Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 7
Þóra J. Akranesi Fædd 19. desember 1896. Dáin 31. desember 1982. í dag verður gerð frá Akraneskirkju útför Þóru 1- Hjartar, ekkju Friðriks Hjartar fyrrum skóla- stjóra. Þar er gengin gagnmerk kona, sem á að baki sér langt og gifturfkt ævistarf, sem margir minnast nú með þakklæti og virðingu. Þóra átti undanfarin ár við vanheilsu að búa og dvaldi síðustu 5 árin í Sjúkrahúsi Ákraness. Þóra J. Hjartar var fædd á Suðureyri í Súgandafirði 19. des. 1892. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson skipstjóri og síðar íshússtjóri á Suðureyri og kona hans Kristín Kristjánsdóttir útvegsbónda á Suðureyri. Foreldrar hennar voru Súgfirðingar að ætt og uppruna. Systkini Þóru voru fjögur og eru þau enn öll á lífi. Sturla lengi oddviti og útgerðarmaður á Suðureyri, Þorlákur rafvirkjameistari í Reykjavík, Kristjana húsmóðir að Botni í Súgandafirði og Jóhannes verslunar- maður í Reykjavík. Þóra giftist ung áð árum - þann 26. júlf 1914 - Friðrik Hjartar frá Mýrum í Dýrafirði (f. 15. sept. 1888), sem um lagt skeið var þjóðkunnur kennari og skólamaður. Heimili þeirra varð fljótlega mikill rausnargarður, sem átti eftir að standa í þremur landsfjórðungum við mikinn orðstír. Börn þeirra hjóna voru 6. Öll fædd í Súgandafirði. Þau eru þessi talin í aldursröð: Sigríður giftist Þórleifi Bjarnasyni rithöfundi. Hún dó 21. febr. 1972. Jón fulltrúi hjá Kópavogskaupsstað, kvæntur Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri. Olafur bókavörður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur frá Akranesi. Svavar, er lést 10 ára, þann 12-febr. 1933. Guðrún gift Adam Þ. Þorgeirssyni múrara- meistara frá Húsavík, búsett á Akranesi. Ingibjörg gift Þorgilsi V. Stefánssyni fyrrv. yfirkennara frá Ólafsvík, búsett á Akranesi. Friðrik Hjartar andaðist 6. nóv. 1954 og hafði þá verið kennari og skólastjóri í 47 ár. Kennari í Súgandafirði 1907-‘09og skólastjóriþar 1911-‘32. Skólastjóri í Siglufirði 1932-‘44 og á Akranesi 1944-1954. í rúm 40 ár var Þóra Hjartar húsmóðir á fjölmennu menningarheimili á Suðureyri, Siglu- firði og Akranesi. Heimili, sem margir sóttu heim og eiga varanlegar endurminningar um. Heimili, sem var víðkunnugt fyrir alúðlega gestrisni, glaðværð og holl menningaráhrif.Bæði voru hjónin samtaka í því að móta heimilisbraginn í þessum anda. Þóra var mikilhæf húsmóðir, áhugasöm um félagsmál, hannyrðir og söng. Friðrik mikill hugsjónamaður um uppeldis og kennslumál, hugkvæmurog lifandi í starfi, óvenju söngvinn, félagslyndur og glaðlegur í allri fram- komu. Menningaráhrifin frá slíku heimili voru því ómæld og þeirra nutu margir. Hjartar Þóra Hjartar lét sér ekki nægja húsmóðurstarfið á þessu umsvifamikla heimili, sem reist var um þjóðbraut þvera. Hvar sem hún átti heima, tók hún virkan þátt í starfsemi kvenfélaga, reglu góðtemplara, leikfélaga og gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Á Akranesi var hún formaður Kvenfélags Akraness í 14 ár (1948-1962). Átti sæti í stjórn Sjúkrahúss Akraness í 8 ár (1958-1966). Sat lengi í skólanefnd. Ennfremur mörg ár prófdómari í handavinnu stúlkna við barna og gagnfræðaskól- ann á Akranesi, enda frábær hannyrðakona. Átti lengi sæti í deildarstjórn Kaupfélags Suður-Borg- firðinga, meðan það félag starfaði. Áhugi hennar fyrir málefnum samvinnumanna var mikill, eins og öllum öðrum málum, sem til heilla horfa. Málefni Framsóknarflokksins studdi hún ætíð af sama myndarbrag og önnur, sem hún tók sér fyrir hendur. Skipaði Þóra oft sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar og skipaði trúnaðarstöður fyrir hann í nefndum bæjarins, eins og áður er vikið að. Þóra var heiðursfélagi í Kvenfélagi Akraness og Stórstúku ísland. Hún tók þátt í mörgum Kvennaþingum og ráðstefnum, bæði hér heima og erlendis. Félagsmálasaga Þóru Hjartar var löng og viðburðarrík. Hún kom víða við og lét margt gott af störfum sínum leiða. Áhrif hennar voru mikil. Hún hafði faslmótaðar skoðanir og manndóm til að halda þeim fram við hvem sem var af fuilri einurð. Þetta skapaði henni álit og tiltrú - jafnt samherja sem andstæðinga - þegar því var að skipta. Jafnframt var hún með afbrigðum trygg- lynd og vinföst og var sá hópur stór, sem þess .naut í ríkum mæli. Það var um sumarmálin 1937, sem við Þóra Hjartar kynntumst fyrst á æskustöðvum hennar í Súgandafirði. Þar vorum við bæði gestir. Hún öllum vel kunnug, en ég þekkti fáa. Eftir tveggja daga dvöl mína á Suðureyri mættum við Þóra á myndarlegri samkomu, sem stúkan stóð að. Þar voru og mörg reglusystkin frá Flateyri. Eftir miðnætti var haldið niður á bryggju og Flateyring- arnir kvaddir. í næturhúminu var suneið.við raust: „Allir heilir uns við sjáumst næst o.s.frv.“ Þetta var mikil hrifningarstund. Ég fékk að fljóta með þeim Flateyringum. Eftir þennan fyrsta samfund áttum við Þóra oft eftir að sjást og vinna sitt hvað saman. Sumarið 1940 var ég um nokkurn tíma heimagangur hjá henni og þeim hjónum í Norskahúsinu á Siglufirði. Og 1954 liggja leiðir okkar enn saman á Akranesi. Síðan hefur Þóra verið kær vinur minn og fjölskyldu minnar. Það er því margs að minnast og margt að þakka er leiðir skilja. Ég hygg að allir samferðamenn Þóru Hjartar, sem af henni höfðu einhver kynni vilji undir þetta taka og gera jáfnframt að sínum orðum þessa sígildu lífsspeki Hávamála: „Deyr fé, deyja frœndr, deyr sjalfr it sama, en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. “ Dan. Ágústínusson. Kveðja frá Kvenfélagi Akraness. „Dýrmœt eftir dvelja sporin, dáða, kœrleiks, mœtra ráða.„ S.Th. í dag er kvödd hinstu kveðju Þóra Jónsdóttir Hjartar, heiðursfélagi og fyrrum forntaður Kven- félags Akraness.Um það leyti sem kirkjuklukk- urnar ómuðu í síðasta sinn á árinu, var okkar kæra félagssystir kölluð til starfa í æðra heimi. Andlát hennar kom okkur ekki á óvart. Síðastliðin 5 ár hefur hún dvalist í sjúkrahúsinu hér, þrotin kröftum og oft sárþjáð. Þar naut hún læknishjálp- ar og umhyggju, sem best verður á kosið. Það var mikil gifta fyrir Kvenfélag Akrahess að fá að njóta forystu jafn þrautreyndrar félagsmála- konu sem Þóra var. Á formannsárum hennar (1948-1962), var lokið við byggingu gamla sjúkrahússins, sem félagið styrkti af miklum myndarskap og einnig var hafinn undirbúningur að dagheimili fyrir börn á vegurn félagsins. Þóra vildi ætíð hag félagsins sem mestan, og þótt hún léti af störfum þar vegna heilsubrests, þá var hún Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.