Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 2
viðbótar hinu háakademiska grasafræðinámi, er heim kæmi. Reyndist það rétt. Ingólfur lauk meistaraprófi (mag. scient.) í grasafræði vorið 1936 og voru þá 40 ár liðin síðan íslendingur hafði hlotið svo mikla menntun í grasafræði við Hafnarháskóla. Sá er það próf tók næstur á undan Ingólfi var hinn frægi grasafræð- ingur Helgi Jónsson, 1896, sem varði svo doktorsritgerð við sama háskóla 14 árum síðar. Eftir heimkomu 1936 réðst Ingólfur kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, en vorið 1937 réðist hann sem sérfræðingur í jurtasjúkdómum við hina nýstofnuðu Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans. Vann hann eftirþað íþeirri stöðu allan' sinn lögmæta starfsaldur, og að hluta nokkrum árum lengur, fyrst hjá Búnaðardeild, en eftir skipulagsbreytingu og endurskírn þeirrar Stofnun- ar 1965 hjá arftaka hennar Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Ingólfurvarí raun fyrsti starfandi sérfræðingur Búnaðardeildar, þótt deildarstjóri hennar, Þórir Guðmundsson, búfræðikandidat og áður kennari á Hvanneyri, væri ráðinn nokkrum mánuðum fyrr, þá lést hann í júní 1937 áður en hann hafði hafið teljandi störf við þessa nýju stofnun. Fyrstu árin var Ingólfur einn á báti og fimm árum síðar voru aðeins 4 sérfræðingar ráðnir við Búnaðardeild. Er Ingólfur hóf störf við Búnaðardeild kom hann að óplægðum akri. Enginn annar sérfræðing- ur í jurtasjúkdómum var til á landinu, hvorki leiðbeinandi né rannsóknarmaður. Hann varð því að móta starf sitt frá upphafi. Starfsemin hlaut að mótast .af aðstæðunum, menntun og lyndiseink- unn hins nýráðna sérfræðings. Það er engum einum manni auðvelt að leggja grunn að vísinda- stofnun án teljandi fjárveitinga og án faglegrar vakningar frá samstarfsmönnum, sem ekki voru til í byrjun. Staðgóð menntun, þrá eftir meiri þekkingu og löngun til að vinna þjóð sinni gagn með því að fræða hana og leiðbeina þeim, sem fengust við ræktun nytjagróðurs og skrautjurta, réðu meiru um, hvernig Ingólfur hagaði störfum sínum en beinharður lagabókstafur og reglugerð- arákvæði. Fyrst var að finna sjúkdómavandamál- in, sem bændur og garðyrkumenn jafnt í sveitum og bæjum áttu við að stríða. Það gerði Ingólfur með þrotlausum ferðum um landið mest þó fyrstu árin, en ávallt var hann ferðafús, og allra manna hagsýnastur að skipuleggja ferðalög sín þannig, að þau kæmu að sem mestu gagni, en kostuðu sem allra minnst. Hann hefur aldrei átt bifreið, en komist ferða sinna fyrir því, ýmist í almenningsfar- artækum, fótgangandi eða á leigubílum væri þess virkilega þörf. í ferðum sínum hélt hann sig ekki innan síns þrönga sérsviðs, rannsókn jurtasjúk- dóma. Hann dró ekjd af sér við að leiðbeina ræktunarmönnum um allt, sem þekking hans leyfði, þótt það væri ekki beint í hans verkahring og ekki hafði hann skrúðgarðaræktun og skógrækt útundan. Leiðbeiningarnar voru ekki aðeins stundaðar á ferðalögunum heldur einnig og í miklu meira mæli í rituðu máli í blöðum og tímaritum og með erindum á fundum og í hljóðvarpi. Strax og þekking Ingólfs óx um jurtasjúkdóma á íslenskum nytjagróðri, hóf hann rannsóknir á því, hvernig helst væri hægt að verjast eða draga úr tjóni af völdum þessara sjúkdóma. Vann hann að slíku bæði hjá bændum og á tilraunareitum á þeim löndum, sem Búnaðar- 2 deildin hafði umráð yfir. Birti hann jafnóðum árangurinn af tilraunum sínum og athugunum, ýmist í ritum Búnaðardeildar eða í greinum í biöðum og tímaritum. Ingólfur hefur aldrei verið aðdáandi tölfræðinnar og hafði takmarkaðan áhuga á að sanna árangur tilrauna sinna með tilraunastærðfræði. Hann var og er fremur maður lýsingarorða en töflugerðar. Eitt sinn ræddi ég við Ingóíf um nauðsyn þess að skýra allar tilrauna- skýrslur með töflum og tölfræðilegum sönnunum, en hann sagði að slíkt fældi bara hinn venjulega lesanda frá því að lesa um tilraunaniðurstöðurnar - glögg lýsing í einföldu skýru máli væri það sem fólkið hefði gagn af. Urðum við aldrei á eitt sáttir um þetta, en mér var Ijóst að aðferð Ingólfs var affarasæl og sýndi aðeins, að honum var enn Ijúfara að leiðbeina og fræða en að fást við útreikninga og töflugerð, þótt hann kæmist ekki hjá því að vega, mæla og reikna við rannsóknar- störfin. Hér yrði of langt mál að rekja árangur af rannsóknarstörfum hans enda aðgangur að því í prentuðu máli. Hinsvegar má geta þess að hann lagði t.d. feikna starf í að stöðva útbreiðslu kartöfluhnúðormsins, benda ræktendum á aðferð- ir til að útrýma þessum lævísa sjúkdómi eða a.m.k. draga úr tjóni af hans völdum. Annar þáttur, sem hann eyddi miklum tíma í var eftirlit með heilbrigði og ræktun stofnútsæðiskartaflna i og innfluttra lifandi jurta og grænmetis. Á ferðum sínum um landið vann Ingólfur linnulaust að grasafræðirannsóknum samhliða gróðursjúkdómaleitinni og jók með því miklu við þá þekkingu, sem fyrir var, um útbreiðslu ýmissa tegunda. Á þessum ferðum fann hann einnig nokkrar plöntutegundir áður óþekktar hér á landi. Má þar meðal annars nefna blæösp, hrísastör og keldustör auk margra innfluttra slæðinga. Ingólfur Davíðsson hefur lagt huga og hönd á ótal viðfangsefni önnur en þau sem beint voru tengd aðalstarfi hans. Má þar nefna kennslu, ritstörf og félagsmálastörf. Hann var stundakenn- ari í grasafræði við Gagnfræðiskóla Reykvíkinga frá 1936-1951 við Gagnfræðaskólann Flensborg 1936-1940 og við Húsmæðrakennaraskóla íslands frá stofnun hans 1942 til 1977. Þá hefur Ingólfur lengi kennt og kennir enn lyfjafræðinemum við Háskóla íslands grasafræði, en sú kennsla er einkum fólgin í því að kenna stúdentunum um hinar mörgu jurtir, innlendar sem erlendar, sem notaðar eru til lyfjaframleiðslu, hvaða efni þær innihalda o.s.frv. Þá kennir hann einnig um eitraðar jurtir og að sjálfsögðu, hvernig skuli þekkja þær. Mun Ingólfur einn fróðasti íslending- ur í þessari grein grasafræðinnar. Ingólfur var ritstjóri Garðyrkjuritsins frá 1942-1967 og jafnlengi ritari Garðyrkjufélags fslands og lengi ritari Skógræktarfélags Reykja- víkur. Hann var í stjórn Hins íslenska náttúru fræðifélags 1942-1956, í útgáfunefnd Flóru íslands 1948, átti sæti í Náttúruverndarráði 1957 til 1958 og var fyrir löngu síðan kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga. Þegar litið er til baka yfir störf Ingólfs Davíðssonar bera ritstörf hans yfir allt annað. Hann hefur auk margra tilraunaskýrslna, sem finna má í Ritum Búnaðardeildar, samið mýmörg fræðslu og/eða leiðbeiningarit ýmist einn eða í félagi við aðra. Hér er ekki rúm til að gefa yfirlit um ritverk Ingólfs, en skrá um mörg þeirra er að finna í bókinni íslenskir samtíðarmenn 1965 og í ritskrá Háskóla fslands 1961. En auk þeirra bóka og tilraunaskýrslna sem út hafa komið eftir Ingólf, hefur hann ritað hundruð greina í innlend og erlend tímarit um hin fjölbreyttustu efni, en flest um grasafræði og jurtasjúkdóma. Rannsóknar- stofnun Iandbúnaðarins hefur skrá yfir 459 bóka- og tímaritsgreinatitla eftir Ingólf Davíðsson um fagleg efni. Þar að auki hefur hann ritað fleiri hundruð greina og þátta í dagblöð, yfirleitt um fagleg efni eða menningarverðmæti. Slíkt er mikið afrek ekki síst af því að honum hefur tekist að ná til fólksins, bæði til þeirra sem hafa haft bein not af miðlun hins mikla fróðleiks hans og líka til þeirra mörgu sem lesa greinar hans aðeins sér til ánægju. Nokkrum sinnum eftir að Ingólfur hóf störf hefur hann farið utan til námsdvalar í lengri eða skemmri tíma og sótt fundi og ráðstefnur í sinni grein. Ingólfur Davíðsson ber hvarvetna með sér látleysi og hógværð hins sannmenntaða dreng- skaparmanns enda með eindæmum vinsæll af þeim mörgu sem hafa kynnst honum og verkum hans. Hann hefur ætíð unnað hinni íslensku náttúru enda fagurkeri og blómavinur. Hann hefur ekki látið sitt eftir liggja að auka ræktun lýðs og lands. Strax og hann réðst til Atvinnudeild- ar Háskólans gróðursetti hann ilmbjörk og margar skrautjurtir kringum bygginguna og hlúði að þessum gróðri ár hvert meðan hann vann í þvl húsi. Allt þetta var sjálfboðavinna, innt af hendi án endurgjalds, en sýnir vel hverju hin hlýja hönd gróðurunnandans fær áorkað. Ingólfur er hýrlyndur hagyrðingur, sem á ríka kímnigáfu. Kímni hans er jafnan græskulaus þótt sumum kunni að sárna í svip, þegar hann rímar haglega gamansemi sína. Hinn 28. júní 1936 tveimur dögum eftir að Ingólfur brautskráðist frá Kaupmannahafnarhá- skóla kvæntist hann danskri konu Agnesi Marie Ingeborg dóttur hjónanna Birtha Alma Henrietta Lassen og Peter Anton Matthias Christensen prentsmiðjustjóra í Álaborg. Sumir ættmenn Agn- esar eru kunnir stjómmálamenn í Vinstri flokki Dana um síðustu aldamót. Má þar nefna Ingolf Vilhelm Lassen, móðurbróðir hennar, er var fjármálaráðherra í ráðuneyti Christensens foringja Vinstrimanna. Lassen ráðherra barðist sérstak- lega fyrir bættum kjörum húsmannanna, meðal annars með því að stofna Álborgs Amtstidende, og berjast fyrir rétti þeirra. Þau Agnes og Ingólfur eiga þrjú börn, son og > tvær dætur. Þau eru mikilhæft sómafólk eins og þau eiga ættir til, öll gift. Sonurinn Agnar er doktor að menntun og prófessor í vistfræði við Háskóla íslands kvæntur Lindu Wendal efna- fræðingi, dæturnar Edda, fóstra búsett á eynni Mors í Danmörku, gift Jörgen Hansen, social pedagog og Helga semballeikari gift dr. Þorkeh Helgasyni, dósent. Heimili Agnesar og Ingólfs er fagurt menning- arheimili án íburðar en umvafið hlýju og smekkvísi húsráðenda. Þau hjónin eru á líkum. aldri. Agnes átti áttræðisafmæli liinn 26. júní 1982. Þá dvöldu þau á feðragrund Agnesar meða! frændfólks hennar og vina þeirra beggja. Framhald af bls. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.