Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 7
móðir Halldórs var systir Sigbjörns á Ekkjufelli, Einar bóndi i Ekkjufellsseli, kvæntur Jónu Jónsdóttur Hnefils bónda á Fossvöllum, Þórunn, giftist Guöna Jóhannssyni bilstjóra, bjuggu á Reyðar- firði, Sigurbjörg, giftist Hákoni Sigurös- syni, bjuggu á Seyðisfirði, Baldur, efnis- maður mikill, drukknaði ungur að aldri I Lagarfljóti 1936.Afkomendur þessara systkina eru nú margir orönir og kann ég ekki tölu á þeim. Þessi systkini voru öll myndarleg og glæsileg svo aö af bar. Það var oft glatt á hjalla á Ekkjufelli i þeirra hópi. Þar er húsrými allgott eftir þvi sem gerist i sveitum. Voru þar þvi oft haldin þorra- blót hinar árlegu samkomur sveitarinnar áður en félagsheimili reis. Fleiri sam- komur voru þar haldnar, þar sem fólkið i sveitinni kom saman og skemmti sér við leik og dans. Voru þau Ekkjufellssystkini potturinn og pannan i þessum gleðskap og hrókar alls fagnaðar. Fyrir kom það, að þau æfðu og léku stutta leikþætti s.s. Happið eftir Pál Ardal. Allt var gert til að skemmta fólkinu og láta þvi liða sem bezt. Þá var aldrei vin haft um hönd en gleðin skein samt á vonarhýrri brá. Mjög gestkvæmt hefir alla tlð verið á Ekkjufelli, enda bærinn i þjóðbraut. Þar hefir mörgum verið veittur góður beini, matur og gisting og margs konar önnur fyrirgreiðsla. AHtaf var nægur tlmi til að sinna gestum, ræða viö þá og skemmta þeim. Var þá oft gripiö I spil og setið stundum æðilengi við þau. Margir minn- ast hinnar ágætu fyrirgreiðslu og höfð- ingsskapar þeirra Ekkjufellsmanna og hugsa til þeirra með þakklátum huga. Ekkjufellsheimilið var eitt þeirra heimila þar sem engum var synjað um greiða eöa hjálp. 1 uppvexti slnum vandist Brynjólfur öll- um algengum störfum I sveit. Ágætur verkmaður og sýndi jafnan mikla hyggni og lagni við hvaðeina sem við var að fást. 1914 um haustið settist hann I Búnaðar- skólann á Eiðum og stundaði nám þar i tvo vetur. Næstu árin starfaði hann sum- part heima að búinu meö foreldrum sin- um, eða að heiman við verzlunarstörf á Seyðisfirði, á vertið á Djúpavogi o.fl. Hann sigldi til Danmerkur og dvaldi þar arlangt og kynntist búskaparháttum og siðum annarra þjóða. Arið 1927 kvæntist Brynjólfur Sólveigu Jónsdóttur bónda á Fossvöllum. Móðir hennar var systir Sigbjörns á Ekkjufelli. Þau hófu þá búskap á Ekkjufelli móti Sig birni meðan hann liföi og á allri jörðinni eftir hans dag og keyptu þá jörðina. Brynjólfur hafði aldrei mjög stórt bú, en arðsamt var það. Umgengni öll utanhúss og innan var til mikillar fyrirmyndar, enda Brynjólfur snyrtimenni hið mesta og ekki siður kona hans. Eftir veru Brynjólfs á Eiðum og sérstaklega eftir að hann hóf islendingaþættir búskap vann hann ötullega að ræktun, byggingu gripahúsa og öðrum umbótum á jörðinni. Hin siðari ár eftir að börnin komust á legg stundaði Brynjólfur nokkuð vegagerð á sumrum. Var verkstjóri um árabil og fórst það vel úr hendi eins og allt sem hann lagði á gjörva hönd. Hugur Brynjólfs stóð ekki til þess að hafa mikil afskipti af opinberum málum, þó komst hann ekki hjá þvf með öllu. Hann átti sæti I hreppsnefnd um árabil, I skólanefnd og fleiri nefndum vann hann fyrir sveit sina. Sæti hans var vel skipað á þeim vettvangi eins og hvarvetna annars staðar. Þau Sólveig og Brynjólfur eignuðust 4 börn. Þau eru Sigbjörn kaupmaður á Hlööum, fæddur 10. nóvember 1928, kvæntur Kristinu Jónsdóttur frá Gjögri i Strandasýslu, þau eiga 6 börn Grétar bóndi á Skipalæk i Fellum, fæddur 26. marz 1930, kvæntur Þórunni Sigurðar- dóttur frá Sólbakka í Borgarfirði eystri, þau eiga 3 börn, Þórunn hjúkrunarkona, fædd 22. júni 1938, gift Magnúsi Guð-- mundssyni verkfræðingi I Njarðvfkum, eiga eitt barn og Sigrún, fædd 16. desember 1939, gift Sigurjóni Glslasyni smið frá Reyðarfirði, þau eiga 2 börn, eiga heima á Lagarfelli I Fellum. Brynjólfur eignaðist son áður en hann kvæntist, heitir Vignir. Fæddur 22. april 1926, kvæntur Asdlsi Þóröardóttur frá Hvammi á Völlum. Þau búa á Brúarlandi IFellum. Vignir rekur viðgerðaverkstæði bifreiða. Börn þeirra eru 5. Allra sfðustu árin hnignaði heilsu Brynjólfs og kraftarnir þrutu. Hann vissi, að þá var stutt i lokin og beið þeirra með æðruleysi. Hann hvllir I heimagrafreit á Ekkjufelli. Viðkveöjum Brynjólf og þökk- um ógleymanlega fylgd. Sendum Sólveigu konu Brynjólfs og fjölskyldum hennar samúðarkveðjur^ og biðjum þeim blessunar Guðs. HelgiGislason. Halldóra © alþýðukonan eilitið hledræg, hógvær, um- hyggjusöm oghlý, valkvendið, sem lagði ávallt gott til allra mála, rak aldrei sitt áfram meðarnsúg valkyrjunnar en hugs- aði samt sitt. Halldóra gekk i' Verzlunarskólann í Reykjavik, er hún var ung. Tók einnig námskeið I matreiðslu til viðbótar þeirri góðu kennslu, sem hiin hlaut heima hjá móður sinni I þeirri grein. Þótti þetta til samans allgóð skólaganga hjá ungri sullkui'þá daga. Og ásamt þeim dýrmæta menningararfi, sem hun hafði aö heiman, haföi hún áreiðanlega hlotið góða mennt- un, — hagnýta og þó fyrst og fremst manneskjulega og heilbrigða. Halldóra var bókhneigð kona og hafði þann smekk aö lesa nær eingöngu góðar bækur, þ.e. á einhvernhátt fræðandi eða mannbætandi. Kirkju sótti hun I hófi en hugsaði og las mikið um andleg mál. Fé- lagslynd var hún, um áratugi ein af virk- ustu Hrings-konum i Reykjavtk. Styrkti þau merku samtök á margan hátt.ekki sizt meðsinni miklu og góöu handavinnu. En Halldóra var mjög hög I höndum, smekkvis oglistræn, og handavinna henn- ar kærasta viðfangsefni á efri árum. Halldóra var einnig traustur og tryggur guöspekifélagi, sótti fundi er hún gat og heilsan leyfði og vann þeim félagsskap af sama heillyndi og öðru, sem hún lagði hönd eða hug að og horfði til ltknar eöa menningarbóta. Hún var í fám orðum sagt þannig gerð, að hún kastaði hvorki málefni eða manneskju, sem hvln hafði bundið tryggðir við, af sér eins og hvunn- dagsflik, sem skipt er um á viku hverri. Segja má að ófáir vina hennar væru henn- ar ævivinir svo sem vinkonurnar frá skóladógunum i æsku, og óþarft er að nefna að milli hennar og systurinnar, Margrétar, var alla tiö sérlega kært. Ég tel það eitt af mlnu láni að hafa fyrirhitt Halldóru á llfsleiðinni. Henni var gott að kynnast, og mannbætandi að heimsækja hana á hennar fagra og kyrrláta heimili, njóta gestrisni hennar og vinsemdar og sitja til borðs með henni og hennar trygga og góða húsfélaga, Hdlmfrlði, sem leigði á loftinuhjá hennitvo seinustu áratugina og betur þó og var hennar trausta stoð og styrkur, þegar heilsa og kraftar fóru að þverra. Já, margra góðra og friðsælla stunda má ég minnast, sem aldrei verða þakkað- ar sem skyldi. Eitt sinn setti ég'saman litla stöku um húsið á Sjaf nargötu 3, sem ekki var þd sið- ur tileinkuð husfreyjunni sjálfri, en stak- an er þannig: Oft hef ég fluið I þitt skjól undan hrlð og skuggum. Þaö er eins og sífellt sól sé á þinum gluggum. Nú mun hennar mörgu ástvinum og vin- um þó sannarlega finnast þar ,,sól af gluggum". En einhvern tima og annars staðar — þar sem sól hverfur aldrei af gluggum—munafturverða dyrakvattog feginsdyrum upplokið. 1 þvi trausti sendi ég Halldóru frænku minni hjartans kveðju og þökk. Ingibjör g Þorgeirsdóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.