Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 5
Elín Jóhannesdóttir, Svínavatni Fædd 24. janúar 1897 Dáin 6. septembcr 1982 ■ í þann mund, er haustið var að ganga í garð, víðirinn gulnaði, og blöðin tóku að fjúka af trjánum, kvaddi hún Elín á Svínavatni þennan heim, svo óvænt, að maður trúði varla sínum eigin eyrum. Hún Elín horfin, sem alltaf var á sínum stað, traust og trú og umhyggjusöm, um allt og alla, sem nieð þurftu. Við, hér í Svínavatnssókn, höfum margs að minnast að lciðarlokum, því á Svínavatni hefur sóknarkirkja okkar verið frá því fyrsta og er cnn. Við höfum því komið oftar á þetta heimili en önnur, þess vegna. Ég minnist þess, þegar eg var krakki og „gekk til prestsins", sem kallað var, fyrir ferminguna. Hann spurði okkur í kirkjunni á Svínavatni og það tók oft þó nokkurn tíma að komast þangáð, oft gangandi eða þegar best lét á hestum og sitja svo fyrir svörum í kirkjunni í iengri tíma. Ég gleymi því heldur aldrei hvað okkur krökkunum var vel tekið á þessu heimili. Að loknum spurningunum var okkur boðið inn í stofu og bornar fyrir okkur n'kulegar veitingar, sem við þágum með þökkum. Þá bjuggu á Svínavatni sæmdarhjónin Jóhannes Helgason og Ingibjörg Ólafsdóttir, foreldrar Elínar og hennar systkina, og voru þær systur þá ungar stúlkur þar hciina og man ég hvað okkur krökkunum fundust þær fínlcgar og laglegar. Þó gæti ég trúað að Elín hafði borið af, með fríðleik. Með árunum kynntist ég Elínu ntcira ogcignaðist, að ég held, vináttu hcnnar. Hún var mjög prúð og kurteis kona, en þó glettin á sinn hógværa hátt og gaman að tala við hana. Hún var líka bráðdugleg og stóð fyrir heimilinu á Svínavatni, eftir að móðir hennar dó. Blómin og allt sem umhirðu þurfti. áttu vin þar sem Elín var. Alla tíð unnu þær saman á sínu æskuheimili Elín og Jóhanna systir hennar og betri systra sambúð er varla hægt að hugsa sér, nú horfir hún á eftir sinni góðu systur og saknar vinar í stað.- Haustið kom óvenju snemma að þessu sinni og blóni og grös brugðu lit. Það má kannske segja að það hafi vcrið farið að hausta að hjá Elínu, en manni fannst hún eiga svo mikið eftir, svo sterk og dugleg, sem hún alla tíð var - en það var líka henni líkt, að kveðja fljótt og hljóðlega og án þess að láta aðra hafa mikið fyrir sér. Hún var jarðsett frá sinni heimakirkju í blíðu og mildu haustvcðri og hvílir nú við hlið sinna góðu foreldra í kirkjugarðinum á Svínavatni. Ég bið þér blessunar í nýjum heirni Elín mín, og þakka ánægjustundirnar sem við áttum saman. Kristín Sigurjónsdóttir ÚJLlZ EX Asta á Reistará ■ Það var snemma á stríðsárunum, að þau Jóhann og Ásta á Skriðulandi fluttu að Ytri Reistará með sitt fólk og komu þá í nábýli við °kkur heima. Börn þeirra hjónanna voru flest á líku reki og við systkinin og varð m.a. þess vegna Tiikill samgangur milli bæjanna og má segja að oft hafi daglcgar ferðir verið á milli. Jóhann var úr Hörgárdal, Sigvaldason frá Rauðalæk. Hann fór ungur á sjó og lenti í hrakningum er Talismann fórst við Vestfirði og Þar þess menjar síðan. Ásta sem rcyndar hét fullu nafni Ástríður Margrét, en vildi heldur stytta nafnið, var frá Kleif 1 Þorvaldsdal 10/6 1898. Hún vardóttir Sæmund- ar Oddssonar bónda af þingeyskum ættum og konu hans Snjólaugar Hallgrímsdóttur af ætt ■fónasar skálds Hallgrímssonar. Var Snjólaug hjá þeini Jóhanni og Ástu öll sín efri ár, en hún komst aokkuð á tíræðisaldur. Snjólaug var óvenju skýr kona og skemmtileg í umgengni og hafsjór af hverskyns fróðleik og skáldskap. Hún var blind ,engi en vann að tóskap þrátt fyrir það og fór milli hæja að liðsinna öðrum. Oft var hún heima hjá °kkur aö prjóna sokkaplögg eða vettlinga og sagði okkur sögur og Ijóð, eða fræddi okkur um liðna tíð. Búskapurinn hjá flestum í okkar svcit á vcsturströnd Eyjafjarðar var ekki stór í sniðum á þessum tíma. Vinnufólk var að mestu horfið og tæknin aðeins að litlu leyti komin í þess stað. Vinnan var því oft crfiö cn gaf ckki af sér mciri arð en rétt dugði til að bjargast. Þar sem börn voru mörg gat róðurinn orðið þungur, nema þau staðfestu sig heima eltir að þau komust á vinnualdur. En þrátt fyrir það takmörkuðu bæði bústærð og húsakostur tekjumögulcika. Flestir voru því fátækir á mælistiku nútímans. Ásta og Jóhann eignuðust ellefu börn. Tvö dóu ung og sonurinn Baldvin var um tólf ára aldur hrifinn úr hópi okkar leiksystkina og sendur fársjúkur suður til Reykjavíkur á spítala þar. Hann kom ekki aftur í þann hóp. Það var eftirminnileg reynsla fyrir alla aðila. Börnin sem upp komust eru: Sæmundur múrari í Reykjavík, Gunnar skipstjóri á Dalvík, Sigrún húsfreyja á Akureyri, Þóroddur verslrn. Á Akureyri og lengi forystumaður U.M.S.E., Aðalsteinn sjómaður á Akureyri, tvíburarnir Áslaug og Snjólaug báðar húsfreyjur á Akureyri og Brýndís húsfreyja á Djúpavogi. Þetta var harla stór hópur og þegar haft er í huga að gestkvæmt var mjög á Ytri Rcistará, bæði vegna trúnaðarstarfa Jóhanns bónda og þess að þar þótti flcstum gott að koma og gaman að sitja yfir kaffi og ræða málin, er ljóst að mikils hefur þurft við. Húsakynni voru lengst af gamlir torf- bæir bæði á Skriðulandi og á Ytri Reistar á en þar reistu þau stórt ibuðarhús úr hlöðnum steini árið 1948 og rýmkaðist þá um og þægindi urðu mciri. Húsið stendur enn og einnig fjósið sem þau létu rcisa nokkrum árum síðar. Við andlát Ástu á Reistará rifjast upp margt frá liðinni tíð, svo nátengd var hún og hcnnar Framhald á næstu síðu - 'slendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.