Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 6
Páll Þorgilsson Fæddur 23. desember 1895. Dáinn 4. desember 1982. Vinir heilsa - vinir kveðja. „Páll dó í nótt“, var sagt við mig í síma 4. þ.m. - Langri vegferð, sem hófst 23. des. 1895. að hinu forna höfuðbóli, Svínafclli í Öræfum, er lokið. í desember heilsaði hann lffinu, og lífið honum. Og í desembertæpum 87 árum síðar, kvaddi hann lífið, og lífið hann. Páll hefur lifað ævintýri dauðans, sem hann kveið ekki. Dauðinn, sagði hann, er aðeins þáttaskil, áfangi á langri leið væri þá genginn, og nýr, spennandi áfangi náms og starfs tæki við. Áhugamálin myndu fylgja honum, og ný áhugaefni mótast við nýjar aðstæður. - Þetta var bjargföst skoðun Páls, fremur en trú. - Páll hefur nú kvatt vini hér og gengið á annan vinafund. Foreldrar Páls voru Þorgils Guðmundsson frá Fossi á Síðu, og Guðrún Sigurðardóttir í Svínafelli - þau eignuðust 7 börn. - Með þeim hjónum og börnum þeirra var mikið ástríki. En Porgils naut skemur við en skyldi. Hann lést aldamótaárið, aðeins 48 ára að aldri, þrem dögum fyrir fæðingu yngstu dóttur hans, Þorgerðar. En hún er nú ein eftir þeirra systkina. Hvílíkt áfall það hefur verið fjölskyldu og heimili, þarf ekki að lýsa. Páll var þá 5 ára, og elsta barnið, Sigurður 10 ára. - En lífið heldur áfram, hvort sem það miðlar gleði eða sorg og erfiðleikum. - Guðrún reis undir byrðinn, - þótt þung væri. Og mörgum vex þrek með þraut. Eftir að hafa kynnst þrem barna þeirra Þorgils og Guðrúnar, finnst mér ég þekkja þau bæði. Líkamlegt þrek þeirra systkina, sannar að þau eru af þrekmiklum komin. Og í skaphöfn þeirra allra gætti sömu sterku þáttanna: óbilandi skapfestu og vilja, trölltryggðar og hjálpfýsi, auk góðrar greindar. - Ljóst er, að þetta er sameiginlegur arfur frá foreldrum og uppvaxtarumhverfi. Og trúlegt er að þetta séu sam-öræfskir skaphafnar- þættir, sem þróast hafa og þroskast gegnum kynslóðir í þessu litla einangraða samfélagi, samofnu fjölskrúðugri, óvenju fagurri ogstórbrot- inni nlttúru. Ég efast því ekki um, að satt sé, að í Öræfunum sé ekki til neitt miðlungs fólk. Páll sleit skóm bernsku og æsku í þessu samfélagi, og þessu umhverfi, - þessari fögru sveit við jökulrætur milli ólgandi, óbrúaðra fljóta, sem voru erfiður og hættulegur farartálmi, sem krafðist traustra hesta og traustra manna. - Og þörfin, kynslóð eftir kynslóð, ól af sér hvort tveggja: hesta og menn, sem voru vandanum vaxnir. Jón í Svínafelli, móðurbróðir Páls, var afar- menni að burðum og annálaður vatnamaður. Vafalaust hefur hann verið Páli góður kennari, og Páll áhugasamur nemandi. Enda var Páll svo ungur sem hann kvaddi Öræfin, orðinn djarfur og góður vatnamaður. Fljótin hafa vafalaust verið 6 Páli eggjandi ævintýri - eins og mér hefur verið sagt - þar sem samstillt þrek og vit manns og hests hafa ráðið úrslitum, er teflt var á tæpasta vað. Páll ólst upp við sveitastörf þcss tfma, og hefur vafalaust snemma orðið hlutgengur til flestra verka. - 15 ára fer hann svo í vinnumennsku að Skaftafelli. Og svo vel féll bóndanum við þennan tápmikla strák, að hann sagði árið eftir í spaugi við Pál, að lögum samkvæmt væri hann nú búinn að éta sig inn í vistina. Pál vildi hann ekki missa. Ólgandi fljótin fellu um breiða sanda til sjávar. Og í blóði Páls ólgaði útþráin. - 17.ára, þá orðinn karlmenni að burðum, kvaddi hann sveitina sína fögru og stórbrotnu, og kom þangað síðan aðeins sem gestur. En Öræfin voru Páli ávallt hugstæð. Og á vistlegu heimili hans hér í Reykjavík, voru málverk úr ættarbyggð hanns. Og oft minntist hann á Öræfin.. Úr Örætunum lá leið Páls að Ásum í Skaftártungu og síðan til Vestmannaeyja. Þar kynntist Páll lífi sjómannsins og heimi ólíkum Öræfunum. Ekki ílentist Páll þó lengi í Eyjum. 1916 er hann háseti á opnum bát í Grindavík. Og ekki hafa þau kynni hans af „Ægi“ og árinni dregið úr kröftum hans og kjarki. Þaðan lá svo leiðin til höfuðborg- arinnar, sem síðan varð heimili hans. - 1929 er hann einn af tíu, sem keyptu Bifreiðastöð Reykjavíkur - BSR - af Agli Vilhjálmssyni og starfaði þar um áratugi. Eftir einum félaga hans hef ég það, að hann hafi fljótt orðið mjög vinsæll bifreiðastjóri. Oft hafi hann verið pantaður í langferðir vegna þess, hve skemmtilegur hann var. Einhverju sinni ók hann presti nokkrum utan af landi austur að Geysi og Gullfossi. Prcsti féll hið besta við Pál og hrósaði honum fyrir góðan akstur. En Páll taldi sig ekki öðrum betri. Ekki vildi prcstur samsinna því og kvað Pál aka alveg ágætlega. En sumir ækju alvegeins ogandskotinn. „Jæja, hafið þér ekið með honum," svaraði Páll. Frá þessu sagði prestur eftir ferðina og bætti svo við, að ef allir bílstjórar væru jafnfróðir, skemmtilegir, og góðir bílstjórar eins og Páll, myndi bílstjórastéttin vera vinsælasta stétt iandsins. Allir, sem Pál þekktu, vita hve skjótur hann var til svars og orðheppinn. Hitt veit áreiðanlega enginn hvílík ógrynni Páll kunni af lausavísum, kvæðum, skrítlum, sögum og sögnum. Og tíðast vissi hann einnig tildrögin. Sjálfur var Páll góður hagyrðingur, en fór dult með, og hefur líklega hvergi skráð, nema í eigin minni. Páll hafði fágætt minni og frásagnarhæfileika. Og í góðvinahópi brá Páll sér stundum í gervi kunnra borgara og hermdi eftir bæði rödd látbragð og hreyfingar. Enda sagði leikari, sem af hendingu sá og heyrði Pál herma eftir: „Hann hefði átt að verða leikari. Hann ER leikari, mannskrattinn". Betur gat hann varla lýst aðdáun sinni. Þeim, er kynntust þessum hæfileikum Páls, duldist ekki, að fjalir leiksviðsins hefðu verið hans rétti starfsvettvangur. Skaði að svo varð ekki. Þar hefði hann orðið eftirminnilegur persónuskap- andi. Er Páll var orðinn þreyttur á bílnum, vann hann nokkur ár í vörugeymslum SÍS þar til hann tók sér frí frá störfum, kominn lagt yfir venjulegan starfsaldur. Eins og áður segir, ólst Páll upp við sterkar andstæður stórbrotinnar, fagurrar náttúru : Jök- ullinn í seilingarfjarlægð, og víðáttumiklir sandar, skornir straumþungum ám til sjávar. Innan þessa ramma er svo sveitin eins og vin í eyðimörku með angan litfagurra blóma, ilm sumars úr skóg og grasi, líf, liti og hljómkviðu allra árstíða. Til seytján ára aldurs - í bernsku og æsku - lifir Páll þetta allt, nýtur þessa alls, vitandi og óafvitandi. Og ég held, að alls þessa hafi gætt í skaphöfn Páls. Hann átti til kulda jökulsins væri honum misboðið, eða að hans dómi ranglega vegið að einhverju eða einhverjum. Og um oflátunga næddi napurt háð hans. En meir gætti hlýjunnar, samúðarínnar og hjálpfýsinnar. Páll las mikið. Ljóð, sagnafróðleikur og saga voru honum hugstæðar bókmenntir. Og svo ríka skopgáfu sem hann hafði, „drakk“ hann í sig slíkt efni, hvort sem hann las það eða heyrði, miðlaði síðan á góðri stund á svo listrænan og skemmtileg- an hátt, að unun var á að hlusta og horfa. Eina af mínum ófyrirgefanlegu syndum tel ég vera, að hafa ekki tekið Pál inn á segulband, eins og við höfðum rætt um og hann samþykkt. En hversu margar „syndir" eru ekki framdar með því að telja sér trú um að óhætt sé að bíða. Einn góðan veðurdag uppgötvum við svo, að biðin hefur rænt okkur tækifærinu. Og þá nögum við okkur í handarbökin, þótt þýðingarlaust sé. Samt mun ég ekki minnast Páls án þess að skamma mig fyrir vanræksluna, sem enginn möguleiki er úr að bæta. Páll naut ekki annarrar skólavistar en barna- skólans. Oft hef ég spurt sjálfan mig, hvað Páll hefði orðið að genginni langskólabraut. Því Framhald á næstu síðu Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.