Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 6
Sigursteinn Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri, Edinborg Fæddur 24. desember 1899 Dáinn 20. desember 1982 Sigursteinn Magnússon, fyrrum framkvæmda- stjóri skrifstofu Sambandsins í Leith/Edinborg og aðalræðismaður íslands, andaðist í Edinborg 20. desember s.l. Útför hans var gerð í Edinborg á aðfangadag jóla, afmælisdegi hans, en þá hefði Sigursteinn orðið 83ja ára gamall. Með Sigursteini er genginn merkur íslendingur, aldamótamaður, sem elst upp er íslendingar eru smám saman að taka stjórn landsins í sínar eigin hendur, félagslegu málin og þau efnahagslegu. Sjálfur lagði Sigursteinn Magnússon virka hönd á plóginn við að yrkja þann akur efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, sem síðar varð grund- völlur þeirra miklu velmegunar sem Islendingar hafa búið við á seinni hluta þessarar aldar. Sigursteinn Magnússon var fæddur á Akureyri 24. des. 1899 og voru foreldrar hans Magnús Jónsson ökumaður og bóndi í Garði á Akureyri og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurstein sleit barnskónum á Akureyri, á þeim tíma, þegar samvinnustarf er sem óðast að festa rætur hér á landi. Þingeyingar sköpuðu með stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga, árið 1902. straumhvörf í íslenskt samvinnustarf. Á fyrsta áratugi aldarinnar leggja svo Eyfirðingar grundvöll að þróttmiklu samvinnustarfi í byggðu Eyjafjarðar undir forystu Hallgríms Kristinsson- ar. Sigursteinn Magnússon varð fyrir sterkum áhrifum af starfsemi og hugsjónum samvinnufé- laganna í uppvextinum á Akureyri enda fór svo, að hann helgaði ævistarf sinn samvinnuhreyfing- unni. Að loknu námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1917 hóf Sigursteinn störf hjá Vestmannaey og verið það síðan skipið kom nýtt 1973. Sigíður hefur sýnt á heimili sínu frábæra snyrtimennsku og smekkvísi. Verið ávallt með tvískiptan hugann um heimilið og gengi bónda síns á hafinu. Pétur er mildur stjórnandi, snyrtimenni, krefst góðrar umgengni á skipi sínu. Nærgætinn við menn og skip í sjósókn sinni. Enginn maður hefur fengið skrámu af völdum sjógangs, ekki brotnað rúða í glugga á Hjörleifi öll árin. Öll sjósókn, hver sem farkosturinn er, hvort það er árabáturinn eða hafskipið, sem fer allra sinna ferða og aldrei verður neitt að hjá, þar er oftast stærsta sagan á bakvið. Ég óska honum til hamingju á þessum merku tfmamótum í lífi hans, farsældar í starfi og fjölskyldu hans gæfu og gengis. Valdimar Guðmundsson. 6 Kaupfélagi Eyfirðinga. Um þetta leyti er Hall- grímur Kristinsson að setja á stofn aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavík og flytur þá heim frá Kaupmannahöfn, en Sigurður bróðir Hallgríms tekur þá við kaupfélagsstjórastarfi í Kaupfélagi Eyfirðinga. Það kom á daginn, að hugur Sigursteinn stefndi í frekara nám að loknu gagnfræðaskólaprófi. Beinast virtist liggja við að afla sér viðskiptanáms í Kaupmannahöfn, en þar voru fyrir Akureyring- ar, sem munu hafa verið reiðubúnir að greiða götu hans til frekari mennta. Hallgrímur Kristinsson hafði sett á stofn fyrstu skrifstofu Sambandsins í Kaupmannahöfn árið 1915 og þegar Hallgrímur flytur til íslands árið 1917 tók við forstöðu skrifstofunnar Oddur Rafnar, ættaður út Eyjafirði. Hann hafði stundað nám í Danmörku og starfað hjá danska samvinnu- sambandinu um árabil, áður en hann kom til starfa á Sambandsskrifstofuna. Sigursteinn átti því góða að í Danmörku, en hann fór til Kaupmannahafnar 1920 og innritaðist í Niels Brocks Handelsskole og útskrifaðist þaðan árið 1922. Að námi loknu hóf hann störf á Kaupmannahafnarskrifstofu Sambandsins hjá Oddi Rafnar. Síðan lá leiðin heim til Islands til starfa á skrifstofu Sambandsins í Reykjavík árið 1923. Á fystu áratugum íslensku kaupfélaganna var oft erfitt um vik með vöruútveganir, nema fyrir milligöngu bæði innlendra kaupmanna og erlendra heildsala, en sú hinhlýkkjótta leið frá framleið- anda til neytandans varð til þess að mikill millilioa- kostnaður hlóðst á vörurnar. Það var því ljóst, að eitt af megin verkefnum Sambandsins var að stytta leið vöruútvegunar og komast í bein samband við framleiðendur. Og hér koma hinar erlendu skrifstofur inn í myndina. Þá er ljóst, að fyrri heimsstyrjöldin varð til þess að breyta nokkuð innkaupavenjum íslendinga, enda færðust þá viðskipti frá Danmörku til annarra landa, þ.á.m. Bandaríkjanna. Það var þess vegna, að Sambandið setti á stofn skrifstofu í New York 1917 og var Guðmundi Vilhjálmssyni falin forysta hennar. Þessi skrifstofa var svo lögð niður 1920, eftir að viðskipti voru aftur að flytjast meira til Evrópu. Guðmundur Vil- hjálmsson flytur þá til Edinborgar og setur á stofn skrifstofu Sambandsins til innkaupa og sölu á íslenskum afurðum í hafnarborginni Leith. Starfsemi þessarar skrifstofu varð mikill örlaga- valdur í lífi Sigursteins Magnússonar, því árið 1930, þegar Guðmundur Vilhjálmsson flytur til Reykjavíkur og tekur við fostjórastarfi Eimsipa- félags íslands, er Sigursteinn ráðinn framkvæmda- stjóri Leith-skrifstofu og hann' flytur þá með fjölskyldu sína til Edinborgar. Sigursteinn var óvenju vel undir það búinn að taka að sér framkvæmdastjórn skrifstofu Sam- bandsins á Bretlandseyjum. Hann hafði kynnst þróttmiklu samvinnustarfi á uppvaxtarárunum á Akureyri, fengið góða verslunarmenntun, starfað á skrifstofunni í Kaupmannahöfn og svo um árabil á skifstofu Sambandsins í Reýkjavík. Og síðan var það gæfusporið stóra að eignast Ingibjörgu sem lífsförunaut, en þau gengu í hjónaband árið 1927. Ingibjörg er dóttir Sigurðar Björnssonar fyrrum brunamálastjóra í Reykjavík og konu hans Snjólaugar Sigurjónsdóttir af Laxamýrarætt. Það var mikil hamingja fyrir Sigurstein að eignast Ingibjörgu. Hún er ekki aðeins stórglæsileg kona heldur mikil húsmóðir og peria að manni. Þau Ingibjörg og Sigursteinn eignuðust fallegt heimili að 5, Lygon Road í Edinborg, en Sam- bandsskrifstofan var til húsa við Constitution straeti í Leith, skammt frá höfninni. Leith var um árabil fastur viðkomustaður skipa er sigldu til íslands. Það var mikið trúnaðarstarf sem Sigursteinn gegndi fyrir Sambandið að stýra Leith-skrifstofu. Þar var um að ræða að ná í sem best viðskiptasam- bönd til innkaupa beint frá framleiðendum og svo að koma íslensku afurðunum í sem best verð. Umfang Leith-skrifstofu fór vaxandi á þriðja áratugnum. Vörur voru keyptar fyrir kaupfélögin og sendar beint á hafnir til íslands. Minni hluta var afskipað til Sambandsins á lager. Þá sá Leith-skrifstofa um sölur á íslenskum afurðuffl. Sú starfsemi fór vaxandi eftir að frystur fiskur kom til sögunnar og stærsti hluti útflutts dilkakjöts fór fryst á Bretlands-markað. Framhald á næstu síðu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.