Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Föstudagnr 14. janúar 1983 — 2. tbl. TÍMANS Ingólfur Davíðsson grasafræðingnr Hinn 14. janúar 1903 fæddist drengur á Ytri-Reistará á Galmaströnd í Arnameshreppi, er hlaut nafnið Ingólfur. Foreldrar hans voru hjónin Davíð Sigurðsson og María Jónsdóttir, er þá bjuggu á Ytri-Reistará en fluttu skömmu síðar að Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd og bjuggu þar ágætu búi með 5 börnum sínum meðan heilsa og kraftar entust. Davíð var lengi hrepps- stjóri á Árskógsströnd. Hann var af ágætum eyfirskum ættum Skriðuætt og Hvassafellsætt, en María kona hans var eyfirsk í móðurætt af Randversætt, en Jón faðir hennar var Skagfirðing- ur, Ólafsson frá Syðri-Grund í Akrahreppi. Er sú ®tt víðkunn í Skagafirði og getur Ingólfur rakið hana til Gottskálks grimma. Ingólfur er því mikilla ætta, sem ekki verða raktar í þessari grein, en þess aðeins getið, að meðal forfeðra hans og frænda í báðum ættum eru margir, góðbændur, skáld og menntamenn. Þeirra á meðal má geta listskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Stefánssonar listmálara. Ingólfur ólst upp hjá foreldmm sínum og systkinum á miklu menningarheimili við góðan hag, þótt mikið þyrfti fyrir lífinu að hafa þar sem annarsstaðar á þessu landi á bernsku og uppvaxt- arárum hans. En þjóðlífið var vakandi og foreldrar Ingólfs í hópi hinna ötulli framfara- sinna, sem trúðu á að aukin þekking væri besta vopnið í baráttunni við fátæktina, vonleysið og armæðuna, sem hafði þjakað þjóðina öldum saman. Á Stóru-Hámundarstöðum var brjóstvitið eitt ekki talið einhlítt til vegs og frama, þótt í heiðri væri haft. Davíð bóndi var Möðravellingur, sem hafði notið kennslu Stefáns Stefánssonar síðar skólameistara og Ólafs Davíðssonar frá Hofi. Davíð var líka stundum á ferðum með Ólafi Davíðssyni er hann fékkst við náttúrufræðirann- sóknir sínar. Kennsla þessara ágætu lærdóms- manna varð Davíð notadrjúg. Hann hafði nieðfæddan áhuga á náttúrufræði og þó sérstak- lega grasafræði, lærði að lesa jurtir og greina þær og þurrka og þekkti alla íslenskar blómjurtir. Hann eignaðist gott jurtasafn með tímanum, sem Ingólfur strax barn að aldri skoðaði og lærði margt af. Má segja að áhugi Ingólfs á grösum og gtasafræði hafi þegar vaknað í frumbernsku hans og viðhaldist og aukist síðan. Þakkar Ingólfur föður sínum mest, hve mikinn áhuga hann fékk á grasafræði og náttúrufræði yfirleitt. Ingólfur naut bamafræðslu í heimasveit sinni, sem mun hafa verið síst minni eða lakari en þá áttræður Gagnfræðaskólans á Akureyri (síðar MA) vorið gerðist í sveitum og lauk hann fullnaðarprófi 1916. Eftir fermingu heldur Ingólfur áfram að vinna á búi foreldra sinna, hafði ánægju af búskap bæði jarðrækt og búfjárhirðingu og gerði ráð fyrir að feta í fótspor föður síns og verða bóndi. En að athuguðu máli eftir að hafa hitt Jónas Rafnar, lækni, hætti hann við að stefna að búskap. Hann var veill í baki af afleiðingum sjúkdóms á öðru aldursári og ráðlagði læknirinn honum að leggja ekki á sig þá bakraun, sem búskapur ævilangt útheimti. Réttara væri fyrir hann að stefna að sjósókn, læra til skipstjórnar og stíga heldur ölduna en standa við orfið og rekuna, en æskilegast væri fyrir hann að leggja í langskólanám ef efni og ástæður leyfðu. Ingólfur ákvað þegar að leggja fyrir sig langskólanám og stefndi frá byrjun að ákveðnu marki, þ.e að verða vel menntaður grasafræðingur, en sætta sig ekki við hálfkák í námi. Hann flýtti sér þó hægt, vann að búi foreldra sinna, safnaði ekki séreign en átti kauprétt óreiknaðan í búi foreldra sinna, en fékk eyðslueyri úr búinu til að kosta námið á Akureyri. Ekki leitaði hann í fjarlægð eftir atvinnu, taldi affarasælast að halda sig við heimilið meðan kostur var, vinna þar hvað sem gera þurfti á sjó og landi, réri stundum til fiskjar út á fjörðinn, til að afla í soðið fyrir heimilið, en ekki til innleggs, en stöku sinnum fór hann í vegabótavinnu innan sveitar. Einn vetur sótti hann nám í unglingaskóla sem Ingimar Óskarsson hinn fluggáfaði, sjálf- menntaði náttúrufræðingur stóð fyrir. Þetta unglingaskólanám til viðbótar lestri heima gerði Ingólfi kleift að taka próf inn í 2. bekk 1924, þá fullmyndugur. 1 skólanum sóttist Ingólfi námið vel og þar gat hann sér vinsælda og virðingu bæði hjá skólafélögum sínum og kennuram. Hann lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og hélt ótrauður áfram til stúdentsprófs ásamt með nokkram bekkjarbræðrum sínum, þótt skólinn hefði ekki enn öðlast réttindi til að brautskrá stúdenta. Heima vann hann öll sumur. Þessi bekksögn, sem Ingólfur átti sæti í, var annar hópurinn sem fékk leyfi til að þreyta stúdentspróf á Akureyri vorið 1929 ári áður en skólinn var með lögum gerður að menntaskóla. Ég var einn vetur samtíða Ingólfi á Akureyrarskóla, þ.e. fyrsta veturinn minn, en síðasta hans. Við sem þá sátum í II. bekk, litum að sjálfsögðu mjög upp til hinna verðandi stúdenta og lá við að við værum feimnir við þá. Samt lét ég það ekki hindra mig við að reyna að kynnast þeim nokkuð. Tókst mér að verða vel málkunnugur þeim 6. bekkingum, sem í heimavist bjuggu, en meðal þeirra var Ingólfur Davíðsson. Við kynntumst nokkuð og fór vel á með okkur enda Ingólfur þá sem ávallt síðan laus við allan hroka. Bekkjarsystkini Ingólfs vissu að hann stefndi að háskólanámi 'í grasafæði, en þeim fannst það langt og kostnaðarsamt miðað við hagnaðinn af slíku námi og eggjuðu hann til þess að leggja fremur stund á lyfjafræði, af því að lyfjafræðingar ættu allra manna auðveldast með að verða ríkir. Engin áhrif hafði þetta aurahjal á stefnu Ingólfs. Hún hélst óbreytt. Hann hlaut stóra styrkinn, þ.e. kr. 1200 á ári í fjögur ár, til háskólanáms, en þann styrk hlutu aðeins 4 stúdentar á landinu ár hvert, er best stóðu sig á stúdentsprófi. Að unninni þessari þrekraun kveið Ingólfur engu, en hélt ótrauður utan haustið 1929 til Kaupmannahafnar og innritaðist þar í Náttúru- fræðideild með grasafræði sem aðalgrein. Stefnt var frá upphafi að því að taka meistarapróf í grasafræði, en láta kandidatspróf ekki nægja. Námið var sótt af kappi og hverjum áfanga náð á tilsettum tíma. Stóri styrkurinn auðveldaði sóknina. Auk hans tóks Ingólfi að fá stuðning frá Dansk-íslenska félaginu, þannig að hann fékk íbúðarherbergi við annan mann án endurgjalds. Á sumram fór Ingólfur jafnan heim til að vinna þar við búið og með því drýgja tekjur fremur en eyða fé erlendis í sumarfríunum. Til viðbótar við skyldunámið sótti Ingólfur fyrirlestra tvo vetur í jurtasjúkdómum við landbúnaðarháskólann og dvaldi auk þess á sumarnámskeiði við jurtasjúk- dómatilraunastöðina í Lyngby. Taldi hann ávinning að hafa nokkra hagnýta menntun til Framhald á næstu síðu

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.