Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 4
að í sumum tilfellum talar þögnin langt um skýrara máli en nokkur orð fá gert. Gunnar Markússon. t Margar eru samverustundir okkar Ingimundar við ýmis tækifæri, í gleði, sorg og starfi. Einhverju sinni barst í tal tilurð þess að hann flutti til Þorlákshafnar. „Hann Egill sagðist þurfa að senda mig til Þorlákshafnar." Það var árið 1955. Sú sendiferð var landnámsferð þótt nokkrir hafi þegar verið komnir. Ingimundi var falið að annast verkstjórn á móttöku og vinnslu sjávarafla. Að öðru leyti kveikti hann tónlistarlíf sem hann ræktaði og bar uppi til dauðadags. Vegna aðdáunar hans á tónlist hafa margir góðir listamenn heimsótt byggðarlag- ið, og naut hann þar aðstoðar Jónasar sonar síns. Það er ánægjulegt að geta þess, að Sigríður Ella Magnúsdóttir „debútcraði" í Þorlákshöfn á sínum tíma við undirleik Jónasar. Þetta er aðeins eitt dæmi. Oft og mörgum sinnum hefur Jónas glatt og hlýjað hjörtu okkar Þorlákshafnarbúa. Svona voru feðgamir. Það landnám sem Ingimundur tók þátt í verður aldrei nógu þakkað, hvað þá það sem hann afrekaði síðustu árin. Ég vona og bið þess að tónlistarlíf í Þorlákshöfn haldi áfram að eflast og dafna. Þannig getum við best geymt minningu Ingimundar. Margréti, börnunum svo og öðrum aðstandend- um færi ég og fjölskylda mín fyllstu samúðarkveðj- ur. Svanur Kristjánsson. t Nú er liðinn Ijúfur dagur langa nóttin skollin á, getur enginn geisli fagur, gegnum sortann brotist þá. Ójú, guð sem gefur Ijósið geislum stráir œfihrósið. Eitthvað þessu lík var hugsunin, sem smaug í gegnum huga minn, þegar náinn samstarfsmaður og vinur, Ingimundur Guðjónsson varð bráð- kvaddur að kvöldi hins 4. desember sl. í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Hann var á æfingu hjá Söngfélagi Þorlákshafnar, kórnum sem hann stofnaði og stjórnaði í meira en 20 ár. Ingimundur lagði sig allan fram í því starfi, fórnfýsi hans og sjálfsagi voru slík að einstakt má telja. Aldrei fannst honum of miklum tíma né kröftum eytt í söngstarfið. Og nei var ekki til í hans munni ef leitað var til hans um söng eða annan greiða. Tilfinning hans fyrir fögrum tónum var honum í blóð borin, og einnig viljinn til að miðla öðrum þar af. Hann var organisti Hjallakirkju í Ölfusi og formaður sóknarnefndar, organisti I Stranda- kirkju í Selvogi og framkvæmdastjóri kirkju- byggingar Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Öll voru þessi störf honum hjartans mál og unnin sam- kvæmt því. Þjónustustörfin, sem hann innti af 4 Baldvin Sigurvinsson Gilsfjarðarbrekku Fædddur 16. mars 1904 Dáinn 3. nóv. 1982 ■ Baldvin Sigurvinsson, bóndi á Gilsfjarðar- brekku í Geiradalshreppi andaðist í Borgarspítal- anum í Reykjavík 3. nóvcmber s.l. Hann var jarðsunginn frá Garpsdalskirkju í heimasveit sinni laugardaginn 13. sama mánaðar. Baldvin var fæddur 16. mars árið 1904 í Hvítadal í Saurbæjarhreppi sonur hjónanna, Sigurvins Baldvinssonarog Katrínar Böðvarsdótt- ur. Ungur fór Baldvin til föðursystur sinnar, Elínborgar í Stykkishólmi, en þar dvaldi hann fram á fullorðins ár. Fyrri kona Baldvins var Kristbjörg Bjarnadótt- ir. Með henni átti hann tvo sonu. Þau hjón bjuggu í Stykkishómi nokkur ár þar til þau fluttu til Keflavíkur ásamt fóstru Baldvins, en þar slitu þau hjúskap sínum eftir stutta sambúð. Frá Keflavík flytur Baldvin vestur að Belgsdal í Saurbæ og kvænist þar öðru sinni, Ólafíu Magnúsdóttur, árið 1942. Árið 1947 festa þau kaup á jörðinni Gilsfjarðarbrekku í Geiradals- hreppi og hefja þar búskap. Þar bjuggu þau svo allan sinn búskap eða þar til Baldvin veiktist og varð að fara í sjúkrahús fyrir tveimur árum. Olaftu og Baldvin varð sex barna auðið, sem öll eru fulltíða og búin að stofna heimili. Þegar þau hjón tóku við Gilsfjarðarbrekku var húsakostur þar fremur lélegur nema fjárhúsið sem var nýbyggt. Baldvin byggði gott íbúðarhús, stækkaði fjárhús og hlöðu og byggðu fjós með heýhlöðu áfastri, þá jók hann verulega ræktun á jörðinni. Baldvin var félagslyndur maður, hann starfaði lengi í kirkjukór Garpsdalssóknar og var í sóknarnefnd í mörg ár. Heimilið á Gilsfjarðarbrekku bar vott um sérstaka snyrtimennsku og góða umgengni, þau hjónin voru gestrisin og ávallt var gott að vera gestur þeirra. Baldvin sýndi hetjulund í veikindum sínum, en hann var tíðum mikið þjáður síðustu árin, hann kvartaði ekki, sýndi ölium, sem komu að sjúkrabeði hans hlýlcgt viðmót og var þakklátur þeim er heimsóttu hann. Hann fékk notið einstakrar umhyggju eigin- konu sinnar, sem stundaði hann af dæmafárri fórnfýsi til hinstu stundar. Vegna starfa minna voru samskipti okkar Baldvins samfelld um tuttugu og fimm ára skeið. Á það samstarf bar enga skugga. Baldvin á Gilsfjarðarbrekku naut almennra vinsælda í héraði. Hans verður því jafnan minnst með hlýjum hug, vinsemd og þakklæti. Olafur E. Ólafsson hendi fyrir byggðarlag sitt verða seint metin að verðleikum. Og sætið, sem nú er autt, verður vandfyllt. Hér í Þorlákshöfn er skarð fyrir skildi við fráfall hans. Öll vissum við að Ingimundur gekk ekki heill til skógar en skaphöfn hans leyfði ekki að hann sparaði krafta sína. Hann gerði miklar kröfur, og fékk miklu áorkað, því að hann höfðaði jafnan til hins góða í fari samferðamanna sinna. En mestar kröfur gerði hann til sjálfs sín. Ingimundur var einlægur trúmaður og átti stóra og viðkvæma sál. Hans heitasta ósk var að sjá kirkjuna sína hér rísa fagra og fullbúna. Og síðustu kröftunum var eytt til þess að ganga svo frá henni að hægt væri að minnast þess nú á þessari aðventu að miklum og glæsilegum áfanga er náð, og kirkjan er tilbúin undir tréverk. Hinn 5. desember sl. átti að hafa guðsþjónustu í kirkjunni í fyrsta sinn. En Ingimundur lifði ekki þann dag. Hann skipulagði allt sem gera átti og var gert þrátt fyrir allt. Síðasta söngæfingin var hafin. Einn sálmur hafði verið sunginn þegar kallið kom. Og svanurinn sveif á braut frá „hópnum sínum“ með lofsöng til hanssem öllu ræður í huga og hjarta sér. Þannig er sælt að kveðja þetta jarðlíf. Ég trúi því að hans starfsfúsa sál fái nú meira að starfa guðs um geim. Og nú að leiðarlokum þakka ég af alhug fyrir lærdómsrík kynni og samstarf og við hjónin þökkum honum áratuga vináttu. Við biðjum guð að blessa og styrkja eiginkonuna og börnin hans svo og ástvini alla. Blessuð sé minning hins látna heiðursmanns. Ragnheiður Ólafsdóttir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.