Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 8
Þráinn Valdimarsson Nú er Þráinn Valdimarsson orðinn sextugur og jafnframt á hann þrjátíu og sex ára afmæli sem starfsmaður Framsóknarflokksins. A þessum tímamótum ákvað hann að láta af störfum sem framkvæmdastjóri flokksins. Allir, sem best til þekkja munu sakna hans úr þessu þýðingarmikla og vandasama starfi, en skilja jafnframt að honum er nokkurrar hvíldar þörf eftir langan vinnudag og strangan. Pólitískt starf er að sjálfsögðu nauðsynlegt og oft skemmtilegt, en óneitanlega reynir það mjög á þrck manna. Þó að menn séu í sama stjórnmálaflokki þá er þess engin von að þeir séu sammála um alla hluti og á það jafnt við um mannaval til trúnaðarstarfa og margvísleg málefni. í sambandi við slíkan skoðanamun flokks- manna er framkvæmdastjóra flokksins oft mikill vandi á höndum og að sjálfsögðu er ómögulegt að gera alltaf svo öllum líki vel. þrátt fyrir besta vilja til að jafna ágreining. Auðvitað hefur Práinn ekki sloppið við gagn- rýni fremur en aðrir, en hitt vil ég fullyrða að hann nýtur almennari vinsælda heldur en algengt er um þá, sem sigla á hinu stormasama haft stjórnmálanna. Hvort sem menn eru honum sammála eða ósammála þá vita allir sem þekkja hann að hann er drengur góður og óeigingjarn, hjálpfús og raungóður. Þeir eru orðnir býsna margir, sem hann hefur rétt hjálparhönd á einn eða annan hátt. Með Þráni er gott að vinna. Hann hefur mikið jafnvægi í skapi, glaðlyndur, gamansamur og bjartsýnn jafnt í bli'ðu og stríðu. Hann hefur rækt sín umfangsmiklu störf af mikilli elju, reglusenu og dugnaði og stjórnað skrifstofu flokksins með festu, en aldrei með hörku eða yfirlæti. Hann hefur þann dýrmæta eiginleika að geta ftamkallað það besta sem býr í samverkamönnum Itans. Mér finnst það gleggsta einkennið á öllu hans starfi. Eg þakka fyrir langt og gott samstarf og óska Þráni og fjölskyldu hans allra heilla. Guðm. Tryggvason Jón Ólafsson Efri-Brúnavöllum Fxddur 24. febrúar 1920 Dáinn 6. október 1982 „5vo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lán frá morgni til kvelds“ Mér komu þessar Ijóðlínur úr hinum alkunna sálmi í þýðingu Matth. Jochumssonar, þegar ég að morgni 6. okt. s.l. frétti að Jón á Brúnavöllum hafi orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Að vísu þurftu þessi tíðindi ekki að koma á óvart, því að hann gekk með hjartasjúkdóm, en slíkt er eins og falinn eldur. En kvöldið áður hafði hann komið til mín, glaður og reifur að vanda, og stundað heyskap og önnur bústörf af kappi undanfarið, svo að maður hafði vonast til að eiga samfylgd hans lengur. Jón var fæddur 24. febrúar 1920 og því 62ja ára þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Ólafs Gestssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu á Efri-Brúnavöllum við rausn og myndar- skap, og er þeirra frændgarður mikill á Skeiðum. Jón ólst upp í stórum systkinahópi við leik og störf, en fór snemma að vinna utan hcimilis og lagði sérstaklega fyrir sig múrverk. Hann var góður verkmaður i og vandvirkur og sýna margar byggingar á Skeiðum handverk hans. Þá var erfitt 8 að fá iðnaðarmenn til starfa í sveitum og eiga því margir bændur Jóni skuld að gjalda, þ.á.m ég. Vorið 1950 giftist Jón, Guðfinnu Halldórsdóttur frá Króki í Gaulverjarbæjarhreppi. Ungu hjónin fengu 1/3 hluta jarðarinnar stolnuöu jtai nýbýli, Efri-Brúnavelli 2, og hófu búskap. Þau voru samhent og ræktuðu og byggðu frá grunni íbúðarhús og pcningahús, svo að þar er nú myndarlegt býli. Jón var búinn bestu eðliskostum bóndans, hann var hneigður fyrir búskap, góður ræktunarmaður og fór vel með allar skepnur. Bú hans var því arðsamt. Jón hafði yndi af hestum og gaf sér tíma til útreiða. Hann var laginn tamningarmaður og átti góða hesta sem vöktu athygli á hestaþingum. Voru honum falin störf í þágu hrossaræktarfélags sveitarinnar og hafði síðustu árin með höndum að sjá um girðingu og annað fyrir félagið. Þessi störf rækti hann af hinni mestu trúmennsku. Jón var líka félagslyndur og hjálpsamur að eðlisfari og fljótur að bregða við, ef einhver sveitungi hans þurfti á hjálp að halda. Jarðir okkar liggja saman og því samgangur búfjár, sérstaklega áður en skurður var grafinn á mörkum. Samskipti hafa alla tíð verið mikil og góð milli heimilanna á Brúnavöllum og í Vorsabæ. Ég minnist mikillar hjálpsemi og vináttu foreldra Jóns í garð foreldra minna og það breyttist ekki í tíð Jóns. eftir að við systkinin hófum búskap. Við söknum því vinar i stað. Þau hjónin, Jón og Guðfinna voru barnlaus en ólu upp og tóku sér í dóttur stað Ólínu Maríu- Varð það Jóni til mikillar gleði að eignast þessa dóttur og síðat barnabörnin. en Ólína er gift Guðjóni Egilssyni, og eiga þau þrjú börn. Við í Vorsabæ sendunt fjölskyldunni á Brúna- völlurn og ættingjum samúðarkveðjur. Jón Eiríksson Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.