Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 8
Hér verður ævisaga Jóns Helgasonar ekki sögð. Tilgangurinn með þessum lin- um er aðeins að minnast hans og þakka honum ógleymanleg kynni. Mér mun seint gleymast löngu liðið kvöld, þegar Jón Helgason hringdi heim til min og spurði mig, hvort mig vantaði ekki aukavinnu, en einu ári áður hafði ég skrifað kjallaragreinar um bókmenntir fyrir Sunnudagsblað Timans, sem Jón stýrði þá og lengi siðan með dæmafáum myndarbrag. Spurningu Jóns um auka- vinnuna svaraði ég eitthvað á þá leið, að vist þættist ég þurfa að drýgja tekjur min- ar, — en vildi annars vita hvert hann væri að fara. Hann sagði þá, að sig vantaði mann til þess að skrifa viðtölin i Sunnu- dagblaðið, og spurði nú, hvort ég vildi ekki taka það að mér sem aukastarf. Ég var tregur til i fyrstu, en lét þó tilleiðast að reyna þetta i nokkrar vikur. Og til þess að gera nú langa sögu stutta, þá er skemmst frá þvi að segja, að upp frá þessu degi skrifaði ég i Timann, ekki i nokkrar vikur, heldur i tæp ellefu ár sam- fleytt, fyrst sem lausráðinn maður við Sunnudagsblaðið, en siðan sem fastráðinn blaðamaður á ritstjórn Timans. Frá þessum árum er margs að minnast, þvi að blaðamennska er lifandi starf, þar er alltaf eitthvað að gerast. Þó er eitt, sem yfirgnæfir allt annað, og mun ætið verða mér lengst i minni. Það er dreng- skapur Jóns Helgasonar og göfuglyndi, og það, hvilíkur afbragðsmaður hann var sem húsbóndi og samstarfsmaður. Ég man vel eftir einum degi, — það mun hafa verið rúmum mánuði eftir að ég hóf störf inni á ritstjórn Timans. Jón var að raða niður störfum blaðamannanna, og m.a. þurfti að skipuleggja ferð tveggja manna út úr bænum til efnisöflunar. Aður en það starf hófst, sagði Jón: Nú má vera, að sumum ykkar sé ekkert um ferðalög gef- ið, en kjósi heldur að vinna hér inni á rit- stjórninni. Ef svo er, bið ég ykkur að láta mig vita það, þvi að það er ekki nein ástæða til þess að senda þá i ferðalög, sem kæra sig ekkert um þau, en láta aðra sitja heima, sem kannski vildu gjarnan ferð- ast. —Þarna var Jóni Helgasyni ákaflega vel lýst sem ritstjóra. Hann reyndi ávallt að láta hvern mann vinna þau verk, sem honum þóttu best og hann var hæfastur til. Slikt er ómetanlegur kostur á verk- stjóra hvaða fyrirtækis sem er, enda varð Timanum þetta harla notadrjúgt þau ár, sem völd Jóns Helgasonar voru þar einna mest. En Jón Helgason var ekki aðeins ágæt- ur blaöamaður og ritstjóri. Hann var lika rithöfundur og skáld, sem frumsamdi og þýddi fjölda bóka. Spor hans i islenskum blaðaheimi munu lengi sjást og vera öðrum til fyrirmyndar. Þótt dagblöð séu jafnan heldur illa lesin og standi stutt við I eigu flestra einstaklinga, þá eru þó alltaf nokk- ur eintök geymd á söfnum, öldum og óbornum til fróðleiks. Og það munu þeir 8 sjá, sem eiga eftir að rannsaka islenska blaðamennsku tuttugustu aldarinnar. að maður að nafni Jón Helgason ber þar höfuð og herðar yfir flest stéttarsystkin sin að orðkynngi og málsnilld. Sama er að segja um bækur Jóns Helgasonar. Allt sem hann skrifaði hefur yfir sér ákveðinn glæsibrag. Það er sama hvort við lesum annálskenndar frásagnir af viðburðum sextándu aldar, örlagaþætti I Vér Islands börn eða tslenskt mannlif, — eða þá við tökum okkur i hönd eitthvert smásagnasafnið hans. Alls staðar mætir okkur þetta hreina, tæra mál, þessi skarpa og skýra hugsun, — og umfram allt þessi dularfulli og óútskýranlegi eiginleiki, sem skilur verk skáldsins frá verkum annarra manna. Ungur orti Jón Helgason kvæði um konu, sem var sifellt að grafa i garði i leit að fólgnum fjársjóði. Þetta kvæði birtist i Borgfirskum ljóðum árið 1947. Kvæðinu lýkur Jón með þessu erindi: Ogkannski viö séum öll að grafa i garöinn, þar sem gulliö liggur og fjársjóði dylur moldin, og það, hve mikið við leitum, sé mælikvarðinn, sem miðað er við, þegar daglaunin skulu goldin. Sjálfur var Jón mikill leitandi, og það i fleiri en einum skilningi. Hann var óþreytandi eftirleitarmaður á viðernum islenskra fræða, og á þvi sviði liggur eftir hann dagsverk, sem er blátt áfram með ólikindum, bæði að vöxtum og gæðum, ekki sist þegar þess er gætt, að hann var jafnan störfum hlaðinn maður. Jafnvel þeir, sem sáu með eigin augum hvilik hamhleypa hann var til verka, hljóta að undrast afköst hans, þegar þeir lita nú yfir akurinn að leiðarlokum. Jón þarf þvi ekki að k viða uppskerunni, ef hún verður i einhverju samræmi við leitina. Og eitt er vist: Bækur hans eru rikuleg umbun mik- ils erfiðis. Þær munu standa sem óbrot- gjarn minnisvarði um verðleika höfundar sins. Og Jón var einnig leitandi i öðrum skilningi. Hann var fordómalaus maður, sem skynjaði veröldina opnum og leit- andi huga. Jón Helgason átti þvi haminguláni að fagna að kvænast ágætri konu, Margréti Pétursdóttur. Þau eiga þrjá sonu. Það var sérlega ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjónanna að Miðtúni 60 i Reykja- vik, njóta alúðar og gestrisni húsbænd- anna og virða fyrir sér bækur Jóns, sem Margrét hefur bundið með miklum hag- leik. Ég kom þar að sönnu ekki oft, en nógu oft til þess aö finna, hve vel mér leið þar. Við hjónin komum lika til þeirra Jóns og Margrétar að Hliö i Ljósavatnshreppi i S-Þing., þar sem þau áttu sumarlanga dvöl. Þar, eins og i Reykjavik duldist ekki, hve gott var að vera i návist þeirra, og þar átti Margrét sinn stóra hlut. Henni eru þvi sendar sérstakar kveðjur á þess- um degi. Að lokum langar mig til að færa Jóni Helgasyni kærar kveðjur og þakkir fyrir samveruna. Ég þakka honum allt, sem hann kenndi mér, og alla velvild hans i minngarð.Og ég þakka honum þann hlýjá, hressilega andblæ, sem fylgdi honum hvert sem hann fór. Siðast en ekki sist þakka ég honum fyrir að gefa mér kost á þvi að vinna heilan áratug ævi minnar, og rúmlega þó, að þeim verkum, sem eru mér hugleiknust. Ég og fjölskylda min biðjum öllum að- standendum Jóns Helgasonar huggunar og styrks á þessum dimmu dögum. Valgeir Sigurðsson. t Jón Helgason ritstjóri — kveðja frá Blaðamannafélagi tslands. Með Jóni Helgasyni er genginn einn merkasti blaðamaður, sem tsland hefur alið. Fjölmargir islenzkir blaðamenn hafa stigið sin fyrstu spor á grýttri braut blaðamennskunnar undir öruggri hand- leiðslu Jóns Helgasonar og ekki færri en fjórðungur núverandi félagsmanna i Blaðamannafélaginu hefur starfað undir hans stjórn. Jón hóf blaðamennskustörf sin á Nýja dagblaðinu i Reykjavik i janúar 1937, og starfaði hann siðan alla daga — flesta lengur en almennt gerist — á blöðum- Fyrir utan geysileg afköst á sviði eigin- legrar blaðamennsku gaf Jón Helgason sér tíma til að rita fjölmargar bækur um margvisleg efni, flestar þó sögulegs eðlis. Gamlir samstarfsmenn hans vita, að þótt Jón heföi brennandi áhuga á samtið sinni, þótti honum ef til vill vænna um fortið þjóðarinnar og sögu hennar. Hann var enda óþrjótandi sagna- og vizkubrunnur, sem allir gátu leitað til. Aldrei komú menn að tómum kofunum hjá Jóni Helga- syni, þótt hann hefði aldrei notiö lang- skólamenntunar. Lengst af starfstima sins starfaði Jón hjá dagblaðinu Timanum og um tveggja áratuga skeið var hann ritstjóri þess blaös. Þvi starfi gegndi hann allt til dauðadags, sem bar að allt of snemma, þvi ekki var annað að sjá og heyra, en mikil lifsorka og lifsgleði byggi enn i Jóni Helgasyni. Jón Helgason hefur markað djúp spor i sögu islenzkrar blaðamennsku. Hann hafði og sin áhrif á starf og viðgang Blaöamannafélags tslands, þar sem hann gegndi trúnaðarstörfum fyrr á árurm Jafnan sýndi hann félagi sinu áhuga og ræktarsemi. Islenzkir blaðamenn eru Jóni Helgasym þakklátir fyrir þá miklu ánægju og HfS' reynslu, sem það var að starfa með hon- um. Blaðamannafélagið sendir ekkju hans og börpum innilegustu samúðar- kveðjur. Islendingaþættif

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.