Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 4
skugga á samstarf okkar. Þó vorum við á ymsan hátt ólíkir og sjónarmiö okkar fóru ekki alltaf saman. Hitt reyndist þó miklu medra, sem tengdi okkur saman, persónulega og málefnalega. Ég er ekki einn um að hafa átt Jón Helgason sem góðan samstarfsmann og félaga. Jón vann sér yfirleitt vinsældir og traust þeirra, sem kynntust honum. Til hans var gottað ieita þegar á reyndi. Með honum var gott að eiga gleðistund, því að hann gat veriö flestum mönnum skemmtilegri og viöfelldnari. Það finnst mér raunabót, þegar ég nú kveö Jón Helgason, aö geta minnst þess, að hann var gæfumaöur. Hann naut hæfi- leika sinna á þeim vettvangi, sem hentaði honum bezt, og varö þar mikill afreks- maður. Hann var vinsæll og virtur og átti stóran og sívaxandi vinahóp. Heilsa hans entisttil lokadags. Hann kvaddi þetta lif, án þess að þurfa aö glima við ellina, sem getur oröiö mörgum þung i skauti. Mesta gæfa Jóns var þó mikilhæf eigin- kona hans, mannvænlegir synir og tengdadætur og barnabörn. Heimilið var Jóni Helgasyni styrkur og stoð og átti sinn rika þátt i afrekun^ hans. Ég votta Margréti og sonum þeirra Jóns og öðru vandafólki innilegustu sam- úð mina og Ragnheiðar. Ég trdi þvi, aö það verði þeim styrkur, að bjart er yfir minningunni um Jón Helgason. Þ.Þ. t Það snertir mann mjög þegar þeir falla frá skyndilega, semnánir samstarfsmenn hafa verið nálega alla starfsævina. Ég læt undan þeirri löngun að biðja Timann fyrir fáein kveðjuorð vegna fráfalls Jóns Heigasonar, ritstjóra, sem meö svipleg- um hættihefur nd látist fyrir aldur fram. Fyrir 44 árum réðist Jón Helgason kornungur maður I blaöamannasveit Framsóknarmanna og 37 ár starfaöi hann við flokksblöðin, raunar nálega allan þann tfma við aöalmálgagniö okkar sem fréttaritstjóri og ritstjóri áratugum saman. Jón gerðist skjótt einn ritfærasti maður, sem starfað hefur að blaðamennsku á ís- landi fyrr og sfðar, — og er þá mikið sagt, en samt áreiðanlega ekki ofmælt. Má fara nærri um hvilikur fengur þetta reyndist öllum þeim, sem áttu kost á samstarfi við Jón um blaðaUtgáfu og ritstörf. Ég mætti gerst um þetta votta þvf að nálega allt þetta timabil hlaut ég vegna trúnaöar- starfa minna fyrir flokkinn a6 hafa náið samstarf við þá sem styrðu málgögnum hans, þvi urðu samskiptin við Jón Helga- son mikil og náin áratugum saman. Er skemmstaf að segja, að þau urðu mér svo mikils virðiogómetanleg, aö þeirra vil ég mimast með þakklæti nú þegar leiðir hafa skilist. 4 Ekki lét Jón Helgason við það sitja að rita manna snjallast i blöð sin, heldur gerðist hann jafnframt afkastamikill höf- undur bóka og manna leiknastur þyðandi. Enginn nær snilldartökum á töluðu eða rituðu máli, nema hann hafi boðskap að flytja — ritleikni ein er ekki nóg — og Jón skorti ekki áhugamál til að gæða verk sin lifi. Að minurh dómi mótaði það einna mest boðskap Jóns og verk hans að hann var þjóðernissinni af bestu gerð. Honum var afar ri'kt i' huga, að það er vandasamt að veralitil þjóð i hörðumog stórum heimi og sjálfstæðisbarátta slikra þjóða er ævar- andi. Það hvildi þungt á honum hvað erlend áþján hafði kostað islensku þjóð- ina, og hann vildi mikið á sig leggja til að vara við þvi að þjóðin ánetjaðist á ný erlendu valdi i einni eða annarri mynd eða glataði sérkennum sinum, sem best hafa reynst við erfið skilyrði. Ritstörf hans margs konar mótuðust að minu viti mjög af þessum viðhorfum, bækur um þjóðleg fræði — og óteljandi þættirog ritgerðirþar sem upp er brugðið snjöllum myndum úr lifi þjóðarinnar, sem syna lifsreynslu fyrri kynslóða og draga framymislegtffarimanna, sem að mestu liði hefur orðið I erfiðri lifsbaráttu og stuðlað að þvi aö þjóðin hélt þó velli þrátt fyrir allt. Þetta byggðist tvimælalaust á næmum skilningi á þvi að tengslin við fortlðina mættu ekki slitna. Styrkja bæri þvi ræt- urnar jafnhliða djarfri framfarasókn og mættiþá fremur en ella vænta þess að vel tækist vandasöm sigling um veraldarsjó- inn. Það er mikið tjón aö Jón Helgason skyldi nú falla frá svo skyndilega einmitt þegar hann sá fram á að mega óskiptur helga sig áhugamálum sínum að fullu, en það tjáir ekki að deila við dómarann. Ég sendi Margréti konu Jóns, börnum hans og barnabörnum og öðrum vensla- mönnum innilegar samúðarkveðjur. Eysteinn Jónsson t Þegar fornir vinir falla óvænt frá er sem opnist skarö I huga manns og eftir situr tregi og tóm. Svo fór mér þegar ég frétti lát Jóns Helgasonar fyrir fáeinum dögum. Fyrir röskum fjiýutlu árum lágu leiðir okkar saman i þann mund sem hann var aðhefja blaðamennskuferilsinn árið 1937. Þá var hann fátækur af þessa heims gæö- um en glaöur, reifur og fróöleiksfús. Jón Helgason ólst upp I Stóra Botni I Hvalfirði, sonur hjónanna Helga Jóns- sonar og Oddnýjar Siguröardóttur. Þau reistu bú um siðustu aldamót og þar bjuggu þau I hart nær fjörutiu ár. Stóri Botni Hvalfirði er einstaklega fögur jörö. Bærinn stendur i miðjum dal, eöa öllu heldur i' stórri hvilft, sem opnast inn I fjöllin undir Hvalfelli og Botnssúlum. Ofan i' dalinn steypist fossinn Glymur og frá honum liðast silfurtær áin niður og út dalinn. Hliðarnar eru vaxnar skógi og kjarri frá grundunum og upp undir eggjar. Sunnan árinnar stendur einhver fegursti skógarteigur á suðvesturlandi á dálitlum bletti. Þetta fagra umhverfi mótaði hug og hjarta Jóns á æskuskeiði. Hér nam hann það, sem flestum Islend- ingum er varnað, aö sjá hvernig Island var i árdaga. Jóni var það siöar mikil raun, að faðir hans varð að selja jörKna þegar hann var orðinn lúinn og slitinn eftir langan bú- skap. En þá var kreppa I landi og bráðir sauöf jársjúkdómar og litil framtlðarvon I þvl að gefa sig að búskap. Það var likt á komið með Jóni Helga- syni og mörgum jafnöldrum hans á þess- um árum, að þeir áttu ekki margra kosta völ. Skólaganga var dyr og ungir menn uröu að vinna hörðum höndum hvenær sem færi gafst. Skólavist Jóns varð þvi ekki löng, einn vetur I unglingaskólanum að Laugum og siðan nokkrir mánuöir I Samvinnuskólanum, en hann hélt áfram aö mennta sig I ýmsum greinum eftir þvi sem efni stóðu til. Og tuttugu og þriggja ára gamall er hann orðinn blaöamaður við Nýja Dagblaðið i Reykjavik. Blaðamennska varð slöan ævistarf Jóns, en það er erilsamt og oft var vinnu- tlminn langur og þreytandi. Hann varð samt að „skrifa til að lifa” eins og löngu liðinn blaðamaður kvað eitt sinn, en ekki að „lifa til að skrifa”. Grun hef ég um að slðari kosturinn hefði verið honum kær- ari, enda má sjá merki þess I ritverkum hans. Þau eru m.a. fjögur bindi, íslenskt mannlif, sem komu út á árúnum 1958—1962, og svo Vér íslands börn, þrjú bindi frá árunum 1968—1970. Margt fleira kom frá hans hendi, sem oflangt væri upp að telja. En með mannlifsþáttum sínum gróf hann upp úr gleymsu og þögn marga periuna úr þjóðlifi fýrri tlma. Jafnframt þvi báru frásagnimar rithöfundarhæfi- leikum hans gott vitni. Jón Helgason hafði ágætt vald á máli og penna, skrifaði allt ljtíst og lipurt, hvort heldur það voru fréttir eða fræðandi greinir. Um mörg ár var ég mjög hand- genginn Valtý Stefánssyni ritstjóra og varð ég þess oft var að hann taldi Jón með fremstu blaöamönnum landsins. Þegar ég var að hefja störf min við sktígrækt á fjórða áratugi aldarinnar var oft þungt undir fæti. Þá var mikill fengur aðeiga slika menn aö sem þá blaðamenn- ina Jón Helgason og Valty Stefánsson, menn sem höfðu bæöi greind og framsým tilað skiljaþyðingu hennar ásamt vilja til að vinna aðframgangihennar. Fyrir störf þeirra og annarra slíkra manna hefur vantrúin á skógrækt smám saman gufað upp og brjóstvitið hopað af htílmi. A þessum árum fórum við Jón ýmsar ferðir til aö hann mætti fylgjast meö Þvý Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.