Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 8
Guðmundur Ölafsson, Ég hef það fyrir satt að minn gamli vinur og eitt sinn húsbóndi, Guðmundur Ólafsson fyrrum bóndi og póstur að Dröngum á Skógarströnd hafi orðið sjötíu og fimm ára þann 15. desember s.l. Já, hratt flýgur stund þegar aldur færist yfir mann. Mér finnst raunar stutt síðan Guðmundur var búandi á Dröngum, geislandi af eldmóði og framsýni hins áhugasama bónda, en á komandi vori mun þó vera hálfur annar áratugur síðan hann flutti þaðan. Ég á margar góðar minningar frá kynnum okkar Guðmundar. Hann var jafnan fljótur að sjá bestu lausnina á erfiðum viðfangsefnum. Paö var bæði gott og þroskandi fyrir unga menn að vera og vinna með honum. Mér er vel í minni er ég kom fyrst að Dröngum og sá Guðmund í fyrsta sinn. Það var á blíðum maídegi 1936. Foreldrar mínir ásamt fjölskyldu höfðu flutt þetta vor í hreppinn. Ég hafði farið þennan dag í svartsbaksleit ásamt fleirum, inní eyjar norður af Brokey, á heimleiðinni var ákveðið að koma við á Dröngum, um erindið man ég ekki. Það er fallegt í góðu veðri, að sjá af sjó heim að Dröngum. Túninu hallartil suðvcsturs niður að sjónum, og þar við túnjaðarinn myndast vinaleg vík sem er allgott bátalægi í flestum veðrum. Nú var vor í lofti og túnið orðið grænt og myndaði því falleg litaskipti við lognhvítan sjóinn, sem báturinn rann eftir upp víkina, með þetta hlýlega býli fyrir stafni. Við lentum í víkinni og gengum upp túnið. á leið okkar urðu fjárhúsin, það var búið að stinga út taðið, og dreifa því fram af húsunum, og þar var Guðmundur með hest að herfa taðið. Það þarf varla að taka það fram, að þetta var í fyrsta sinn sem ég sá herfi og svona farið með taðið, ég þekkti aðeins taðkvörnina til svona verka. Guðmundur hafði lokið búfræðinámi frá Hvanneyri, og notaði því hagkvæmari vinnuað- ferðir við þetta verk. Eftir að hafa heilsast var gengið til bæjar og drukkið kaffi. Á leið heim túnið hittum við unga konu í hvítum slopp að skola þvott, mér fannst þá að ég hefði aldrei séð svona fallega konu. Ég fékk fljótlega að vita að þetta var kona Guðmundar, Valborg V. Emils- dóttir, sem þá mun hafa verið búin að ljúka Ijósmóðurnámi. Þetta var fyrsta koma mín að Dröngum, og hefur orðið mér minnisstæð. Hún verkaði framandi á mig úteyjabarnið sem lítil kynni hafði haft af fastalandinu. Þetta sama kvöld var bóndi á næsta bæ við Dranga að flytja fé sitt á opnum bátum yfir þveran Breiðafjörð vestur að Brjánslæk á Barðaströnd. Þau Guðmundur og Valborg munu hafa hafið búskap á Dröngum þetta ár 1936. Það kom fljótlega í Ijós, að Guðntundur var mikill bóndi. Það hefur stundum verið sagt um búfræðinga að þeir byggju ekki betur en aðrir, en það sannaðist ekki á Guðmundi. Þrátt fyrir erfiða tíma til búskapar átti hann fljótt gott bú. Hann var mikill ræktunarmaður, enda stækkaði og batnaði Drangatúnið fljótlega. Þar sá ég fyrst ræktað grænfóður og fyrstu 8 frá Dröngum hestasláttuvélina. Guðmundur var laginn hesta .- maður og notaði þá mikið, hann átti marga góða hcsta í sinni búskapartíð, og þurfti oft mikið á þá að reyna, því hann var jafnan póstur. Hánn fór vel með hesta og hafði mikla ánægju af, að umgangast þá og hirða. En þótt Guðmundur notaði alla þá tækni sem þá var fáanleg við heyskap, sem sannanlega var ekki mikil, varð hann samt að nota hin gömlu tæki: Orfið, hrífuna og reipið. Þannig var að Guðmundur var einnig eyjabóndi. bjó á eyjabýl- inu Gjarðey sem þá var nýlega komið í eyði. Þar voru góðar slagnaeyjar sem Guðmundur nýtti vel, enda mun eyjataðan oft hafa orðið honum notadrjúg, ekki síst meðan ræktunin var lítil á Dröngum. Eyjaheyskapur er dýr og erfiður, þar verður vélum lítt við komið. Eyjabóndi þurfti að eiga trillubát og flutningaskip , svo og áhöld til hlunnindahirðinga, selveiða og æðarvarps. Allt þctta varð fljótlega til hjá Guðmundi. Undirritað- ur var eitt sinn með Guðmundi í eyjaheyskap. Þar fór saman kapp og forsjá, hann var fljótur að skafa af hverri þúfu á tanganum á henni Stafey, einni bcstu heyskapareyjunni í Gjarðeyjarlöndum. En flutningarnir voru þó erfiðastir, allt varð að bera á bakinu til skips og það var langt í stærri eyjunum, og koma síðan fyrir á skipi, kannski tvær eða þrjár raðir uppaf borðstokknum. Slíkur farmur er erfiður ef eitthvað er að veðri, og þá betra að hafa gát á hlutunum. Ekki minnist ég annars en að Guðmundi hafi jafnan farnast vel í sínum sjóferðum. Hann nýtti líka eyjarnar til beitar fyrir sauðfé og hesta að vetrinum, og þeir flutningar gátu líka orðið sullsamir stundum. En Guðmundur hefur um sína daga verið meira en góður bóndi og póstur, hann hefur lagt gjörfa hönd á ýmislept fleira, og nú síðustu ár gerst góður bókbandsmaður. Hann hefur alla tíð verið mikill félagsmálamað- ur, tók virkan þátt í ungmennafélagshreyfingunni. á sínum tfma, og æfði íþróttir. Ég minnist þess að hann var góður glímumaður. Það var gaman að sjá þá glíma saman Gunnar heitinn bróðir hans og hann, sem þeir gerðu stundum á samkomum á Dröngum. í félagsmálum bænda heima fyrir, vann hann mikið, ekki síst í kynbótastarfsemí, enda náðu Skógstrendingar þar góðum árangri. meðal annars þeim, að kýr þaðan voru eftirsóttar í næstu sveitum vegna afurðahæfni. Þá var Guðmundur góður félagi í Kaupfélagi Stykkishólms og í stjórn þess. Alltaf ákveðinn samvinnumaður, þótt hann fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um í landsmálum. Meðal annars var hann útibússtjóri, deildarstjóri og sláturhússtjóri og farnaðist vel. Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur hafi verið mikill framfaramaður í sínum búskap. Efnahagurinn virðist oftast hafa verið það rúmur, að hann gat staðið í framkvæmdum. Engin jörð í Skógarstrandarhreppi var bætt jafn mikið og Drangar, í búskapartíð Guðmundar. Þeir breytt- ust úr lélegri jörð í góða jörð, vegna ræktunar og húsabóta. Sjálfsagt hefur það hjálpað til að hann hafði Gjarðey, svo og póstferðirnar, þótt erfiðar væru og tímafrekar. Það væri ekki sanngjarnt að eigna Guðmundi einum þann árangur sem hann náði í sínum búskap. Hans góða kona Valborg átti þar stórt hlutverk. Mér fannst stundum undravert hverju hún gat afkastað. Drangar voru þá miðstöð allra samgangna í hreppnum. Sveitin var vegalaus frá báðum endum. Svo til allir aðdrættir og flutningar fóru fram á sjó og Drangar voru aðal lendingarstaður- inn. Þar var samkomuhúsið, aðalfjárréttin fyrst síðar sláturhús, mikið sótt kirkja á næsta bæ, og meðan búið var í eyjunum sem tilheyrðu Skógarstrandarhreppi fóru viðskipti þeirra við land aðallega um Dranga. Það ræður því að líkum að oft hafi verið mannaferðir kringum Dranga á þessum árum. Og fáir held ég að hafi farið þar hjá garði án þess að þiggja veitingar. Undirritaður dvaldi þar stundum tíma og tíma og það verð ég að segja, að þeir voru fáir dagarnir sem gestir drukku þar ekki kaffi. Hver viðbót þetta var við önnur störf húsfreyjunnar geta aðrii kannski betur dæmt, en ég veit hún var ærin. Þau Valborg og Guðmundur eiga fimm mynd- arbörn sem öll standa vel fyrir sínu í lífinu. Guðmundur er búinn að stríða við heilsuleysi mörg undanfarin ár og fara oft undir hnífinn vegna aðgerða á mjöðmum. Éggæti trúað að hanr væri enn bóndi á Dröngum hefði heilsan ekki brostið, því ég hygg að þar hefði hann helst viljað eiga ellidagana. En þrátt fyrir langa vanheilsu er Guðmundur andlega sterkur. Hann hefur haslað sér völl við ný viðfangsefni. sem liann heíur sætf sig við þrátt fyrir breytt umhverfi. Guðmundur hefur starfað sem bókbindari, um árabil við Bókasafn Kópavogs. Á þessum tímamótum í æ- i hans vil ég flytj8 honum bestu afmæliskveðjur frá mér og Sólveigu. með ósk um að honum og hans nánustn meg ávallt vegna sem bes;. Kristinn B. Gíslason íslendingaþÆVíH'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.