Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 11
Fáll Stefánsson Fæddur 6. september 1912. Dáinn 16. nóvember 1982. Þann 16. nóvember eftir mikla óveðursnótt kom kallið. Páll slasaðist og lést við vinnu sína við vörubílinn. Ekki var liðinn nema rúmur mánuður frá því hann var hjá okkur til að vera við jarðarför bróður síns, Jóns Stefánssonar. Þetta minnir óþyrmilega á hversu stutt er oft milli lífs og dauða. Páll fæddist að Smyrlabergi á Ásum í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Stefán Jóns- son bóndi frá Sauðanesi og Guðrún Kristmunds- dóttir frá Melrakkadal. Páll var einn af tíu systkinum og eru nú sjö þeirra á lífi. Ungur missti hann föður sinn og kom það þá í hlut eldri systkinanna að hjálpa móður sinni við að sjá heimilinu farborða. Má geta nærri hve erfitt það hefur verið að standa ein uppi með tíu börn á þessum árum. Á Smyrlabergi var þá lítill torfbær eins og títt var í sveitum á þessum árum og efnin voru ekki mikil. Laxárvatn gaf þá oft björg í bú og allt blessaðist þetta með dugnaði móður og barna. Upp í hugann koma orðin: „Það búa hetjur bak við lágar dyr“. Árið 1946 giftist Páll eftirlifandi konu sinni Huldu Bjarnadóttur frá Blönduósi. Þau eignuðust þrjú börn. Bjarna .gröfueiganda á Blönduósi, sem giftur er Huldu Leifsdóttur, Ingibjörgu Ásdísi gifta undirrituðum og Stefán Guðmund 14 ára. Mestalla starfsævi sína var Páll vörubílstjóri á Blönduósi. Ég hef þekkt Pál síðastliðin 15 ár sem tengdasonur hans. Hann kom mér fyrir sjónir sem sérlega góður drengur og umhyggjusamur heimil- isfaðir. Barnabörnin hændust rnjög að afa sínum og þær voru ófáar ferðirnar sem nafni hans fékk að fara með honum í vörubílnum. Ég á margar góðar minningarfrá liðnum árum þegar við hjónin heimsóttum Pál og Huldu til Blönduóss svo og þegar við vorum á flakki með þeim um landið. Síðast í sumar áttum við ánægjulega daga saman í Biskupstungunutn. Ég vil að lokum færa Huldu og Stefáni syni hennar innilegar samúðarkveðjur um leið og ég læt í Ijós þá von að við eigum eftir að eiga saman góðar stundir hér eftir sem hingað til. Guðmundur Árnason. Jón Ólafsson Efri-Brúnavöllum Fæddur 20. febrúar 1920. Dáinn 6. október 1982. Þegar manni berst lát nágranna og vinar setur manni hljóðan. Maður trúir ekki í fyrstu að svo geti verið, en um staðreyndir verður ekki efast. Svo var mér farið er mér barst lát Jóns á Brúnavöllum á síðast liðnu hausti, daginn áður hafði ég hitt Jón hressan og kátan en svo var hann jafnan við samfundi. Jón hafði um árabil gengið með hjartasjúkdóm sem loks lagði hann að velli. Jón var fæddur að Efri-Brúnavöllum á Skeiðum 20. febrúar 1920 og var því aðeins 62 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Ólafur Gestsson frá Húsatóftum ogSigríðurJónsdóttirfrá Eystri-Geld- ingaholti mikil sæmdarhjón. Þau byrjuðu sinn búskap að Efri-Brúnavöllum fluttu síðan að Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi og bjuggu þar nokkur ár, fluttu síðan aftur að Efri-Brítnavöllum keyptu jörðina, byggðu hana upp og bjuggu þar rausnarbúi uns synir þeirra tóku við jörðinni, fluttu þau þá til Reykjavíkur og stundaði Ólafur þar ýmsa vinnu, þau eru nú bæði látin fyrir nokkrum árum. Jón ólst upp við venjuleg sveitastörf, vann á bæ foreldra sinna öll sín bernsku ár, um skólagöngu var ekki að ræða utan venjulegs barnaskólanáms. Rúmlega tvítugur fór Jón að stunda ýmsa vinnu utan heimilis vann lengi við múrverk, var ágætur Islendingaþættir múrari þó ekki hefði hann próf í þeirri grein. Vann m.a. við múrverk við félagsheimilið í Gaulverjabæjarhreppi. Þar kynntist hann efitrlif- andi konu sinni Guðfinnu Halldórsdóttir frá Króki. Þau giftu sig 1950 og reistu nýbýli að Efri-Brúnavöllum, fengu hluta af jörðinni byggðu myndarlega upp sitt býli og bjuggu þar æ síðan. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ciga eina kjördóttur Ólínu. Hún er gift Guðjóni Egilssyni frá Selfossi og búa þau þar. Jón var félagslyndur maður og átti gott með að blanda geði við fólk, hann tók mikinn þátt í félagslífi sveitarinnar og voru honum þar falin ýmis trúnaðarstörf. Allt sem Jón tók að sér stóð eins og stafur á bók enda maðurinn strangheiðar- legur og með eindæmum orðvar. Aldrei heyrði maður hann rnæla styggðaryrði til nokkurs manns. Þetta er í stuttu máli iífshlaup Jóns á Brúnavöllum, kannske ekkert óvenjuiegt, en ég held að hann hafi verið hamingjusamur maður. Hann giftist góðri konu og hann fékk að starfa að því sem honum stóð næst að vera bóndi á sínu bernskuheimili. Jón var i cðli sínu fyrst og fremst bóndi, var mikið fyrir allar skepnur. Hestamaður var Jón góður og átti ætíð góðhesta, fjármaður var hann með afltrigðunt, haföi gott vit á kindurn og mikinn áhuga fyrir fjárrækt og náði langt á því sviði. Það fer ekki hjá því að þeaar svona náinn kunningi fellur frá, þ,i fljú .rugar minningar, minning :,r b:u m linu í Ungmcnnafélaginu, " ustín og margt margt fleira. Allar m. . .-uvngar um Jón eru mér Ijúfarog inérfimis! veitin míu fátækarf þegar Jön er horfinn af sviðinu. Eftirlifandi eiginkonu og öllunt ættmennum votta ég dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir samfylgdina vinur. Ingvar Þórðarson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.