Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 7
Helgi Larsson bóndi Útstekk Eskifirði ”Það er gott að vera barn á Útstekk", sagði '''nkona mín við mig sem hún sýndi mér °°ndabæinn sem mér þótti eiga eitthvert fegursta D®jarstæði sem ég hef nokkru sinni séð. Hann var rett niður við flæðarmálið umkringdur gróðursæl- Um brekkum með útsýni yfir sjóinn, þar sem j'gnarleg austfjarðafjöliin blöstu við. „Útstekks- °lkið hefur alltaf verið annálað fyrir að vera Serlega barngott.“ Mér þóttu þetta stór orð hjá v>nkonu minni þá, ekki síst þar sem ég hafði reynt mar8a á Eskifirði, og á bæjunum þar út með firði bö; roinum, að því að vera sérlega hlýlegir gagnvart lfnum. bað ^n fyrir tólf árum síðan fékk ég sjálf að reyna ‘ö að vinkona mín fór ekki með neitt fleipur, pv' þetta fólk tók að sér þriggja ára gamlan son minn til sumardvalar, og undi hann sér þar sumar tlr sumar í 10 ár. Það var gaman að taka á móti p 11 á haustin, útiteknum og hraustlegum uPPfullum af nýjum áhugamálum, og skemmtileg- Uru sögum. Hann varð alltaf svo fullorðinslegur í . 1 þegar hann kom heim úr sveitinni og þegar g hafði orð á þessu svaraði peyji „Það er af því 0 þau á Útstekk tala ekki við mann eins og ^krakka, maður fær bara að vera eins oe þau ^felgi Larsson var annar bóndinn á þessum bæ ni reyndist barninu mínu slíkt skjól í þau 10 ár sem eru viðkvæmust í uppvexti unglings. Helgi v<jr sérkennilegur fálátur maður sem talaði lítið n hafði einhverja þá hlýju í augnaráðinu sem rö' mann rólegan í návist hans, þó ekki væri mikið sagt. Fáa menn hef ég séð jafn mikla hamhleypur til burtH °fi Ég minnist hans á heitum . kdegi að taka inn hey. Það var bókstaflega °g við hinir í kringum hann værum allt í einu ems öll á vúlausum hraða. En það var ekki nokkur leið að halda í við hann, augu hans loguðu af Iífsorku og kappi og allt lék í höndum hans. Við vinnuna upplifði maður Helga eins og honum leið best. Samt sagði hann einu sinni við mig - „Það er allt of mikið kapp í mér.það er eins og allt þurfi undan að láta þegar ég þarf að Ijúka einhverju verki. Þessvegna var eins og gripi mig svolítill beygur þegar sonur minn byrjaði að basla við að byggja sér nýtt hús, ég var hræddur um að þetta sama kapp væri í hans skapgerð, því mér hættir til að gleyma að hlú að því sem dýrmætast er í lífi mínu, bara vegna eirðarleysis sem grípur mig eigi ég miklu verki ólokið.“ ^eiðrétting g minningargrein um Sumarliða Sigmundsson, s I r|arnes‘íem birtist í íslendingaþáttum 5. ágúst lejgr.jenglaðist málsgrein, sem birtist hér með Sipf3-11 ^,u®r,ður og Sumarliði eignuðust tvo syni: nnd S’ ^trua í Sparisjóði Mýrasýslu, kvæntur 1 -ta5ri, og Gísla, deildarstjóra hjá Kaupfé- ^ , 0rgfirðinga, sem kvæntur er Elsu Fríðu ^ðai er?S£*ettur. Áður átti Guðríður dreng, l(v ‘ stein Björnsson, bifreiðastjóra, hann er Sumntur Margréti Kristínu Helgadóttur. Reyndist var ‘lr 1(11 honum alla tíð sem sínum eigin syni og eru .- ær eihur þeirra gagnkvæmur. Barnabörnin atta og barnabarnabörnin tólf. S*endingaþættir Júliana og Ragnar Framhald af bls. 8 Þó lífsstarf Ragnars Jónssonar og Júlíönu hafi orðið gestgjafaþjónusta þá engu að síður var innra með Ragnari mikill áhugi á búskap. Það kom oft fram í umræðum við hann og um tíma rak hann garðyrkjustöð að Stóra-Fljóti í Biskupstungum og kúabúskap að Öndverðarnesi í Grímsnesi en báðar eignirnar átti hann í nokkur ár. Ekki er hægt að láta svo staðar numið um minningu Sóllandshjónanna að gestrisni þeirra sé ekki getið. En þar var svo sannarlega opið hús fyrir gesti og gangandi, ekki minnst fyrir þá er minna máttu sín í lífshlaupi okkar jarðneska lífs. Það þökkum við nú að leiðarlokum þegar gamla góða Sóllandsheimilið er kvatt. Helgi var fæddur á Útstekk 2. janúar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Lars Jónsson og Ólöf Bergþóra Stefánsdóttir. Var hann næst yngstur af 8 börnum þeirra hjóna. Árið 1948 kvæntist hann Guðlaugu Ingibjörgu Sveinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Bergþóru sem er hjúkrunarkona í Reykjavík. Gunnlaugur sem er tæknifræðingur og býr á Egilsstöðum. Sveinn sem er húsasmiður og býr á Egilstöðum og yngst þeirra er Björg sem er kennari og starfar í Reykjavík. Og eru barnabörn Helga og Guðlaugar orðin 3, og eitt þeirra ber reyndar nafn hans. Helgi og Guðlaug slitu samvistum árið 1952.. Það eru ekki nema þrjár vikur siðan ég sat á tali við son minn og vorum við einmitt að ræða þessa breytingu sem hefur orðið á lífi hans við að hætta að vera barn og dvelja sumarlangt á Útstekk. „Auðvitað sakna ég þeirra mikið" sagði hann, „en veistu ■ það er svo skrítið, mér finnst svo gott að vita að þau eru þarna,maður verður eitthvað svo öruggur, stundum get ég allt í einu orðið svo hræddur um að eitthvert þeirra mundi deyja. Mér finnst ómögulegt að hugsa mér lífið án þess að vita af Útstekk svona nákvæmlega eins og hann er og fólkið mitt þar. Nú hefur þessi ótti ungs manns orðið að veruleika, eitt af þessum þremur systkinum sem eru lífi hans svo mikil kjölfesta er farinn, en kannski er það honum svolítil huggun að vita að hann Helgi vinur hans, sem hann hélt blákalt fram að væri duglegasti' maður í heimi, fékk að deyja í fullu starfi og hafði nýlokið því verki að reka úr túninu. Og kannski var það þetta eldheita kapp sem alltaf einkenndi Helga sem gerði það að verkum að hann gat lokað hliðinu á eftir kindunum í síðasta sinn. Það hefði ekki átt við þann mann að sofna frá óloknu verki. Guðrún Ásmundsdóttir Börn þeirra Júlfönu og Ragnars eru fjögur og þrjú búsett hér í borg. Elst er Rakel gift Björgvini Árnasyni, veitingamanni. Jón Óðinn, forstjóri og veitingamaður, giftur Hrafnhildi Valdimarsdóttur. Þá er Þór veitinga- maður og yngst er Ruth veitingamaður, gift Ómari Hallssyni, gestgjafa í Garðabæ. Áður átti Júlíana einn son Hilmir Hinriksson, verkstjóra við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði. Kona hans er Hulda Sveinsdóttir og eiga þau hjón 6 börn, og 10 barnabörn. Bamaböm og barnabarnabörn Júlíönu eru því orðin 24. Við þökkum þessum mætu hjónum minnis- stæða samfylgd og margar góðar samvemstundir á Sóllandi við Reykjanesbraut og vfðar. Börnum og öðru venslafólki sendum við innilegar samúðarkveðjur. Eðvald B. Malmquist. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.