Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 3
Guðlaug Guðjónsdóttir Skógum fædd 25. mars 1909 diiin 1. júní 1982 12. júní var til moldar borin vinkona raín Guðlaug Guðjónsdóttir. Mig langar að minnast hennar örfáum orðum. Guðlaug var fædd í Hlíð undir A-Eyjafjöllum 25. mars 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Tómas- dóttir og Guðjón Sigurðsson bóndi í Hlíð. Vilborg og Guðjón eignuðust auk Guðlaugar tvo syni, Kjartan og Sigurð, og lifa þeir báðir systur sína. Þvi hefur verið haldið fram að fagurt umhverfi hafi áhrif og móti skapgerð mannsins. Ekki þarf að draga í efa fegurð Eyjafjallabyggða, þar sem jöklar teygja sig til himins, fjöllin grasi gróin, lækir renna sem silfurþræðir niður hlíðar fjallanna og fossar dynja i gljúfrum og giljum. I þessarri fögru sveit ólst Guðlaug upp og dvaldist mestan hluta ævi sinnar. 1929 giftist Guðlaug Sigurjóni Þorvaldssyni frá Þorvaldseyri. Þau settu saman bú í Núpakoti og bjuggu þar allan sinn búskap þar til Sigurjón lést 26. júní 1959. Eftir lát hans bjó Guðlaug í Núpakoti ásamt börnum sínum. Pegar Guðlaug brá búi fluttist hún að Skógum. Tók þá Þorvaldur sonur hennar við búinu f Núpakoti. Guðlaug og Sigurjón eignuðust 6 börn, 5 syni og 1 dóttur. Þau eru: Þorvaldur bóndi í Núpakoti, Vilborg húsfreyja á Hvassafelli, Guðjón húsa- smiður í Kópavogi, Björn bifvélavirki d. 9. júlí 1976, Karl bóndi á Grund V-Eyjafjöllum og Sigurður bústjóri að Ytri-Skógum. Systkinin eru öll traust og dugmikið fólk. Mér er efst í huga þakklæti til Guðlaugar fyrir þá vináttu sem mótaðist okkar í milli er við vorum báðar búsettar að Héraðsskólanum að Skógum. Sú vinátta hélst ætið. Siðar tengdust fjölskyldur okkar einnig vináttuböndum. Guðlaug gerðist starfsmaður í mötuneyti Skógaskóla. Þau störf sem hún tók að sér þar innti hún af hendi af samviskusemi og dugnaði, enda voru störf hennar mikils metin. Henni var einkar vel lagið að umgangast fólk, unga sem aldna. Hún átti svo gott með að setja sig i spor hinna ungu, skildi gleði þeirra og ærsl og jafnframt gat hún miðlað þeim af reynslu sinni og þekkingu. Einnig var henni lagið að taka þátt í hamingju hinna fullorðnu og létta lund þeirra ef eitthvað bjátaði á. Guðlaug var höfðingi í lund, hafði beinlínis nautn af að gefa og veita. Því var hún oftar veitandi en þiggjandi. Af öllum kostum Guð- laugar bar fórnfýsina hæst. Hún var henni í blóð borin. Það var alveg sama hvort gesti bar að garði að nóttu til eða degi, hún var ætíð reiðubúin að veita aðstoð þeim sem hún gat lagt lið. Svo fundvis var fórnfýsi hennar. Síðastliðin sumur var það hlutskipti Guðlaugar að sjá um húshald í barnaskólanum að Skógum fyrir hóp af ungu fólki sem starfaði við fornleifauppgröft á Stóru-Borg. Meðal þessa fólks eignaðist Guðlaug einnig góða vini. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að fólkinu liði sem best. Það var það sem henni var ætið efst í huga. Ég átti þvi láni að fagna að heimsækja vinkonu mina á hverju sumri eftir að ég fór frá Skógum. Hún tók mér ætið tveim höndum. Við fórum í gönguferðir, upp að fossi, út að á, heimsóttum vini og kunningja að Skógum, löbbuðum að Eystri-Skógum, komum við hjá Sigga og Kiddu og enduðum gjarna ferðina hjá Boggu og Palla á Hvassafelli. Þetta voru dýrlegir dagar. Ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa kynnst Guðlaugu og fyrir þann velvilja sem hún sýndi mér og minum. Ég bið þann, sem öllu stýrir, að blessa alla niðja hennar, vini og kunningja. Morguninn eftir komu konurnar til þess að gráta við gröfina. Og sjá: Þær fundu gul blóm sem höfðu sprungið út um nóttina. Vorið var komið þrátt fyrir allt. Vilborg Dagbjartsdóttir Far þú í friði góða kona. Valborg Sigurðardóttir. Magnús Sigurðsson Garði, Mosfellssveit F. 6. okt 1894 D. 10. maí 1982 Hér vit skiljumsk °k hittast munum " feginsdegi fira. (Sólarljóð) Laugardaginnn 15. maí var til moldar borinn að Lágafellskirkju í Mosfellssveit Magnús Sigurðsson, en í mínum huga er það Maggi frændi á Garði, sem ég kveð hinstu kveðju, þó hann hafi átt heimili litla stund á nokkrum öðrum stöðum Pá er hann og Garður ein órjúfandi heild. Þar 'slendingaþættir byggði Maggi allt frá grunni ekki stórt hús í byrjun, en það stækkaði smátt og smátt og þangað bauð hann lítilli bróðurdóttur sinni langt austan úr sveit og það sem meira var í stóru rútunni sinni. Pað var ekki svo lítið ævintýri. Maggi frændi átti stóran rútubíl og hafði áætlunarferðir úr Reykja- vík upp í Mosfellssveit í mörg ár, en það muna kannski ekki svo margir í dag, heldur vörubílinn hans, því fram á síðasta dag á hans löng ævi keyrði Maggi vörubílinn sinn. Pað er skrítið til þess að hugsa nú, þegar þeir voru ekki fleiri en 20-30 í öllu Iandinu og svo stórkostlegt var að ferðast í bíl í þá daga að bróðir hans, tólf árum yngri, fagði á sig klukkutíma göngu til baka fyrir að fá að sitja í bílnum hans út Hlíðina, þegar hann kom austur í sveitina, sem hann fæddist og ólst upp í. Magnús var fæddur að Grjótá í Fljótshlíð, en ólst upp að Neðri-Pverá í sömu sveit, sonur Sigurðar Bjarnasonar og Halldóru Sveinsdóttur. Systkini Framhald á bls. 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.