Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miövikudagur 9. febrúar 1983 — 5. tbl. TÍMANS Benedikt Guttormsson fyrrverandi bankaútibús s tj óri Fæddur 9. ágúst 1899 Dáinn 30. janúar 1983 Benedikt Guttormsson fæddist í Stöð í Stöðvar- firði 9. ágúst 1899. Hann var sonur hjónanna Þórhildar Sigurðardóttur og Guttorms Vigfússon- ar prests í Stöð. Hann tók við búi af föður sínum og bjó í Stöð til ársins 1932. Kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði var hann frá 1931-1939. Árið 1939 fluttist hann til Eskifjarðar og gerðist útibússtjóri Landsbankans þar. Hann bjó á Eskifirði til ársins 1958, að hann fluttist til Reykjavíkur og varð fulltrúi bankastjóra Búnaðarbankans uns hann lét af störfum 1969. Árið 1928 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann. Ég kann lítil skil á ævi Benedikts framan af og starf hans á Austurlandi þekki ég einungis af afspurn. Um það eru aðrir fróðari. Benedikt var orðinn fullorðinn maður, kominn fast að sjötugu, þegar við kynntumst og ég tengdist fjölskyldu hans. Mér er minnisstætt hve mér þótti Benedikt hávaxinn og myndarlegur og varð hugsað til þess hve hann hlyti að hafa verið glæsilegur ungur maður. Þessari reisn hélt hann fram í andlátið. Hann var aðsópsmikill í fasi og röskur í hreyfingum - eilítið heimsborgaralegur - þegar hann kom gangandi eftir Aragötunni. Benedikt var hressilegur í tali, hafði ríkan húmor og gat verið firna skemmtilegur í samræðum og orðhepp- inn þegar sá gállinn var á honum. Hann var mikill >,selskapsmaður“ og hafði gaman af því að segja sögur að austan af frændfólki sínu og vinum, enda frændrækinn. Hann var hreykinn af forfeðrum sínum og varð oft tíðrætt um „fjarskylda" ættingja. „Við erum náskyldir, að fimmta og sjötta", sagði hann og hló við. Benedikt gat verið gustmikill og ráðríkur og kunni betur við að fá að ráða, en aldrei heyrði ég hann beita öðru en fortölum því að hávaðamaður var hann enginn. Benedikt var - held ég - alla tíð mikill ftamsóknarmaður, en það kom ekki í veg fyrir að hann gagnrýndi flokkinn sinn harðlega ef honum bauð svo við að horfa, einkum kannski hin síðari ár. Benedikt þoldi enga ládeyðu, hvorki í stjórnmálum né öðru, og oft lét hann þau orð falla að fátt væri orðið um skörunga í pólitfkinni. Það væri nú einhver munur eða á tímum Hermanns °g Eysteins. Stundum hvarflar að manni að í þeim hópi hefði hann notið sín. Minnisstæðastur verður Benedikt mér þó fyrir alla þá ræktarsemi og væntumþykju sem hann sýndi börnunum mínum frá fyrstu stundu. Arndís var ekki gömul þegar hún var farin að klifra upp stigann úr kjallaranum á Aragötunni til að spila við langafa og langömmu. Þau kenndu henni að þekkja spilin þegar hún var rétt farin að tala, svo hægara væri að spila við hana. Þau nutu sín oft vel saman, langafi og stelpan, og það var margt sem hann þurfti að sýna henni og fræða hana um í tilverunni. Þeir voru líka ófáir bíltúrarnir og ferðirnar á barnaheimilið á græna afabílnum. Allt slíkt var meira en sjálfsagt og tók ekki að spyrja um, hans var ánægjan. Hann lét sér ekki síður annt um strákana mína og margar skákir tefldi Hrafnkell við langafa hin síðari ár. Þar saknar Hrafnkell vinar í stað. Benedikt var einstaklega barngóður og hafði mjög gaman af börnum. Hann nennti að tala við þau og bar virðingu fyrir þeim. Aldrei heyrði ég hann hnýta í þau né ávíta. Allt var svo sjálfsagt og eðlilegt sem þau tóku upp á og oft kom hann auga á spaugilegu hliðina á tiltækjum þeirra þegar aðrir gerðu það ekki. Hann dekraði við börn, og barnabörn hans og barnabarnabörn voru yndi hans og eftirlæti. Fyrir allt þetta og svo ótalmargt annað ber að þakka nú að leiðarlokum. Sjálf þakka ég Ijúfa viðkynningu. Erna Ámadóttir + Hinsta kveðja: Þegar mér verður hugsað heim til bernskustöðv- anna, minnist ég ekki síst frænda míns, Benedikts Guttormssonar, sem þá ungur að árum bjó rausnarbúi að Stöð í Stöðvarfirði. Benedikt var yngstur þeirra Stöðvar-systkina, fæddist ellefu árum eftir að foreldrar hans, Guttormur Vigfússon og Þórhildur Sigurðardóttir fluttu að Stöð frá Svalbarði í Þistilfirði. Á þessum árum byggðu Stöðvardal, þrír ættliðir þessarar ættar, að Stöð - Háteigi og Óseyri. Það má því segja að ein og sama fjölskyldan hafi þá byggt dalinn. Eftir að Benedikt, þá ungur maður kom heim ffá námi í Þýskalandi og tók við búi af föður sínum, gerðist hann umsvifamikill bóndi, byggði þar upp og ræktaði. Byggði meðal annars nýtt þriggja hæða íbúðarhús og öll útihús að nýju. Sigurbjörn bróðir hans, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, byggði nýbýli á jörðinni, er hann nefndi Háteig og nýttu þeir bræður jörðina í sameiningu, þar til Benedikt flutti þaðan alfarinn og gerðist kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði og síðar útibússtjóri Landsbankans á Eskifirði. Benedikt var verkmaður mikill, svo af bar, smiður góður og hugkvæmni hans og snyrti- mennska við öll hin umsvifamiklu búskaparstörf er mér enn í minni. Sem unglingi, þótti mér Benedikt óvenjulegur ungur maður um margt, ekki síst vegna þeirrar miklu lífsorku, er hann bjó yfir, atorku og framtaks. Það var sjálfgefið, að hann væri fyrirmynd annara ungra manna, sem hann þekktu og að sjálfsögðu mun ég hafa reynt að líkjast honum, þó það hafi mér misfarist. Mér til mikillar ánægju, lágu leiðir okkar saman síðustu tuttugu árin, þótt við höfðum lítil samskipti haft um þrjátíu ára skeið og árin færst yfir, fannst mér hann í engu hafa breyst og vera jafnan sjálfum sér líkur. Ég áttaði mig ekki á því, að hann væri orðinn

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.