslun sina. Hins vegar skorti það al- gjörlega hUsnæöi fyrir þá, sem hjá þvi unnu. Sigurður og Marta á Brekkum leystu þann vanda þess. í mörg ár hýstu þau og fæddu okkur tvo og þrjá starfsmenn félagsins. Þegarég slöanstofnaðiheimili I hUsi kaupfélagsins, gafu þau mér til ævi- fylgdar bestu dóttur sina. LjUfa hUs- móður hverjum manni og afbragös góða móður barna minna. Siðar þjösnuðu skithælar mér Ur þjónustu Kaupfélagsins, þegar börn- um okkar gegndi verst. Þaö voföi yfir þeim, að rífast með rótum upp Ur bernskuhögum — og kastast I soll og göturyk Reykjavlkur. Þá skutu þau Brekknahjón I nokkur ár skjólshúsi yfir okkur, til hreinnar blessunar ungum börnum okkar. Aö henni búa þau líklega ævilangt. Það er eigi seinna vænna, að þakka Brekknahjónum. Ég þakka þeim kærlega fyrir Kaup- félagið. En margfalt betur má ég þakka fyrir mig og börn min. Helgi Hannesson. tslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.