Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 3
Ingimundur Guðjónsson Fæddur 28. desember 1916 Dáinn 4. desember 1982 • Það er september 1962. fbúar Þorlákshafnar eru orðnir 250 og nær 40 þeirra á skólaskyldualdri. Þorpið hefir verið gert að sérstöku skólahverfi og ég ráðinn til að veita skólanum forstöðu. „Mjög þarf nú að mörgu að hyggja við að koma nýjum skóla á laggirnar auk þess umstangs, sem ávallt fylgir búferlaflutningi. Eitt af fyrstu kvöldum mínum hér kom í heimsókn vörpulegur maður á mínum aldri. Brosið var hlýtt og handtakið fast. Framkoman öll hæglát og traustvekjandi. Erindi gestsins var að tjá mér, að hér á staðnum væri starfandi söngfélag, sem seinni hluta síðasta vetrar hefði æft í skólanum og nú langaði hann til að vita hvort enn væri rúm fyrir slíka starfsemi í skólahúsinu þar sem þar yrði nú að vera bæði heimili skólastjórans og starfsvett- vangur. Það kvöld eignaðist ég minn fyrsta vin hér í Þorlákshöfn. Æfingarnar voru tvö kvöld í viku og fóru fram í annarri kennslustofunni, en ég sat gjarnan við störf mín í hinni og vonaði að kórinn truflaði mig ekki um of. Það var spilað og sungið, en svo datt allt í einu allt í dúnalogn og gegn um þögnina nam ég hægláta og hógværa rödd söngstjórans, sem benti kórfélögum á, að hér væri ekki um neina keppni að ræða. Kórsöngur væri samstiga fðr hópsins frá upphafi lagsins til enda hvort sem sporin væru stigin hægt og hátíðlega eða létt og leikandi. Það væri sama hvort verið væri að túlka síðustu spor öldungsins, sem ætti lífið að baki og gröfina eina framundan eða gáskafullar hreyfingar unglingsins. sem væri að leggja út í lífið dansandi, léttur og kátur með fangið fullt af björtum vonum og framtíðardraumum, allt skyldi þetta túlkað af einum kór en ekki svo eða svo mörgum einstaklingum. En hver var hann þessi vandláti söngstjóri, Bóndasonur - bóndi - og nú verkstjóri við saltfiskverkun. Árin þutu hjá. Fyrsti skólanefndarformaðurinn safnaðist til feðra sinna og Ingimundur Guðjóns- son tók við. íbúatala Þorlákshafnar jókst og nemendum fjölgaði. Vandamálin hlóðust upp - kennara- skortur og húsnæðisleysi þjakaði okkur auk þessara ótal smávandamála, sem alltaf þarf að leysa í sérhverjum skóla. Þá var ekki ónýtt að geta leitað til þessa fjalltrausta skólanefndarfor- manns.. Hjárómarödd skyldi slípuð og fölsk nóta lagfærð svo að skohnn yrði einsamfelld heild,sem samstiga keppti að því marki, að koma sérhverjum nemanda til þess þroska, sem efni framast leyfðu. Þetta samstarf hélst í 12 ár án þess að nokkurntíma bæri skugga á og þau eru ófá vandamál skólans, sem voru leyst á vinnustað formannsins, þar sem tugir manna störfuðu að því að gera úr fiskinum eins góðan mat og efni framast leyfðu. Það er vertíð og daglegur vinnutími 12-16 stundir. Þá þykir mörgum gott að nota sunnudag- inn til þess að sofa, en Ingimundur - og kórinn - láta ekki á sér standa hvort sem messað er á Hjalla, Strönd eða hér í skólanum. Það er vertíð - páskahrota - og landburður af fiski upp á hvern dag. Á föstudaginn langa er ekkert unnið og því er staðið í aðgerð frá kl. 8 á skírdagsmorgni til jafnlengdar daginn eftir. Fólkið fer heim og auðvitað beint í rúmið, en verkstjórinn þarf að ganga frá ýmsu áður en hann getur yfirgefið aðgerðarhúsin. Á slíkum dögum hefi ég séð Ingimund setjast við orgelið með rennblautt hárið af því að heima var ekki tími til annars en að fara í bað og hafa fataskipti áður en farið var til messu. Það er hátíð í Þorlákshöfn - áfanga náð. Kórinn kemur fram og túlkar gleði okkar og vonir. Ingimundur er tákn okkar í gleðinni. Sorgin sækir okkur heim. Vinir kveðja og slys lama gleði okkar. Kórinn kemur og syngur í okkur kjark til þess að mæta sorginni. Ingimundur er traust okkar - hægur - fastur fyrir - öruggur. Hér var hvorki kirkja né kirkjugarður. Ingi- mundur skipar sér í sveit þeirra manna, sem vilja byggja hvort tveggja og brátt varð hann stjórnand- inn. Sóknarnefndarformaður, sem nú stjórnar „kór“ ogleiðiraðsettu marki. Enn ersöngstjórinn að verki. Enn eru raddir samhæfðar og verki stjórna - öruggur - skapfastur - einþykkur - já stundum jafnvel einráður. En tóneyrað bregst aldrei. Nú eru tónarnir framleiddir með hamri, sög og hrærivél. Nú er það sinfónía starfsins, sem verið er að flytja. Enn er hópur einstaklinga gerður að einni heild, sem samstiga stefnir að settu marki. Þegar grafreiturinn er fullgerður er hafist handa við kirkjubygginguna. Hinn 28.4. ’79 er grunnur- inn helgaður og kirkjan steypt upp það ár. í árslok ’81 er hún fokheld og nú í byrjun aðventu er múrverki og einangrun lokið. Nú geta hljóðfæralcikarar hamars og sagar hvílt sig um stund. Nú skal halda hátíð og messa í hinni nýju Þorlákskirkju. Glaðst yfir unnum sigri og næsti áfangi undirbúinn með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Það er laugardagur 4. desember. Á morgun á að messa. Kirkjan er orðin eins vistleg og hægt er miðað við aðstæður. Klukkan er að verða sex. Kórinn er mættur til lokaæfingar fyrir morgundaginn og jafnframt til sinnar fyrstu æfingar í hinni nýju kirkju. En á hvcrju á að byrja? Hvert skal vera fyrsta ávarp kórsins til nýs helgidóms? Söngstjórinn hefir svar við þeirri spurningu. „Við skulum syngja Hér ríkir himneskur friður, en munið þið að kór er fjórar samstilltar raddir og takið þið vei ettir textanum, það er ekki síður hann, sem þið eigið að flytja." Og kórinn syngur: Hér ríkir himneskur friður. Hljótt er á bænastund. Krýp ég að krossinum niður kominn á Drottins fund. P. Sigurg. Þetta er síðasta lagið, sem Ingimundur Guðjónsson stjórnar. Þarna í kirkjunni hnígur hann niður „kominn á Drottins fund.“ Ingimundur Guðjónsson er allur. Við hjón höfum misst einn af okkar bestu vinum. Þorláks- höfn hefir misst þann sona sinna, sem hún má kannski hvað síst án vera. Hvað fjölskylda hans hefir misst ætla ég ekki að gera neina tilraun til að tíunda, en láta nægja að færa henni innilegustu samúðarkveðjur okkar hjóna þó mér sé fullljóst, islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.