Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 7
Pétur Jónsson Geirshlið Fæddur: 28. ágúst 1917. Dáinn: 10. október 1979. Vegir minninganna eru á margan hátt undarlegir. Sérstakar aðstæöur geta oft orðiö til þess að laöa fram á yfirborð mannshugans myndir af atburðum eða atvikum frá löngu liðnum tima, sem blundaö hafa i undirmeövitundinni fjölda ára. Þessar myndir verða þá svo skýrar að atvikin gætu eins hafa gerst fyrir viku eða jafnvel i gær. Skömmu e ftir 1930, — þvf miöur man ég ekki hvaöa ár það var — fór ég á sumar- samkomu niöur i ungmennafélagshús eins og það var þá kallaö, en nú heitir Logaland. I raun og veru man ég aöeins eftir einu skemmtiatriöi á þessari sam- komu, það er viðavangshlaup drengja sem þarna varháö. Hverjir það voru, sem þarna unnu til verölauna, er löngu úr huga minum horfið.enda skiptir það ekki máli, en einn þeirra sem kom meö þeim siðustu að marki var hár, ljóshæröur, ungur keppandi frá Ungmennafélagi Reykdæla, Pétur i Geirshliö. Ekki voru allir ánægöir með árangur hans i þessu hlaupi og e.t.v. hafa einhverjir látið þaö I Ijösi, en Pétur brosti góölátlega til félaga sinna og sagði á þá leiö meöan hann blés mestu mæöinni. „Einhver veröur aö vera siöastur ekki geta allir veriö fyrstir”. Þessu atviki skaut upp i huga mér er ég stóö, ásamt miklu fjölmenni, yfir moldum vinar mins og samstarfsmanns Péturs Jónssonar frá Geirshliö, í Reykholts- kirkjugaröi laugardaginn 20. október s.l., enhann andaöisthinn 10. sama mánaöar, langt um aldur fram. En hvers vegna rifjaöist þetta upp fyrir mér einmitt á þessari stundu. Til þess Lggja sjálfsagt margar ástæöur, en þó hygg ég aö þaö sé fyrst og fremst tvennt sem þvi olli. Þetta voru min fyrstu kynni af þessum mikla og góöa félagsmála- manni og ekki siöur hitt, aö ég held aö þessi orö lýsi viöhorfi Péturs til félags- mála á eins fullkominn hátt og unnt er. Ekki vegna þess aö hann hafi veriö sáttur viö þaö aö vera einatt siöastur allra, til þess var hann of mikill framfara- og framkvæmdamaöur eins og jörö hans og heimili bera glöggan vott um, heldur vegna þess, aö þótt Pétri væru, sakir mannkosta hans, falin forystu og fram- kvæmdastörf i mörgum félögum, sóttist hann ekki eftir sliku. Hann vann engu aö siður heill og óskiptur i hverju þvi félagi sem hann starfaöi i þótt öörum væri þar forysta falin. Einatt tilbúinn aö leggja hverju góöu máli liö einkum þó þeim málum sem til heilla horföu fyrir sveit hans og héraö. Islendingaþættir Pétur gelck ekki hinn svokallaöa menntavegfrekar en titt var um æskufólk á þeim tima. Hann stundaöi nám I Iþróttaskólanum I Haukadal I einn vetur. En hann gekk I annan skóla, hinn eina og sanna félagsmálaskóla íslensku þjóöar- innarum árabil. Hann gekk i Ungmenna- félagshreyfinguna ogskipaöisérþar fljótt i fremstu röö i sinni heimabygö. 1 tæpan áratug var hann formaöur U.M.F. Reykdæla. A þvi timabili átti ég þvi láni aö fagna aö fá aö starfa meö honum I stjórn þess i nokkur ár. Strax á þeim árum kom i ljós sá eiginleiki Péturs aö telja ekki eftir þær stundir sem hann fórnaöi til félagsmála. Pétur taldi slikt aldrei neina fórn. Hann geröi sér fulla grein fyrir þvi aö „Maöurinn einn er ei nema hálfur meö öörum er hann meira en hann sjálfur” Hann fann aö meö samstarfi viö aöra var hægara aö þoka málum fram, og siöast en ekki slst var hann sannfærður um aö öflugt og þróttmikið starf frjálsra félagasamtaka er grundvöllur þess aö blómleg byggö haldist i hinum strjálbýlu sveitum landsins, en sveit sinni unni Pétur af alhug. Pé tur var i eðli sinu alvörumaöur, þó aö hann á samkomum og mannamótum væri einatt hrókur alls fagnaöar, maöur sem myndaöi sér ákveönar skoöanir á þeim málum, sem hann varö aö taka á, en hann var einnig þeim kostum búinn aö viröa skoöanir annarrá þó aö þær féllu ekki aö hans. Slikt er aöalsmerki hins sanna félagsmálamanns og góös drengs. Eftir sveitarstjórnarkosningar 1978 F. 15. jan. 1925 —D. 5. júli 1978. I hörpustrengjum harmur er, þá horfum viö á eftir þér. Þú gladdir æ — og græddir mein og gekkst þinn veg, svo ljúf og hrein. 1 hjarta þér þú geymdir gull, af gróöri voru spor þin full, þvi þá, sem heimur haröast sló, þinn hugur jafnan til sin dró. Þú barst þeim ljós sem blæddi und, og brást þeim ei á hinstu stund. hótst nýr þáttur i samstarfi okkar Péturs, er hann var kosinn aftur i hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, en hann gaf ekki kost á sér i þaö starf viö sveitarstjórnar- kosningar 1974 en haföi áöur áttþar sæti i 8 ár samfellt. Þvi miöur varö þetta samstarf alltof stutt, hér sannaöist þaö einu sinni enn aö enginn ræöur sinum næturstaö. Hér er skarö fyrir skildi. Aö sjálfsögöu er þaö skarö stærst og söknuðurinn mestur á heimiliPétursoghjáhansnánustu, en hér eru einnig margir fleiri sem sakna vinar I staö. Og nú þegar Pétur er horfinn yfir móöuna miklu er mér þakklætiö efst I huga. Þakklæti fyrir aö hafa átt þess kost aö fá aö starfa meö góöum dreng aö sameiginlegum áhugamálum og ég er sannfæröur um aö ég mæli fyrir munn allra ibúa Reykholtsdalshrepps þegar ég nú flyt honum innilegustu þakkir fyrir störf hans i þágu sveitarfélags okkar. Eiginkonu Péturs, Rósu Guömunds- dóttur, börnum þeirra, háaldraöri móöur og systkinum Péturs vottum viö hjónin okkar dýpstu samúö. Jón Þórisson Þú þerraöir tár meö heitri hönd, — sú hönd batt margan rósavönd. Nú mætir okkur tregi og tóm og titrar önd viö klukknahljóm. Við krjúpum þinni hvilu hjá, i klökkvaþunga hjörtum slá. En okkar gjöf þú eftir lést, sem ást og lotning viö er fest. Þin minning er sem rós á rein, svo rik af angan — björt og hrein. Jórunn ólafsdóttir, frá Sörlastööum. Jakobína Jónsdóttir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.