Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 2
Jón Gíslason Hofi F. 2.8.1900 D. 13.6. 1982 Jón á Hofi hvarf af þessum heimi 13. júní síðastliðinn. Fæðingarstaður hans var Syðra- Hvarf í Skíðadal.vÁ fjórða ári fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi, bæ Ljótólfs goða. Foreldrar Jóns voru hjónin Ingibjörg Pórðar- dóttir bónda á Hnjúki og Gísli Jónsson bóndi á Syðra-Hvarfi. Voru það mikil sæmdarhjón, víðkunn fyrir hagleik og snyrtilegt heimili. Systkinin á Hofi, börn hjónanna, sem upp komust voru fimm. Með þeim ólst upp stúlka, sem misst hafði föður sinm. Þetta urðu hressilegir og skemmtilegir unglingar. Ég sem ólst upp í næsta nágrenni og var á líku reki og sá elsti þeirra, sóttist mjög eftir að blanda geði við þennan glaða hóp. Það sama mátti víst segja um aðra nágrannaunglinga. Stundirnar voru fljótar að líða, þegar saman var komið, hvort sem var til starfs eða leiks. Þá var fundið upp á ýmsu, sem vakti gleði og hlátur. Og þarna varð til vísir að vináttu sem enst hefur síðan. Námsferill Jóns á Hofi var ekki langur. Auk barnaskólalærdóms stundaði hann tvo vetur nám í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1921. Á þessum árum vann hann á búi foreldra sinna, þegar hann var ekki í skóla og hafði víst ekki hug á öðru en að verða bóndi. Þáttaski! urðu í lífi Jóns, þegar hann 1924 kvæntist Arnfríði Önnu Sigurhjartardóttur frá Urðum. Hófu þau búskap næsta ár á meirihluta Hofs. Fríða á Hofi eins og hún var nefnd, var fríð sýnum og glæsileg kona, bráðrösk og hispurslaus, greind og alúðleg, hjartahlý og ráðsvinn. Og þó að nýir húsbændur væru teknir við á Hofi hélt heimilið sinni fyrri reisn og myndarskap. Hjónaband þeirra Jóns og Fríðu einkenndist af gagnkvæmri ást og virðingu. Þau eignuðust tvo sonu, Gísla menntaskólakennara á Akureyri og Sigurhjört sem fæddist vanheill og dó fárra ára. Fríða andaðist 1952. Jóni varð dauði hennar þungur kross, svo að naumast bar hann sitt barr eftir það. Jón hélt þó búskap áfram með aðstoð Soffíu systur sinnar til ársins 1965. Þá tók við gamall maður, fyrr en það atvikaðist svo, að ég aðstoðaði hann síðustu sporin. Benedikt var giftur mikilli ágætis konu, sem hjúkraði foreldrum hans í hárri elli, Fríðu Austmann og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Guðlaug hjúkrunarfræðingur og Hreinn prófessor við Háskóla íslands. Með þessum fáu línum kveð ég þig frændi minn og þakka þér samfylgd þína. Halldór Þorsteinsson 2 jörðinni Agnar fóstursonur Jóns og Lára kona hans. Jón dvaldi þó á Hofi áfram, en síðustu ár hafði hann aðsetur á Akureyri hjá Gísla syni sínum. Jón á Hofi var mikill ræktunarmaður. Fljótt eftir að hann gerðist bóndi hóf hann framkvæmd jarðabóta. Og þegar það opinbera tók að veita ræktunarlán notfærði Jón sér það og lagði í stórfellda túnrækt. Þótti ýmsum í mikið ráðist og töldu hæpið að binda sér stóran skuldabagga. Vel má vera að hann hafi orðið Jóni þungur á tímabili, en þegar ræktunjn fór að bera ávöxt, hægðist um og betri tíð gekk í garð. Og jörðin ber þess merki, að stórhuga og bjartsýnn bóndi hefur átt þar sæti. Jón var skepnuvinur. Hann fóðraði búpening sinn vel, enda gaf hann góðar afurðir. Sennilega veitti sauðkindin honum meiri ánægju en önnur húsdýr. Hann var afbragðs fjárhirðir, var natinn og glöggur að sjá, ef eitthvað bar útaf og ráðagóður til úrbóta. Hann hafði næmt auga fyrir fríðleik og.kostum sauðfjárins, enda var hann margoft kvaddur til að dæma á hrútasýningum, sem haldnar voru í hreppnum. Á unglingsárum starfaði Jón ofurlítið í Ung- mennafélagi Svarfdæla og var þar vel liðtækur. Eftir að hann gerðist bóndi leið ekki á löngu þar til honum voru falin stjórnarstörf ýmissa félaga og það hélst langt fram eftir árum, því að þótt hann gæfi oft ekki kost á endurkjöri, þá var hann kosinn að nýju, þegar hann gat ekki skorast undan starfinu. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Svarf- dæla í 15 ár og vel helming tímans formaður. í stjórn Nautgriparæktarfélags Svarfdæla um skeið. Hann var fjölda ára ásetningsmaður, sat í hreppsnefnd fleiri tímabil, var í ábyrgðarmanna- tölu Sparisjóðs Svarfdæla nokkurn tíma, lengi í kjörstjón og áraraðir í deildarstjórn Svarfdæla- deildar Kaupfélags Eyfirðinga. Þó mun ekki allt talið af opinberum störfum Jóns. Víst er að allt sem honum var falið rækti hann af kostgæfni og samviskusemi, enda hefði hann ekki verið kvaddur til svo margháttaðra trúnaðarstarfa nema vegna þess, að honum fórst allt vel úr hendi. Það var gott að vinna með Jóni. Hann var tillögugóður og samvinnuljúfur, tók gætilega á málum og vildi kanna þau til hlítar. Afstöðu tók hann eins og samviskan bauð og hann áleit að almenningi gagnaði bezt. Ég held að í eðli sínu hafi Jón verið einlægur jafnaðarmaður og koma stjórnmál þar ekkert við sögu. Það viðhorf mótaði að einhverju leyti skoðanir hans og breytni. Hann gerði ekki mannamun, var fús að liðsinna hverjum sem var og ekki síst þeim, sem stóðu höllum fæti. Hann var börnum og unglingum góður félagi og tókst að eignast vináttu flestra, sem honum voru samtíða. Vinsældir Jóns voru óvenju miklar. Enda var hann bráðskemmtilegur félagi, glaðsinna ogóspar á gamanvísur og skopsögur, sem hann kunni ógrynni af og frásögn hans var svo snilldarleg að allir, sem á hlýddu komust í gott skap og hláturinn dunaði. Jón var kunnugur hverju heimili hreppsins. Meðal annars vegna þess, að meðan hann var ásetningsmaður kom hann á hvem bæ tvisvar sinnur á ári. Allsstaðar var Jón aufúsugest- ur bæði þá og hvenær, sem hann leit inn var honum fagnað sem góðvini. Ljúflyndi hans, gamansemi og einlægni öfluðu honum vinsemdar ■ allra, sem kynntust honum. Trúlegt þykir mér að hann hafi engan óvildarmann átt. Jón var sæmilega heilsugóður fram eftir ævi. En fyrir nokkrum árum kenndi hann sjúkdóms, sem kostaði sjúkrahúsvist. Og síðustu ár hefur líðan hans ekki verið góð. Stundum dvaiið á spítala og aðra tíma mátt sæta því að geta ekki haft neitt fyrir stafni. Gott var því, að hann fékk hvíldina og þurfti ekki að líða meiri þjáningar en orðið var. En almennur söknuður var héf í dalnum við lát hans. Það sýndi fjölmennið sem kom að Völlum 19. júní, en þar fór jarðarför hans fram í blíðskaparveðri. Þegar Jón á Hofi er nú horfinn sjónum, hvarflar hugurinn að samveru okkar og samskiptum. Minningarnar um þennan hrekklausa og góða dreng eru bjartar og ylríkar. Því verður kveðja mín: Vertu blessaður og sæll vinur, og hjartans þökk fyrir kynni okkar. Blessun drottins fylgi þér á nýjum leiðum. Helgi Símonarson Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.