Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Síða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 19. janúar 1983 — 3. tbl. TÍMANS Sig'ursteinn Magnússon Fæddur 24. desember 1899 Dáinn 20. desember 1982 No matter where a settler’s body lies, distant quarters under foreign skies, That sacred place of rest will always be A piece of lceland's native soil to me. Þessar línur hvörfluðu í hug mér á aðfangadag ]óla en þann dag var gerð í Edinborg útför Sigursteins Magnússonar aðalræðismanns og fyrrum framkvæmdastjóra. Hann lést þar í borg 20. desember s.l., en fæddur var hann á Akureyri 24. desember 1899. Pau Ijós þessa heims, sem fyrst skinu honum í augu, voru því jólaljósin í hinni norðlensku, íslensku byggð, og þegar dagar hans voru allir, var það birta jólanna í höfuðborg Skotlands, sem lýsti vegferð hans síðasta spölinn. | Edinborg stóðu heimili hans og starfsvettvangur 1 meira en hálfa öld. Sú hugsun, sem fólgin er í yfirskrift þessara minningarorða, er þekkt úr skáldskap margra 'anda. f henni felst sú trú, að góðum sonum hverrar þjóðar, sem fjarri dveljast ættjörðinni, fylgi jafnan brot af bergi heimalandsins - ekki aðeins hérna megin grafar, heldur einnig handan v‘h gröf og dauða. „I'ótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt Þ‘ns heimalands mót“, kvað öndvegisskáld ís- ^nskra landnema í Vesturheimi ogfáum mönnum hef ég kynnst um dagana, sem betur fengju staðið Ur|dir þessum orðum en Sigursteinn Magnússon. Um margra áratuga skeið var hann gæslumaður 'slenskra hagsmuna á erlendum vettvangi. Pau sförf rækti hann með þeim hætti, að lengi mun í m>nnum haft af þeim, sem áttu með honum samleið. Hvar sem hann lagði hönd að verki í Þégu íslands varð hlutur þess að meiri. Sigursteinn Magnússon var sonur Magnúsar ■lónssonar bónda í Garði á Akureyri og konu hans h^argrétar Sigurðardóttur. Hann gekk ungur í Þjónustu samvinnufélaganna og vann þeim alla tíð síðan á langri og farsælli starfsævi. Að loknu gsgnfræðaprófi á Akureyri 1917 starfaði hann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1918 til 1920 en þá hvarf hann til verslunarnáms í Kaupmannahöfn við skóla þann, sem kenndur er við Niels Brock. Að °knu því námi, árið 1922, starfaði hann um eins Urs skeið á skrifstofu Sambandsins í Kaupmanna- h°fn, en síðan á aðalskrifstofunni í Reykjavík frá ^23 til 1930. Það ár verða mikil og afdrifarík Pattaskil í starfssögu Sigursteins, er hann flyst til Edinborgar og tekur við framkvæmdast jórn Leith- skrifstofu Sambandsins af Guðmundi Vilhjálms- syn', sem þá hverfur til Reykjavíkur að taka við s'jórn Eimskipafélags lslands. Næstu þrjá áratug- ,slendingaþættir ina stóð Sigursteinn fyrir umfangsmiklum við- skiptum á vegum Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Á þessum árum sá Leith-skrifstofa um öll málefni Sambandsins í Bretlandi, innkaup, fjár- mál og sölu á íslenskum afurðum. Einnig fór um hendur Sigursteins verslun við ýmis önnur lönd, einkum afurðasala, og má þarsérstaklega til nefna Frakkland og Ítalíu. Sá sem þessar línur ritar var samstarfsmaður Sigursteins síðustu árin, sem hann stýrði Leith- skrifstofu. Var það mér mikið lán að fá að kynnast þessum mikla hæfileikamanni og hnitmiðuðum vinnubrögðum hans. Hann var maður þeirrar gerðar, þar sem saman fara miklar og farsælar gáfur og mikil atorka. Á þessum árum vorum við oft saman á ferðalögum og þá kynntist ég því fyrst að marki, hver eljumaður hann var. Var það háttur hans að undirbúa að kveldi verkefni morgundagsins og í þennan undirbúning lagði hann oft svo.mikla vinnu, að mér fannst sem starf komandi dags væri meira en hálft, þegar gengið var til náða. Ég hafði ekki verið lengi á vist með Sigursteini eða í ferðum með honum, þegar það rann upp fyrir mér, að þessi vinnubrögð skiluðu miklum og góðum árangri á vettvangi starfsins. Heima í Leith var umfangsmiklum bréfa- og skeytaskiptum sinnt á ótrúlega skömmum tíma. Væri Sigursteinn í viðskiptaferð, að heimsækja viðskiptavini Sambandsins, var hann jafnan búinn að leggja nákvæmlega niður fyrir sér, í hvern farveg hann vildi beina þeim viðræðum, sem fram fóru í það og það skiptið. Sigursteinn Magnússon var mikill stílisti á enska tungu. Orðaforði hans á því máli var með eindæmum; orðskviði og orðtök og viðeigandi tilvitnanir í ýmsa staði bókmenntanna hafði hann á hraðbergi. Efa ég ekki að þessi mikla þekking hans á málinu og vald hans á meðferð þess hafi átt rætur sínar að rekja til áhuga hans og þekkingar á enskum bókmenntum. Sigursteinn gekk ríkt eftir því, að bréf þau, sem út gengu frá Leith-skrifstofu, væru rituð á góðu ensku máli. Þetta setti auvitað stundum svolítinn beyg í okkur hina, sem ekki vorum jafn færir meistara okkar í enskunni. Eftir á varð okkur að sjálfsögðu ljóst, að þarna fengum við skólun svo góða, að ekki mundi kostur á annarri betri. Það kom stundum fyrir, að ég gerðist forvitinn um störf Sigursteins á stríðsárunum síðari, en á þeim árum fór hann margar ferðirnar á milli Edinborgar og Lundúna. Sigursteinn greiddi að vísu vel úr spurningum mínum um þetta efni, en ekki minnist ég þess að hann ræddi þessa hluti að fyrra bragði. Mér varð lióst, að á þessum erfiðu árum setti hann sig oft í mikla hættu að koma fram málefnum Islands. Stundum bar það við, að hús viðskiptavinar, sem hann átti erindi við, var rjúkandi rúst, þegar hann bar þar að garði. Einn var sá þáttur í viðskiptum Leith-skrifstofu, sem ég hygg, að Sigursteini hafi verið hugleikinn öðrum fremur. Þetta var sala á frystu dilkakjöti á Smithfield markaði í London. Það var mikil spenna í þessum kjötviðskiptum, sem helgaðist m.a. af því að koma varð á markað miklu magni af kjöti á skömmum tíma. Auk þess voru þessi viðskipti stór í sniðum, þar sem hér var um heila skipsfarma að ræða, oft marga á einu og sama haustinu. Kaupendur voru nokkur fyrirtæki á Smithfield, sem mörg hver áttu í harðri samkeppni innbyrðis, en voru þó ekki yfir það hafin að skiptast á upplýsingum, ef það mætti verða til að styrkja sameiginlega víglínu gegn samninga- mönnurn íslendinga. Nú eru þessi viðskipti aflögð en í huga samferðamanns lifir minningin um fulltrúa íslands, sem þarna gætti hagsmuna íslenskra bænda með þeim hætti, að ekki varð á betra kosið. Rammi þessara minningarorða leyfir ekki langar frásagnir af margþættum störfum Sigur- steins í þágu íslenskra samvinnufélaga. Freðfisk- viðskipti við Frakkland, sem hann kom á eftir stríðið og stóðu fram yfir 1960, voru merkur þáttur þessara starfa. Um margra ára skeið starfrækti Sambandið fiskréttaverksmiðju í Bret- landi undir handleiðslu hans og yfirstjórn. Nefndist fyritæki þetta Samband Selected Sea- foods og stóð í nágrenni við borgina Leeds í miðlöndum Englands. Þegar upp komu í Banda- Framhald á næstu síðu 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.