Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 7
 Osk Jenný J óhannesdót tir frá Kirkjuhvammi Vestur-Húnavatnssýslu Fædd 12. febrúar 1908 Dáin 22. október 1982 Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit. B. Halld. Nú vertu blessuð vina mín. Þig vermi drottins náðarsól Hann hefur kvatt þig heim til sín svo hafa mættir dýrðleg jól. Þar færðu ás'.vin þinn að sjá þar tengjast aftur slitin bönd. í sælu guði sjálfum hjá og signd hans mildu föðurhönd. Ég hef svo margt að þakka þér ég það fæ ekki í orðum tjáð. Þér blessi drottinn bæn frá mér hans blíða, milda föðurnáð. Kveðja frá börnum og fjöl- skyldum þeirra Á hausti fölnar rós og blikna blöð á grein. Birtutími styttist - hreggið vætir stein. Þetta er eilíft lögmál. Þó verður aftur vor. Og vetrar stormar næði. Þó mást ei sumra spor. Er óvænt kemur kallið; Okkur setur hljóð. Aðeins losna af tungu, tregaþrungin ljóð. Oss verður á að syrgja er vinir hverfa frá. En vonum, og því treystum, að Drottinn verndi þá Hjer komið er, að kveðju og þakkarstund. Hún kom svo óvænt. Hryggði okkar lund. Þó vitum að þú villist ekki neitt. Og vegum lífsins, getur enginn breytt. Þú varst svo góð og vildir öllum vel. Vcittir öðrum. Hreint með kærleiksþel. Alltaf söm, þó eitthvað gengi á móti. f öllu fögru átti trú þín rót. Að hressa, gleðja, hjúkra, næra þinn hugur dvaldi ætíð við. Og höndin fús þá hjálp að færa, sem hentust þótti að veita lið. Eilíf gæði himins hljóttu. Helgum englasveitum með. Blessun guðs og náðar njóttu, náð sú verði öllum léð. Fórnfýsin og eljan, fylgdu þjer. Það fleiri vita, samtíð vitni ber. Þú vildir alltaf vera oss skjól og hlíf. Veita öðrum gleði, allt þitt líf. Þú vannst oft störf af veikum mætti því veil var lengi heilsa þín. Það var eins og þess varla gætti, svo viljasterk var skaphöfn þín. Ekkert böl né angur kífsins, allt er bætt sem verða má. Sál þín glöð á landi lífsins lifir englum drottins hjá. Anna Halldórsdóttir Við munum alt, og mikið þakka ber Þinn móðurfaðmur skýldi ailtaf hjer. Nú biðjum Guð þig blessa og launa alt. Þú bústað ljóss og friðar liljóta skalt. (1748-4010) Páll verður ekki svarað. Hitt er víst, að hann hefði vakið athygli, hvað sem hann hefði valið. Hann var meðal hæfileikamanna, sem þjóðinni auðnað- ist ekki að njóta, nema að litlu. Og sjálfur naut hann aðeins brots hæfileka sinna. Páll var góður sögumaður, eins og fleiri systkini hans. Og um skeið söng hann hér í kirkjukór. Orgel átti hann. Og áreiðanlega ekki keypt sem skrautmubla. Konu sína, Kristínu Björnsdóttur frá Svínadal í Skaftártungu, missti Páll fyrir tæpum tveim árum. - Þau voru ákaflega samrýnd. Fráfall hennar var honum mjög þungt áfall. Og ég held, að með henni hafi hann einnig misst lífslöngun sína, þótt ekki bæri hann sorg sína á torg og væri áfram hinn skemmtilegi Páll. En auðsætt var, að honum var brugðið. Heilsu hans fór fljótlega að hraka. Smámsaman dró úr lífsorku hans. Og hann vissi vel að hverju fór. - Þjáningalaus og brosandi kvaddi hann hér- og heilsaði því tilverustigi, sem hann vissi að beið hanns - með fagnandi vini í varpa. Marteinn M Skaftfells E*eir sem að skrifa minningar- eða afmælis greinar í Islendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum tslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.