Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 4
Torfi Magnússon, fyrrv. bóndi og hreppsstjóri, Hvammi Fæddur 17. nóvember 1897 Dáinn 15. janúar 1983 Þann 15. janúar sl. lést áLandsspítalanum Torfi Magnússon, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri að Hvammi í Hvítársíðu, átta tíu og fimm ára að aldri. Með Torfa er fallinn í valinn mikilhæfur atorku- og drengskaparmaður, sem samferðar- menn minnast með þakklæti, virðingu og hlýju. Torfi Magnússon var fæddur að Dýrastöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Erlingsson og Ágústína Helga Torfadóttir. Frá fimm ára aldri ólst hann upp að Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu hjá Sigurði Sigurðs- syni bónda þar og konu hans Guðnýju Erlingsdótt- ur, sem var föðursystir Torfa. Nám stundaði hann í lýðskólanum á Hvítár- bakka árin 1917-19. Á árunum 1913-26 var hann auk vetranna, sem hann stundaði nám að Friðrik Þorvaldsson þeir, sem framkvæmdarvaldið höfðu þá, hlustað á hann, ætti þjóðin nú Hvalfjarðarbrú að mestu skuldlausa. Á ferðum sínum erlendis, er hann heimsótti syni sína, notaði hann hvert tækifæri til að afla sér þekkingar á því sem mætti koma að gagni hér heima. Auk vega- og brúargerðar kynnti hann sér laxa og silungarækt í Kanada og aflaði mikils fróðleiks um þær búgreinar. Hann stóð í bréfaskriftum við margar fiskiræktarstofnanir og skrifaði greinar um fiskirækt fram á síðustu daga, eins og fyrr segir. í stuttri grein er erfitt að gera skil á hinu fjölbreytta æfistarfi Friðriks Þorvaldssonar. Hér hafa aðeins verið litillega rakin þau störf, sem hann vann í frístundum að loknum vinnudegi, sem mörgum þætti óheyrilega langur nú þegar þess er gætt að laugardagar og sunnudagar til hádegis lentu jafnan innan vinnutímans. Maðurinn sjálfur var heilsteyptur. I honum fundust engir brestir, sem kíttað var í. Að öllu sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af lífi og sál. Hann vildi öllum vel, enda mikils metinn af þeim, sem til hans þekktu. Það var tafsamt að ganga með honum um Austurstrætið á síðustu árum, ef hann þurfti að fara í banka, því margir vildu heilsa honum og •þakka honum fyrir gamalt og gott, hvort sem um var að ræða utangarðsmann úr Hafnarstræti, sem. hann hafði gefið aura fyrir máltíð. eða ráðherra, sem hann hafði rætt við og bent á hvernigmætti koma í framkvæmdþjóðþrifamáli. Það var mér sem ungum manni mikil gæfa að kynnast og starfa með Friðrik Þorvaldssyni sem tengdaföður og vini. Besta ósk mín til íslensku þjóðarinnar, er að hún megi eignast sem flesta hans líka. Óskar Jóhannsson 4 Hvítárbakka við landbúnaðarstörf, að Hallkels- stöðum og Gilsbakka í Hvítársíðu. Árið 1927 hóf Torfi búskap að Hvammi í sömu sveit og bjó þar til ársins 1959, er Guðlaugur sonur hans gerðist bóndi þar og síðan. Heimili hans var að Hvammi til dauðadags. Þann 20. júlí 1929 kvæntist Torfi eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Egilsdóttur bónda á Galtalæk í Biskupstungum. Þrjú börn áttu þau Torfi og Jóhanna, þau eru: Guðlaugur bóndi í Hvammi kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur frá Efri-Brú í Grímsnesi. Svanlaug gift Ásgeiri Óskarssyni, framkvæmdastjóra, búsettur í Kópavogi og Magn- ús Ágúst, rafvélavirki, búsettur í Reykjavík, kvæntur Steinunni Thorsteinson. Þegar Torfi hóf búskap í Hvammi var hvort tveggja til, að fjárhagur Torfa, var þröngur og jörðin Hvammur var þá ekki í röð þeirra jarða, sem eftirsóttar voru. Þegar þau Torfi og Jóhanna létu jörðina í hendur sonar síns Guðlaugs og konu hans Steinunnar eftir rúmlega þriggja áratuga búskap, þá var góðbýli af hendi látið svo vel höfðu þau setið jörðina. Torfi var mikill fjárræktarmaður, glöggur á eiginleika fjárins, enda bú hans afurða mikið og fjárhagurinn orðinn traustur í hans búskapartíð. Fyrst eftir að Torfi hætti búskap voru þau hjónin að Hvammi og meðan heilsa hans leyfði hirti hann féið. Á sumrin hafði hann eftirlit með sauðfjárvarn- argirðingu. Enda þótt að Torfi væri góður bóndi og legði mikla vinnu í búskap sinn svo sem áður er að vikið, var hann einnig góður félagsmála- maður frá æsku allt fram á efri ár, enda naut hann trúnaðar samferðamanna sinna, meðan heilsan leyfði honum að vinna að félagsmálum, svo sem nú skal sagt frá. Formaður í Ungmennafélaginu Brúin var hann og fulltrúi þess á mörgum héraðsþingum U.M.S.B. Hann var heiðursfélagi þess félags síðari hluta ævi sinnar. Sýslunefndarmaður frá 1936 þar til hann gaf ekki kost á sér til starfsins árið 1978, hreppstjóri var hann frá 1943 til 1. mars 1979. í hreppsnefnd var hann frá 1934 til 1979. f stjórn búnaðarfélags Hvítársíðu um áratugi og í sóknarnefnd Gils- bakkakirkju og formaður hennar frá 1955. Ekki þarf orðum að því að eyða, hve Torfi leysti vel af hendi trúnaðarstörf þau, sem honum voru falin, enda var maðurinn hygginn og fylginn sér. Torfi var farsæll maður í fjölskyldulífi sínu. Jóhanna kona hans var mikilhæf húsmóðir. Barnalán þeirra hjóna hefur verið í samræmi við dyggðir foreldranna. Árið 1978 kenndi Torfi fyrst sjúkdóm þess, sem varð honum að aldurtila. Hann hafði þó fótavist oftar, en dvaldi annað slagið að Reykjalundi og hresstist við þá dvöl um stund. Um síðustu áramót fékk hann á ný áfall, en nú hægra megin, áður hafði úr kröftum hans dregið úr vinstra hluta líkamans. Þegar svo var komið var stutt til þess er yfir lauk, þó fékk hann ráð og rænu um skeið svo að hann þekkti konu sína og ræddi við hana áður en hann sofnaði svefninum langa. Torfi átti heimili sitt í tveim sveitarfélögum í Mýrasýslu. í Norðurárdal var hann fæddur, en uppvaxtar- og starfsárin voru í Hvítársíðu. Þessar sveitir eru þekktar fyrir fegurð og búsæld, ævisaga Torfa er í samræmi við þessa kosti heimasveitar hans. Að leiðarlokum færi ég Torfa innilegar þakkir fyrir mikið og gott starf í þágu Framsóknarflokks- ins, sem aldrei bar neinn skugga á. Ég minnist þess ekki síður hversu traustur samstarfsmaður og vinur hann reyndist mér. Slíkum manni sem Torfa er mikils virði að hafa kynnst og haft náið samstarf við á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hans. Halldór E. Sigurðsson Leiörétting’ ■ í afmælisgrein um Kristin. Jónsson, Seljanesi. í 39. tölublaði íslendingaþátta. slæddist inn sú villa um Guðrúnu á Eyri. föðurmóður Kristins. að hún var sögð Gísladóttir. - Þetta er rangt. Guðrún var Jónsdóttir, Ólafssonar frá Bólstað og konu hans Valgerðar Gísladóttur frá Norðurfirði. Var Guðrún því föðursystir mín. Þetta bið ég ykkur, góðfúslega, að Ieiðrétta. Guðmundur P. Valgeirsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.