Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 9
Benedikt Einarsson Siðustu kveöju sendi ég kærum bróöur óHnum og veit,að hin systkini okkar sem eftir lifa taka einnig undir hana. Benedikt lést i svefni aðfaranótt 24. október sfðastliðinn. Góðu og göfugu lífi var lokið, og má segja með sanni, að hfjóðlátt andláthanshafi verið i samræmi v*ð allt hans dagfar. Hann var fæddur 12. janiiar 1895 i Gamlagarði I Borgarhöfn i Suðursveit. Poreldrar okkar voru hjónin Guðný Bene- diktsdóttir frá Sléttaleiti i Suðursveit og Einar Pálsson frá Hofsnesi i öræfum. Benedikt hlaut nafn móðurföður sins bónda á Sléttaleiti Einarssonar. Hann liktist föður okkar i sjón, og sitt glaða geð mun hann hafa sótttil hans, en hógværð- 'na til móður og góðvildina til beggja. Arið 1901 þegar hann var 6 ára, voru foreldrar okkar að flosna upp af rýrðar- k°ti sem þau höfðu flust að fyrir ári, Geirsstöðum á Mýrum. Þá var prestur að Bjarnanesi i Nesjum séra Þorsteinn Benediktsson. Hann bauðst til að taka Benedikt sem fósturson og þótti ekki fært barnsins vegna að hafna þvi boði. ,,Eng- 'nn skilur hjartað”, stendur þar, og það uiá segjast hér, að móðir okkar að uiinnsta kosti sá, að ég held, mest eftir Benedikt þeirra barna sinna, sem þau órðu að láta i fóstur. Eftir að hafa kynnst honum seinna á lifsleiðinni og eðliskost- um hans, þó lái ég henni það ekki. Að sjálfsögðu hefur það ekki heldur verið sársaukalaustfyrir sex ára dreng að vera skilinn frá foreldrum og systkinahópi. En svona var nú lifiö i þá daga. Séra Þorsteinn fluttist seinna að Krossi > Landeyjum og gerðist sóknarprestur þar, en foreldrar okkar fóru 1903 alla leið austur að Brú á Jökuldal, þaðan árið eftir á Vopnafjörð og svo 1910 til Eskifjarðar, þar sem þau dvöldust upp frá þvi til ævi- •oka. Þeim auðnaðist aldrei að sjá Bene- dikt, eftir að þau fluttust úr Skaftafells- sýslu. Areiöanlega hefði Benedikt ekki getað fongið betri fósturfööur en séra Þorstein, eins og siðar kom i ljós. Um fermingar- aldur fór Benedikt að förlast sjón og ágerðiststöðugt.Fóstrihans kostaði hann þá til Danmerkur i von um, að læknar þar gætu ráðið bót á, en það kom fyrir ekki. Hm 25 ára aldur var Benedikt orðinn al- blindur. En nú sannaðist hið fornkveðna, að þeg ar neyðin er stærst er hjálpin næst. Fyrir heimili séra Þorsteins stóð gæöakona að lafni Halla Bjarnadóttir, og með henni var dóttir hennar Sigriður Sveinsdóttir á Bku reki og Benedikt. Eftir lát séra Þor- islendingaþættir steins eða um 1925 fluttust þær mæðgur til Reykjavikur og Benedikt með þeim. Dvaldist hann á heimili þeirra meðan Halla lifði, en um tima á sumrum hjá vinafólki að Fitjakoti undir Eyjafjöllum og gekk þar að ýmsum störfum, svo sem heyskap. Arið 1930 giftist Sigriður dóttir Höllu Þórði Magnússyni, hinum ágætasta manni, og bjuggu að Nönnugötu 1 B. A þeirra góða heimili var Benedikt til dauðadags. Þórður er látinn fyrir hálfu þriðja ári. Sigriður býr enn á sama stað, komin á niræðisaldur. Hjá henni dvelst ungur maður, Lárus Ágústsson.sem veriö hefur þeim öllum þar sem besti bróðir. Öfáar eru orðnar komur minar á Nönnugötu til þessa ágæta fólks, allt frá 1945, að ég fyrsthitti þennan kæra bróður minn. A heimili Sigriðar og Þórðar var gott að koma, þvi að þar rikti allt i senn friður, kærleiki og kurteisi. Hef ég aldrei heyrt heimilisfólk þar tala höstuglega hvert til annars. Við systkini Benedikts þökkum þessu sómafóiki öll gæði og umhyggju fyrir hjálpsemi þeirra og tryggð. Honum sjálf- um þökkum viðgott fordæmi i öllu lifi sinu og biðjum honum blessunar. „Þar biða vinir i varpa, sem von er á gesti”, segir skáldið, og þvi hefur Bene- dikt trúað. Hver mundi þá hafa beðið hans með meiri eftirvæntingu en móðir okkar, sem elskaði hann fyrst af öllum? Borghildur Einarsdóttir frá Eskifiröi Guðmundur Axelsson murari F. 14.3. 1915 D. 21. 9. 1979 Skært geta leiftrin logaö. Liðin og myrkvuð ár birtast i blárri móðu, sem bros í gegnum tár. Bak við heilaga harma er himinninn alltaf blár. D. Stefánsson. Hann var fæddur 14. marz 1915 i Melgerði við Akureyri. Næstelzta barn hjónanna Lilju Hallgrimsdóttur og Axels Guðmundssonar, er lengst bjuggu i Stóra- Gerði i Hörgárdal. Alls urðu börn þeirra 6, og eru 4 á lifi. Stefánia og Sigriður, er búsettar eru I Kópavogi og Ingvar og Lilja, búsett i Reykjavik. Ein systirin, Anna, andaðist 1942, aðeins tuttugu og þriggja ára að aidri, en hún var fædd sama mánaðardag og Guðmundur. Snemma þurfti Guðmundur að fara að vinna fyrir sér, en þau störf, er hann fékkst við um ævina, voru aðallega vega- vinnustörf framan af, búskapur og múrverk. Vegna dugnaðar og vandvirkni við hið siðarnefnda hlaut hann múrara- réttindi og starfaði sem slikur æ siðan. Hamhleypa var hann til allra verka og var ekkert lát á þvi meðan hann lifði. Guðmundur kvæntist þýzkri konu, Anný Gústafsdóttur, sem reyndist honum frá- bær lifsförunautur. Þau eignuðust 5 efni- leg börn, Axel, Lilju, Ragnheiði, Loga og Olgu, sem enn er ófermd. Dætrum Annýjar frá fyrra hjónabandi, Jóhönnu og Guðrúnu, gekk hann i föðurstað. Guðmundur var alltaf vakinn og sofinn að hugsa um heimilið og vinna þvi allt hið bezta. Hann var það sem sagt er, drengur góður, vildi ætið rétta hjálparhönd, þar sem hann vissi að þess væri þörf, og þá ekki alltaf af miklum efnum. Alltaf þráði hann norður i sveitina sina, en örlögin högðuðu þvi þannig, að hann bjó lengst af á Suðvesturlandi, siðustu 10 árin i Keflavik. Þar undi Guðmundur sér vel og hefði átt að geta farið að hægja á sér með vinnu og njóta árangurs erfiöis sins. En þá veiktist hann skyndilega og andaðist á Grenásdeild Borgarspitalans hinn 21. september eftir stutta en stranga legu 64 ára gamall. Konu hans, börnum og öðrum venzla- mönnum votta ég og fjölskylda min inni- lega samúö, og óska Guðmundi mági min- um fóðrar ferðar á ókunnum leiðum. Þorbjörg Guðmundsdóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.