Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 2. febrúar 1983 — 4. tbl. TÍMANS Guðmundur Vigfússon, fyrrv. borgarfulltrúi Fæddur 14. september 1915 Dáinnl2.janúarl983 Miðvikudaginn 12. janúar sl. fékk ég afmælis- kveðju frá Guðmundi,. Vigfússyni. Næsta morgun las ég um lát hans í blöðunum. Þannig er nú þetta. Sumir kveðja lífið skyndi- lega og án þess að við því sé búist. Aðrir heyja dauðastrfð sitt í mánuði og jafnvel ár. Vissulega kom fráfall Guðmundar mér og öðrum á óvart. Hann var enn á besta aldri, eins og nú er kallað, vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega, hress í máli og léttur í spori. Þannig kom hann mér a.m.k. fyrir sjónir, er ég mætti honum á Laugaveginum einn stórhríðardaginn eftir áramótin. Afmæliskveðjan frá Guðmundi Vigfússyni kom mér hinsvegar ekki á óvart. Okkur var vel til vina. við vorum saman í borgarstjorn Reykjavíkur í 8 ár og í borgarráði í 6 ár, og þótt við værum ekki samflokksmenn í pólitík vorum við að vissu leyti samherjar. Við vorum báðir í hópi minnihlutans og höfðum við að glíma voldugan og sterkan meirihlutaflokk . Ágreining okkar á milli létum við því liggja í láginni eins og kostur var. Eftir að Guðmundur hætti í borgarstjórn árið 1970 hittumst við sjaldnar, en aldrei rofnuðu tengslin alveg. Á góðum stundum var þá gjarnan vikið að borgarstjórnarárunum og rifjuð upp skemmtileg atvik, sem þar gerðust og harðar rimmur, sem þar voru háðar. Einnig bar stórnmál h'ðandi stundar á góma. Guðmundur hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum almennt og fylgdist vel með. Hann var pólitískur, sem kallað er, sanntrúaður sósíalisti og breytti í lífi sínu meira eftir þeirri kenningu en aðrir þeir menn, sem ég þekki og telja sig sósíalista. Þannig var Guðmundur. Hann var hreinn og beinn og vildi haga líferni sínu í samræmi við þá Þjóðfélagshugsjón, sem hann trúði á og hafði ungur tileinkað sér. Lífshlaup Guðmundur Vigfussonar var framan af ævi ekki ósvipað því sem algengt var með dugmikla, fátæka unglinga á þeim tíma. Hann fæddist 14. september árið 1915 á litlu býli utarlega á Barðaströnd, Hrísnesi, einn í hópi 10 systkina. Fátækt var mikil eins qg víðast til sjávar °g sveita á þeim árum og úrræði til menntunar af skornum skammti. Framsóknarflokkurinn og Jónas Jónsson höfðu ekki enn hrundið af stað bygg'ngu héraðsskólanna, þótt það væri skammt undan. Skólaganga Guðmundar var því af skornum skammti. Þó braust hann í því eftir stutt nám í barnaskóla að afla sér frekari menntunar. Var hann einn vetur í unglingaskóla í Flatey og annan hjá prestinum í Sauðlauksdal. Síðan lá leiðin suður og hin margvíslegustu störf tóku við. Hefðu aðstæður verið aðrar á unglingsárum Guðmundar tel ég víst að hann hefði aflað sér frekari menntunar með skólagöngu, til þess hafði hann bæði greind og dugnað. Ekki svo að skilja að Guðmundur væri ómennt- aður, miklu fremur hið gagnstæða. Hann var í senn víðlesinn og fjölfróður og kunni manna best að fara með þann fróðleik, sem hann bjó yfir. Slíkt er eitt einkenni sannrar menntunar. Þannig bætti Guðmundur upp stutta skólagöngu með sjálfsnámi, sem hann lagði stund á ævina út. Þau ár sem við Guðmundur vorum saman í borgarstjórn Reykjavíkur var hann ekki einasta leiðtogi fyrir sínum flokki heldur einnig í mörgum tilvikum talsmaður allra minnihlutafulltrúanna, þegar svo bar undir að þeir sameinuðust um mál eða einhver þurfti að koma fram fyrir hönd okkar. Þetta helgaðist af því, að á þessum árum átti Alþýðubandalagið flesta fulltrúa þeirra flokka sem skipuðu minnihlutann. í slíkum tilvikum hafði Guðmundur einkar gott lag á að haga orðum sínum þannig, að við Framsóknar- og Alþýðu- flokksmenn gætum sem best við unað, þótt um pólitísk málefni væri að ræða. Mest fannst mér þó til um Guðmund, þegar hann flutti af mikilli mælsku, þrótti og eldmóði barátturæður fyrir Alþýðubandalagið og sósíalis- mann og útmálaði vonsku íhaldsins. Á slfkum stundum skutu augun gneistum, orðin voru meitluð, röddin sterk og skýr og persónan öll hin vörpulegasta. Á þessar stemmningsræður Guð- mundar hlustuðu borgarfulltrúar jafnan með athygli hvort sem þeir voru boðskapnum sammála eða ekki. Guðmundur var áheyrilegur og rökfastur í málflutningi og ávallt vel heima.um þau málefni, sem hann ræddi um. Hann bjó sig jafnan vel og samviskusamlega undir borgarstjórnarfundi. Á samstarfsárum okkar Guðmundar í borgar- stjórninni kom ég alloft á heimili hans í Heiðargerðinu og naut þar þægilegrar gestrisni. Mér er sérstaklega í minni er ég heimsótti hann snemma á fögrum sumardagsmorgnum. Veiði- stöngin og annar útbúnaður var tilbúinn á tröppunum og Guðmundur sjálfur að hella upp á könnuna. Viðfórumgjarnantvisvarásumrií Elliðaárnar og þá var það mitt hlutskipti að sjá um aksturinn. Guðmundur hafði mjög gaman af veiðiskap og fór stundum á Arnarvatnsheiði til veiða. Annars var hann hófsamur í þeim efnum sem öðrum. Guðmundur var Breiðfirðingur og hélt því gjarnan á lofti og var stoltur af. Frá æskuheimili hans á Barðaströndinni er víðsýnt. Þaðan sér yfir hinn fagra Breiðafjörð með eyjum sínum og sundum og lengst í fjarska blámar fyrir strandlengjunni f Dölunum og á Snæfellsnesi. Þaðan er óvenjufögur sólarupp- koma. Nú er sól Guðmundar Vigfússonar hnigin í sæ. Ég þakka honum vináttu og samstarf og flyt konu hans, Mörtu KristmundsdóttuT og börnum þeina samúðarkveðjur. Mér finnst við hæfi að ljúka þessum orðiim með ljóðlínum Sigurðar skálds frá Arnarholti: „Þungt er tapið það er vissa Pó vildi ég óska vorri móðir að ætíð œtti hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir." Kristján Benediktsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.