Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 3
Hrólfur Ásvaldsson Fæddur 14. desember 1926 Dáinn 5. desember 1982 Hrólfur Ásvaldsson viðskiptafræðingur, deild- arstjóri á Hagstofunni, lést í Landspítalanum 5. desember 1982. Útförhansfórfram 10. desember frá Kópavogskirkju. Hrólfur var fæddur 14. desember 1926 á "feiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Ásvaldur Þorbergsson (f. 1898, d. 1949) °g kona hans, Sigríður Jónsdóttir (f. 1903), sem er á lífi og við sæmilega heilsu. Þau hjón bjuggu a l'Á hluta Breiðumýrar 1926-'44, en Óuttu vorið '(J44 í Akra í Reykjadal, þar sem Sigríður bjó ýfram með börnum sínum eftir lát manns síns. °örn þeirra voru níu, og Hrólfur þeirra næstelst- Ur- Sex þeirra eru á lífi, en einn bróðir hans dó '945 úr lömunarveiki og systir hans, Sigurveig, ‘ést í júlí sl. Áð Hrólfi stóðu kunnar og merkar þingeyskar “ændaættir. Langafi hans í móðurætt var hinn v>ðkunni gáfumaður og hugsuður Benedikt Jóns- s°n á Auðnum, sem ásamt Jakobi Hálfdánarsyni a'tl meginþátt í stofnun fyrsta samvinnufélagsins a 'slandi, Kaupfélags Þingeyinga, fyrir 100 árum. Hrólfur lauk barna- og unglinganámi á Laugum 1 heimahreppi sínum. Björt framtíð blasti við Ungum manni, sem bæði til sálar og líkama var Ve' í stakk búinn til að takast á við vandamál 'usins. En sumarið 1945 fékk hann lömunarveiki, sem gjörbreytti framtíðarvonum hans, því að nann bæklaðist alvarlega og átti upp frá því mjög erfitt um gang. Margir hefðu látið bugast við þetta ata", en óbilandi kjarkur og strangur sjálfsagi s°gðu til sín. Hrólfur hóf nám í Menntaskólanum a Ákureyri, sem hann lauk á aðeins 3 árum. 'ábær námsmaður eins og hann var átti hann létt ]Heð að vinna þetta námsafrek, þótt líkamleg °mun væri honum þung byrði. . Áð loknu stúdentsprófi árið 1950 tók við V|ðskiptafræðinám við Háskólann. Samhliða því Va»n hann lengst af fulla vinnu, því að hann varð slá'fur að sjá sér farborða að öllu leyti. Hann var j"eðal annars þingskrifari, en haustið 1959 hóf ann störf á Hagstofunni. Starfstími hans þar var Pv> orðinn rúmlega 30 ár, er hann lést. Hann lauk yjðskiptafræðiprófi sumarið 1954. Fulltrúi á Hagstofunni varð hann þá um vorið og deildar- s,jóri haustið 1960. Pegar Sparisjóður Kópavogs tók til starfa vorið 956 tók Hrólfur að sér forstöðu hans sem aukastarf, er hann gegndi síðla dags eftir lok Vlr>nutíma á Hagstofunni. Þegar frá leið varð a starf of viðamikið til a^ því yrði sinnt með Þett ha: gstofustörfum og hvarf Hrólfur því úr því 1965 H'jótlega eftir að Hrólfur gekk í þjónustu Hsgstofunnar kom í ljós að hann bjó yfir ðkstaflcga tabð öllum þeim kostum, sem góðan yrslugerðarmann mega prýða. og kcmur þar arg' 'il. Hér er sterKicga aó orði komist, en þó e 'íert ofmælt. Sérstaklega hef ég dáðst að því, 'slendingaþættir hve fljótur hann hefur verið að setja sig inn í ný flókin viðfangsefni, hversu föstum og öruggum tökum hann hefur náð Á verkefnum, hve fljótvirkur hann hefur verið og hve létt hann átti með að tjá sig skriflega á skýran og markvissan hátt. Það síðast nefnda vantar því miður áberandi oft hjá starfsmönnum, sem að öðru leyti eru færir til starfa. Það er því engin furða, að tiltölulega mikið af vandasömustu og ábyrgðarmestu verkefnum Hag- stofunnar lenti á Hrólfi. Þannig hefur hann um langt skeið haft aðalumsjón með útreikningi framfærsluvísitölu, kaupgreiðsluvísitölu og bygg- ingarvísitölu. Kauplagsnefnd hefur lengst af síðan 1939 (síðustu árin nefnd verðbótavísitala), sem leidd er af framfærsluvísitölu og ákvarðar þær verðbætur sem launþegar, bændur og bótaþegar almannatrygginga fá á hverjum tíma. „Vísitalan“ hefur af þessum sökum um langt árabil verið í brennidepli umræðna og átaka á sviði efnahags- mála. Má því segja með sanni, að engin opinber nefnd hér á landi gegni ábyrgðarmeira og viðkvæmara hlutverki en Kauplagsnefnd gerir. Flestir virðast vera sammála um, að hún hafi unnið störf sín áfallalítið, og að hún njóti almenns trausts. Hér hefur mikið oltið á því, að mál, sem Hagstofan leggur fyrir Kauplagsnefnd til ákvörð- unar, séu vel og samviskusamlega undirbúin. Hrólfur hefur, með störfum sínum í þágu Kauplagsnefndar, átt mikinn þátt í að skapa henni traustan starfsgrundvöll, og þar með stuðlað að fyrr nefndum áfallalitlum starfsferli hennar. Hrólfur var sérfræðingur Hagstofunnar í gerð vísitöluáætlana fyrir ríkisstjórnina. Þýðing þess verkefnis hefur farið sívaxandi síðustu 25 árin. Slíkar áætlanir eru meðal margs annars undirstaða mikilvægra oþinberra ráðstafana, skiptir því miklu, að byggja megi á niðurstöðum þeirra. Störf Hrólfs á þessu sviði hafa verið einstaklega farsæl, og þetta mun vera einróma álit allra þeirra er til þekkja. Af fjölmörgum öðrum störfum Hrólfs á Hagstofunni má nefna, að hann átti meginþátt í að koma upp og viðhalda reglulegri skýrslugerð um ársreikninga sveitarfélaga. Hann átti, fyrir hönd Hagstofunnar, sæti í nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fyrir nokkru gerði tillögu unt nýjan almennan bókhaldslykil fyrir ársreikninga sveitarfélaga, með tilheyrandi nýju reikningsformi undir skil reikninga til Hagstofunnar. Er þessi breyting nú að komast í framkvæmd. Þá hefur hann aðstoðað hagstofu- stjóra við skýrslugerð í þágu Sexmannanefndar til ákvörðunar verðlagsgrundvallar búvöru, sem reiknaður er á 3ja mánaða fresti og er undirstaða breytinga á afurðaverði til bænda. Einnig hefur hann unnið að afgreiðslu reikninga vegna verð- ábyrgðar ríkisins á útfluttum búvörum, sem er í verkahring Hagstofu að úrskurða um. - Auk verkefna, sem voru meira eða minna föst í höndum Hrólfs, var mikið leitað til hans, þegar fyrir lágu sérstök viðfangsefni, sem aðeins reyndustu kunnáttumenn réðu við. Ritstörf Hrólfs voru að mestu unnin í þágu Hagstofunnar, og þau voru mikil að vöxtum: álitsgerðir, greinar og skýrslur um hin margvísleg- ustu efni liggja fyrir í skjalasafni Hagstofunnar. Þar við bætast framlög hans til greina og skýrslna í mánaðarritinu Hagtíðindum og í hagskýrsluheft- um Hafstofunnar. Af öðrum trúnaðarstörfum Hrólfs má nefna, að hann átti sæti í Lyfjaverðlagsnefnd frá janúar 1973 og þar til nú, og síðan á miðju ári 1975 var hann formaður hennar. Kom þar að góðum notum gagnger þekking hans á verðlagsmálum. Þess má geta, að hann var prófdómari við viðskiptadeild Háskólans í nokkur ár. Brottkvaðning Hrólfs er mikið áfall fyrir Hagstofuna - þar er nú skarð fyrir skildi, sem er vandfyllt. Sá, sem þetta ritar, á Hrólfi persónulega mikið að þakka frá þeim 30 árum, sem leiðir lágu saman á Hagstofunni. Alls þess mun ég alltaf minnast með þakklæti. Árið 1960 kvæntist Hrólfur Guðrúnu Sveins- dóttur heilsuverndarhjúkrunarfræðingi (f. 1938), hinni ágætustu konu. Foreldrar hennar, sem eru látnir, voru Sveinn Einarsson bóndi á Reyni í Mýrdal og kona hans, Þórný Jónsdóttir. Dætur þeirra Guðrúnar og Hrólfs eru Æsa (f. 1961), sem varð stúdent 1980 frá Menntaskólanum á Akur- eyri og dvelst nú á heimili tengdaforeldra sinna á Grænavatni í Mývatnssveit og Hildur Björg (f. 1963), sem verður á þessu vori stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Á árunum 1952-56 var sambýliskona Hrólfs Sigrún Ágústa Magnús- dóttir (f. 1928, d. 1973), dóttir Magnúsar Runólfssonar bónda í Haukadal á Rangárvöllum og konu hans, Jónínu Hafliðadóttur. Barn þeirra Framhald á næstu síðu 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.