Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 8
Halldóra Samúelsdóttir Fædd 9. október 1897. Dáin 10. mal 1979. ■Að fjölga árum fylgir gjarnan sil lifsins kvöð að horfa á æ fleiri vini kveðja og hverfa sjónum handan viö tjald timans, sjá æ fleiri dyr lokast, sem áöur stóöu opnar, og mörg kunn og kær salarkynni, sem áöur voru full af yl og birtu lifsins, skyndilega standa fátæk og tóm og kveld- húmi földuð llkt og sól væri nýgengin af gluggum. A þesssakvöðvarég áþreifan- lega minnt þegar mér barst andlátsfregn Halldóru Samúelsdóttur. Veit þó vel að fyrir hana sjálfa mun þetta þó hafa verið fagnaðar- og lausnarstund og langþráð hvild eftir langan og oft ekki erfiðslitinn dag, einkum þegar á hann leið og van- heilsa geröi hann grýttan og þungfæran. Seinasterég leit inntilhennar á sjiikra- hUsiðsá ég hvað að fór og óskaði henni I huganum góðrar ferðar, sem ekki var heldur langt að biða. Og vissulega sam- gladdist ég henni, er ég frétti umskiptin. En þrátt fyrir ómetanlegt gildi bjartra minninga og öruggrar vonar er ekki svo auövelt sem ætla mætti að hlaupa frá mannlegum tilfinningum. Hiöauða skarð og tóma rUm, sem farinn vinur óumflýj- anlega skilur eftir, fyllist ekki á örskots- stund heldur hefur sinn eigin tima. Halldóra var einn af þeim Reykviking- um, sem liföu sinn bernskumorgun á litl- um bæ i islenzkri sveit. Fæddist að Stökk- um á Rauöasandi 9. október 1897, en flyzt árið 1909 11 ára gömul með foreldrum sin- um tii Reykjavikur, þar sem hennar lifs- og starfssviö var uppfrá þvi. Næsta ólikt mér, sem alltaf var þar, sem „förukona” utan nú siöustu árin. En oft lá leiö min þangað af ýmsum ástæðum allt frá þvi að ég var þar við nám tvo vetur fyrir meir en 50 árum. Og marga góða vini eignaðist ég þar, sem ég er guði og gæfunni þakklát fyrir. Meðal þeirra var Halldóra SamUelsdóttir. Ræturnar að okkar vinskap var þó fyrst og fremst gróin vinátta foreldra okkar. Feðurokkar voru gamlir skólabræöur frá Ólafedal, innilegir vinir og frændur að auki, báðir breiðfirzkrar ættar. SamUel var Eggertsson Jochumssonar frá Skóg- um í Reykhólasveit, Marta Elisabet Stefánsdóttir kona hans hins vegar ættuð af Snæfellsnesi og Mýrum. Þegar ég I fyrsta sinn kom til dvalar I höfuöstaðinn — ung og litt veraldarvön — varö heimili þessara mikilhæfu mannkostahjóna mér sem skjólrik og yndisleg gróðurvin mitt i köldu og framandlegu umhverfi stein- steypuog bárujárns, staður hvar ég alltaf mátti leita athvarfs þegar ég vildi, og hvar flest var til boða, sem unglingi mátti 8 vera til þroska og sálubóta. Greiðasemi og hjálpfýsi var þessu heimili inngróin og nær ósjálfráð, enda margur, sem taldi sig eiga þangað erindi. Hins vegar hafði hinn veraldlegi auöur sjaldan lengi viðdvöl þar i garði. SamUel var enginn hálaunamað- ur. Hélt barnaskóla heima hjá sér á vet- urna og skrautritaöi I hjáverkum. Gekk lika almennt undir nafninu SamUel skrautritari. Hann var einnig landskunn- ur fyrir landmælingar sinar og ýmiss kon- ar kortagerð. Fágætur maður, sem sameinaðisinni ojxiu og siungu barnslund merkiiega listhneigð og viðtækt fræði- mannseðli. Ekkiaö undra, þótt hrifnæmu, ungu fólki þætti gott i návist hans. Þá skemmdi hin ágæta, fjölhæfa húsfreyja ekki fyrir svo greind, skemmtin og marg- fróð sem hún var.ólik þó bónda sinum en þannig, að hvert ööru var til bóta. Auk Halldóru áttu þau Samúel og Marta Margréti fyrir dóttur litið eitt yngri. HUn var þá heima og vann i MarteinsbUð á Laugaveginum. En Halldóra var farin að heiman og gift Pétri Guðmundssyni, er siðar varkunnastur undir nafninu Pétur i Málaranum. Um áratugi var hann einn þekktasti atorku- og framkvæmdamaður Reykjavikur. Svo sem algengast var I þá daga byrjaði Pétur með tvær hendur tóm- ar, en vann sig upp i góð efni á fáum ár- um. Arið 1931fluttust þauhjónin I nið nýja hús sittSjafnargötu3,sem þá og enn I dag má telja tii glæsilegustu IbUðarhUsa borg- arinnar. 1 þessuhúsi átti Halldóra æ siðan heima, lika þau 25árin eftir að þau Pétur slitu samvistum og hún varð ein. Þá voru börn þeirra llka uppkomin og farin aö heiman, en þau voru þessieftir aldursröð: Kristin, gift Baldvin Einarssyni forstjóra, Marta, gift Birni Halldórssyni forstjóra, Kolbeinnfyrrv.forstj.,dáinn 16. ág. 1978, eftirlifandi kona Guðrún Elisabet Halldórsdóttir, Gunnar deildarstj., kvæntur SigrUnu Guðbjarnardóttur. ÓH vel gefin og kunnir borgarar. Kolbeinn eldri sonurinn and- aöistsem fyrr segir sl. sumar. Fórsnögg- lega Ur hjartaáfalli. Var það mikið áfallv sjúkri og aldraöri móöur aö missa I blóma lifsins svo ágætan og drengilegan mann ogelskulegan son sem hann var. En þess- ari raun tók Halldóra af fágætri stillingu- Má vera að hálf dulinn grunur um að skammt yröi til endurfunda hafi lagt þar að sefandi hönd. Ég kynntist Halldóru litið á aðal starfs- skeiði hennar meöan börnin voru að vaxa upp heima og maður hennar stóð I miðj- um straumi verklegra athafna og um- svifa. Veit þó að húsfreyjan á þessu rik- mannlega heimili lá ekki að jafnaði i nein- um trafóskjum. Þvi að innan dyra var einnigoft margtum manninnog umsvifa- mikiö, ogmargvlslegar þær skyldur, sem hvildu á herðum þessarar fasléttu, smá- vöxnuogfingerðu konu, skyldur er kröfð- ust jafnt eftirlits, röskleika og framtaks sem umhyggju og góðvildar, kröfur er höfðuðu I senn til húsmóðurinnar og móö- urinnar. Og I þessu tvöfalda hlutverki var Halldóra meira en meöal stór. Um það vitna best þau sterku, innilegu tengsl, sem ávallt riktu frá upphafi tdl þess síð- asta milli hennar og annarra i fjölskyld- unni. A hverjum jólum og við mörg önnur hátiölegtækifæri höfðu stóru börnin henn- ar aðal hátiöastundina heima ,,hjá mömmu” til að gleðja hana og gleöjast með henni á gamla heimilinu, enda þótt þau sjálf hefðu góðan og velbúinn húsa- kost. Svo sem margir munu minnast heim- sótti á sinum tima hinn frægi, danski lffs- spekingur Martinus, okkur Islendinga nokkrum sinnum. Bjó hann þá þrivegis hjá Halldóru á Sjafnargötu 3. Mun hvort- tveggjahafaverið.aödvölin þar hafi ekki valdiðGuðspekifélaginu, en á þess vegum kom hann, miklum Utbornum kostnaði- Hitt þó vegið mest að innra sem ytra mun sá staður hafa betur hæft hinum góða gesti en nokkurt glæsihótel, enda sjálfur er hann kynntist, látið þar um ákveðna ósk i ljós. A þessum árum bar fundum okkar Halldóru oft saman, og marga nóttina gisti ég hjá henni. Kynntist þvi vel gerö hennar og mannkostum. Þótt segja mætti að hún sæti einvöld i finni höll i lauf- skrýddum lystigarði, liktist hún sjálf litið stoltri og hnakkakertri hallarfrú. Nei, miklu frekar var þar á ferö, sem hún fór Framhald á bls. 7 islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.