Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 8
:i*g H j ónaminning Júliana S. Erlendsdóttir og Ragnar V. Jónsson Ragnar Valur Jónsson varfæddur30. júní 1912. Hann andaðist 8. maí 1981 og var útförin gerð frá Þingvallakirkju 19. s.m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir var fædd 3. sept. 1912. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu Sóllandi við Reykjanesbraut aðfaranótt 25. júlí s.l. Útför hennar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjud. 3. ágúst en jarðsett á Þingvöllum. Þau hjón hafa því kvatt samtíð sína með rétt rúmu árs millibili. í ágætri minningargrein um Ragnar Jónsson 19. maí 1981 var skýrt frá ætt og uppruna svo útí það skal ekki farið nánar. Júlíana kona hans sem kvödd er nú var ættuð úr Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru annáluð dugnaðarfólk þar í bæ, þau Björg Sighvatsdóttir og Erlendur Árnason. Júlíana ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt eldri systur Dagmar sem nú er látin fyrir tveim árum. Snemma kom í Ijós vinnugleði og dugnaður hjá Júlíönu á Gilsbakka, en svo var heimili hennar kallað í Eyjum. Strax á unglingsárum fékk hún starf sem símamær við Vestmannaeyjastöðina sem oftast var erilsamt í jafnmiklum athafna og útgerðabæ og þar hefur löngum verið. Rithönd hennar þótti bæði fögur og læsileg sem kom sér svo sannarlega vel á þeim tíma er hin skriflega tækni var á frumstigi Útgerðarbærinn Vestmannaeyjar hefur löngum dregið að sér dugandi og framsækið fólk þó á krepputíma hafi verið. Og í vertíðarbyrjun 1934 birtist þar ungur ofurhugi úr Reykjavík sem vill fást við veitingarekstur ásamt félaga sínum Svavari Kristjánssyni. Veitingastofu sína nefndu þeir Skógafoss og starfrækt var þar í nokkurn tíma. En nú er liðin tíð eins og þar stendur og við samtíðarfólk og vinir Ragnars og Júlíönu höfum fulla ástæðu til að halda að forsjónin hafi ætlað þeim víðtækari starfa í lífinú en reka veitinga- þjónustu í Vestmannaeyjum þó gott og nauðsyn- legt væri. Eftir nokkra mánaða dvöl rann stóra stundin upp. 29. júní 1935 gengu þessir ungu elskendur í hátíðlegt hjónaband, sem hefur enst þeim svo lengi sem heilsa og líf gaf þeim eða í tæp 46 ár. Atvinnuleysi og kreppuárin miklu settu að sjálfsögðu svip sinn á fyrirætlanir ungu hjónanna og var ekki um auðugan garð að gresja hvað afkomu og atvinnulíf áhrærði á þessum tímum. En eitt er víst að heimasætan úr Eyjum setti ekki fyrir sig þó uppalin væri í kaupstað að fylgja bónda sínum dyggilega eftir við þau störf er gæti tryggt lífsafkomu þeirra. Þannig starfaði hin harðdug- lega og lífsglaða kona við hlið mannsins frá þeirra fyrsta degi. 8 Eftir um tveggja ára samveru þeirra virtist veitingareksturinn ekki vera til frambúðar sem lífvænleg atvinna. Þá var að reyna eitthvað nýtt til sjós eða Iands. 1937 setjast þau að vestur í Stapadal í Arnarfirði. Jafnframt nokkrum landbúskap var ætlunin að stunda þar trilluútgerð. Mátti segja með hiiðsjón af aðstæðum og kreppu að þá væri þarna vel á stað farið. En í landi okkar hefur löngum verið allra veðra von, - og svo reyndist nú í miklu fárviðri, September veðrinu svokallaða 1937 urðu út- gerðarhugsjónir foknar út í veður og vind. Eftir stóðu bankaskuldir og autt bátanaust. Eftir þetta tjón gerðist Ragnar sjómaður á Patreksfirði. Var á togurum og hvalveiðibátum sem matreiðslu- maður, og síðar á skipum hér frá Reykjavík en hingað fluttu þau hjón alkomin 1939. Arið 1941 hyggjast þau hjón hefja að nýju veitingarekstur og þar með var boltanum kastað í rétta átt á þeirra lífsbraut. Að vísu voru vinnudagarnir langir bæði í gamla Golfskálanúm sunnan í Öskjuhlíðinni og síðar, en hvað um það nú var atvinnubylting framundan og áfram er haldið. Nú kom sér vel að húsmóðirin Júlíana var búin að fá mikla þjálfun í matargerð og veitingarekstri því skammt var stórátaka á milli. Árið 1945 setja þau hjón á stofn dans- og veitingahús að Hverfisgötu 116 hér í borg. Þar byrjar Þórscafé hinn vinsæli veitingastaður sem síðar, 1958 var flutt í Brautarholt 20. Nú hefur þessi skemmti- staður verið starfræktur í um 37 ár enda oft verið endurbættur og færður í nýtískulegra form eftir kröfum tímans hverju sinni. En samtímis því sem þau Ragnar og Júlíana hófu þennan veitingarekstur í Reykjavík 1946, þá ráku þau Hótel Brúarlund í Vaglaskógi í 6 sumur. Þetta sumarhótel í Vaglaskógi varð afar fljótt vinsælt bæði hjá dvalargestum og þeirra sem nutu þar veitinga á ferð sinni um hina fögru sveit Fnjóskadalinn. Auðvitað var Ragnar hinn stóri „general" þar en hann hafði ýmsum öðrum störfum að sinna m.a. við reksturinn hér í Reykjavík svo hin daglegu hótel- og veitingastörf hvíldu oft á tíðum á húsmóðurinni. Ég sem átti þess kost að koma á þetta kyrrláta sumarhótel í Birkiskógum við ána tæru í Fnjóskada! minnist þess ætíð hvað vinnugleðin, viðmótið og öll fyrirgreiðsla var með ágætum. Og gestir ljómuðu þar af hvíld og ánægju, ekki síst fjölskyldu fólk sem fékk fría mjólk og þurfti ekki að greiða matinn fyrir 12 ára börn og yngri, - enda engin verkföll á veitingahúsum í þann tíð. 1963 kaupa Sóllandshjónin, eins og þau voru oft kölluð meðal vina og vandamanna, Valhöll á Þingvöllum ásamt hinum þekktu veitingamönn- um Þorvaldi Guðmundssyni og Sigursæli Magnús- syni. En árið 1967 kaupa þau og yfirtaka allan veitingarekstur á Þingvöllum ásamt börnum sínum. í dag er það yngsta barn þeirra Ruth ásamt manni sínum Ómari Halissyni er sér um veitingarekstur í Hótel Valhöll. Framhald á bls. 7 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.