Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1980, Blaðsíða 3
Bóthildur Jónsdóttir
Bóthildur Jónsdóttir andaðist á sjiikra-
™si Akraness 30. ndv. s .1. eftir stutta legu
Þar a 88. aldursári. Löngum og farsælum
ævidegi hennar er lokið. HUn var mikil
mannkostakona, sem alltaf og allsstaöar
}et gott af sér leiöa. Þvi munu margir vin-
jr hennar kveöja hana meö þakklátum
nuga fyrir liðnar samverustundir.
Bóthildur var fædd ao Hóli i Svlnadal
Borgarfjaröarsýslu 24. ágúst 1892. For-
eldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jó-
nannsdóttir og Jón Þorsteinsson, sem þá
Voru bUendur þar. Þau voru vinsæl og vel
metinaf öllum sem þeim kynntust og þeir
v°ru margir, því greiðasemi þeirra var
við brugðið. Bóthildur var elst af 5 börn-
^11 þeirra hjóna 3 dætrum og 2 sonum.
Annar sonurinn lést á barnsaldri en hin 4
komust til fullorðinsára. Af þessum syst-
"inum er nii aðeins eitt á lifi. Siguröur
Jónsson húsasm. Kirkjubraut 46 Akra-
nesi.
Poreldrar Bóthildar voru fátæk af ver-
fldarauði, eins og titt var um flesta á
Þessum árum. Vinnusemi, nægjusemi og
sparsemi voru þær dyggöir, sem i heiðri
voruhafðar ogurðu Bóthildi farsælt vega-
nesti. Ung að árum fór hún dr foreldra-
"úsum til að vinna fyrir sér. Ekki var um
skólagöngu að ræða fyrir almenning á
pessum árum og sist stúlkur, aðeins nokk-
JJTa vikna farkennsla. Greind börn lærðu
N furðu mikiö á stuttum Bma viö frum-
steðskilyrði, enda námsleiöinn ekki til að
spilla fyrir árangri.
BóthUdur var greind og minnug vel og
með árunum fróð um fólk og ættir. Hun
Unni öllum þjóölegum fróðleik, kunni
mikiðaf Ijóðumog visum, sem voruhenni
tiltæk fram á slðustu ár. Sjálf hvar hiln
vel hagmælt, en lét yfirleitt Htið á þvi
bera. Um tvltugsaldurinn var Bóthildur 2
sumur og 1 vetur i Reykjavfk við nám I
grasalækningum hjá Olöfu Helgaddttur
Brasakonu. Ekki lagði hun þó grasa-
l&kningar fyrirsig að neinu ráði, en kunni
Söð skil á íslenskum jurtum. Það varð
henni til yndisauka þá og siðar á ævinni,
enda var hún n;íttúruunnandi i eöli slnu. A
Þessum árum I Reykjavik kynntist Bót-
hildur ungum Vestfirðingi, Ingimari Kr.
MagnUssyni, sem var I Reykjavík á þess-
um árum við nám I hUsasmíði. Þau gengu
l hjónaband 26. des. 1916. og voru biiin aö
vera 61 og 1/2 ár i farsælu hjónabandi
pegar Ingimar lést 8. ágUst 1978. Þau Bót-
hildur og Ingimar hófu sinn búskap I
Beykjavlk á erfiöum tíma. Þá þurfti fólk
að leggja hart að sér til að sjá sér og sln-
um farborða. En þau voru samhent, hert I
skóla lif sins — létu þröngan efnahag ekki
Islendingaþættfr
buga sig og voru bjartsýn og hamingju-
söm. Sumariö 1922 fluttu þau hjónin bU-
ferlum upp á Akranes með 4 börn sin, það
yngsta á 1. ári. Arið 1925 fluttu þau fyrst I
eigið hilsnæði. Það ár lauk Ingimar við aö
byggja stórt IbúðarhUs, sem hann skýrði
Arnardal.
Þetta hUs var heimili fjölskyldunnar á
2. áratug og við það var hUn kennd upp frá
þvi.
Arnardalur siðar Kirkjubraut 48 var
slðar I mörg ár, allt til ársins 1978 dvalar-
staður aldraðra á Akranesi. Á heimili
þeirra hjóna rikti alltaf gtíður andi. Þau
voru gestrisin og skemmtileg heim að
sækja. Þar var mannmargt og gestakoma
mikil.
Þau hjónin Bóthildur og Ingimar
eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á Hfi.
Steinunn fædd 1917 var bUsett á Akranesi
dáin 1962. Lilja fædd 1919, bUsett á Akra-
nesi. MagnUs hUsasmiður fæddur 1920 til
heimilis að Miðhúsum Innri-Akraneshr.
Bergdls fædd 1922 bUsett i Kópavogi. Guð-
jón Sigurgeir fæddur 1923 dáinn 1925.
Steinþór Bjarni bóndi fæddur 1925 bUsett-
ur að MiðhUsum I Innri-Akraneshr. Guð-
jón Sigurgeir hUsasmlðameistari fæddur
1929, bUsettur í Borgarnesi. Barnabörnin
eru orðin 28 barnabarnabörnin 37 og 1
barnabarnabarnabarn.
Þegar kraftar þeirra hjóna tóku aö
þverra og aldur færöist yfir fóru þau til
Liljudóttur sinnar og manns hennar Arna
Ingimundarsonar. Hjá þeim hlutu þau
umhyggju, svo sem best varö á kosið. Ar-
ið 1977 fóru þau Bóthildur og Ingimar aö
eigin ósk á elliheimilið Arnardal Kirkju-
braut 48. HUsið sem þau byggðu og bjuggu
lá blómaskeiðiævinnar var þá aftur orðið
dvalarstaður þeirra. 1 febrUar 1978 fluttu
þau á Dvalarheimilið Höföa, glæsilegt
nýtt elliheimili sem þá var byrjað aö
starfrækja. Ingimar lést 8. ágUst 1978 hátt
á 87. aldursári. Þar dvaldist svo Bóthildur
áfram, þar til fyrir 3 vikum. Þá veiktist
hUn og var flutt á sjUkrahús Akraness.
Þar andaðist hUn 30. nóv. s.l. sem fyrr
segir. útför hennar verður gerð frá Akra-
neskirkju laugardaginn 8. des. Bdthildur
var mörgum góðum kostum buin. HUn var
frið slnum vel vaxin og létt I hreyfingum.
Framkoma hennar var mjög aölaðandi.
Handlagin var hUn, vel verki farin, vinnu-
glöðoghafðigottaugafyrir þvl sem betur
mátti fara hverju sinni. Bóthildur hafði
létta og þjála lund og átti sérstaklega gott
meö aö umgangast fólk, jafnt unga sem
aldna. Aldrei hallmælti hUn neinum, en
færði jafnan það óæskilega til betri vegar.
Litlar kröfur gerði hUn fyrir sjálfa sig,
var jafnan gtíögjörn og veitandi og þess
nutu margir, enda voruvinsældir hennar I
samræmi við það. NU er Bóthildur Jóns-
dóttir kvödd hinstu kærleikskveöju frá
ættingjum venslafólki og vinum. Hugur-
inn var hlýr og hafði bætandi áhrif á sam-
ferðarmennina. Sllkra ergott að minnast.
Ég sem þessar Unur rita vil sérstaklega
þakka tengdamóður minni órofa tryggð
og vináttu frá fyrstu kynnum til síðasta
dags. Halldtír Jörgensson.
Helga Þormar
o
bónda og hreppstjóra I Geitagerði; Hann
er kvæntur Þuriði Skeggjadóttur.
Barnabörn þeirra Helgu og VigfUsar eru
nU 12, og barnabarnabörnin tæpir tveir
tugir.
Fyrir réttum 10 árum — þá var Helga
áttræð — kom ég við I Geitagerði meö
nokkra Utlendinga. Þar var okkur tekið af
mikilli gestrisni af þeim Þuriði og
Guttormi, enda þótti fylgdarmönnum
minum mikið til um þann látlausa höfð-
ingsskap sem þarna rikti. En Helga sýnd-
ist þeim sem drottning á kálfsskinni, þvl
hUnbar þáreisnogstolt, sem jafnan þötti
sæma glæsikonum ogskörungum, og ekk-
ert fær bugað, hvorki strit né elli. Siðast
hitti ég hana I fyrrahaust, þá tæplega nl-
ræða: HUn þekkti mig ekki lengur, en sat
teinrétt og viröuleg og spurði langt að
kominn utanhéraðsmann almæltra tíð-
inda frá því fyrir 40 árum. NU hefur dauð-
inn leyst hana frá elli sinni, en hUn hlýtur
eilfft lif í afkomendum sínum: Megi þeim
vel á haldast. Sigurftur Stelnþórsson^