Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 6
Gísli Guðnason á Selnesi ■ Nú er Gísli Guðnason dáinn, Gísli á Selnesi eins og ég og flestir hér nefndum hann dags daglega. Við fráfall kunningja og nágranna, jafnvel þótt aldursmunur væri mikill, setur mann hljóðan. Eitthvað hefur breyst. Það leita einstök atvik á hugann, skjóta upp kollinum, atvik sem virtust gleymd. Þannig er lífsgátan, rétt eins og tilviljun, en þó lýtur allt lögmáli þess eilífa. Ég sit hér við borðið mitt og regnið drýpur á freðna jörðina úti fyrir. Það er hláka, hlý og góð. Gísli á Selnesi hefði kunnað að meta þennan góða þey á vetrarsólstöðum, bóndinn brosað í kamp. Ég veit, að þessi hlýja veðrátta vermir sál hans á leið til ókunna landsins, er bíður allra Jarðar barna. Af hverju er ég að skrifa þetta? Af hverju gaf búið með sonum sínum og notið umhyggju og alúðar. Alla tíð var hún viljasterk og vinnusöm og til hinstu stundar reyndi hún að gera skyldu sína og hjálpa til eins og þrek og kraftar leyfðu. Að leiðarlokum vil ég votta virðingu mína og þakkir fyrir ómældar ánægjustundir á liðnum árum á Norðurkotsheimilinu. Gengin er góð kona. Hulda Pétursdóttir Útkoti t Þann 18/12 1982 var borin til hinstu hvíldar í Saurbæ á Kjalarnesi, Júlíana Þuríður Einarsdótt- ir. Hún er horfin, dáin. Þetta orð kemur svo illa við mig. Þó höfðum við ekki þekkst lengi en á milli okkar hafði myndast kærleiksband kynslóða- bilsins sem dóttur og móður. Ég man hvað ég kveið fyrir fyrsta fundi okkar. Ég hafði lofað að líta til hennar og hlynna að henni. Ég hafði heyrt að hún væri fáskiptin og hlédræg, jafnvel sérsinna. Þegar ég heilsaði henni svo með hálfum hug, leit hún á mig brosandi og full af trúnaðartrausti. Þar með urðum við vinir við fyrstu kynni. Velkomin nótt, sem allir þreyttir þrá sem þjáða getur svceft með friðarkossi. D.S. Þessar Ijóðlínur eftir Davíð Stefánsson eiga svo vel við og segja allt sem ég ætlaði að segja. Hún var svo þreytt og þráði svo heitt að losna við viðjar líkamans og vera ekki öðrum til byrði. Nú er hún horfin inn á friðarlandið en ég gleðst yfir öllum þeim ánægjustundum sem að við áttum saman. Guð blessi minningu hennar. Gunna 6 ég mér ekki frekar tíma til að heilsa einstaka sinnum upp á Gísla, eftir að heilsu hans hrakaði og hann gat minna en áður hitt menn að máli? Ég hef ekki svar á reiðum höndum, en þannig vill þetta verða í veröld hraða og hringlanda. Ég veit jafnframt, að Gísli misskilur ekki þessi sundurlausu kveðjuorð. Þau koma af þörf og eru einnig kveðja frá konu minni og börnum. Það er ekki ætlan mín að rekja æviferil Gísla á Selnesi, það gera mér fróðari menn um þá hluti. Þó get ég sagt. að Gísli var Breiðdælingur í húð og hár, sonur Helgu Sigurðardóttur og Guðna Árnasonar, er bjuggu á Selnesi frá 1901-1922 (áður að Felli í Breiðdal 1886-1901). Gísli var fæddur á Selnesi 16. okt. 1903 og því liðlega 79 ára, er hann lést á Höfn í Hornafirði. Þar var hann heimilisfastur síðustu missirin. Ég tel mig þó vita, að hvergi frekar en á Selnesi hefði hann viljað kveðja þennan heim, hvergi frekar en á þeim stað, er hann erjaði með og eftir föður sinn og síðar nteð syni sínum eða um það bil sjö áratugi. Svo löng búseta hlýtur að binda menn margslungnum þráðum, sem kannski aldrei rakna. En örlögum sínum enginn ræður. Undir þau varð Gísli að ganga sem aðrir. Fyrstu kynni mín af Gísla voru í gegnum „póst og síma“, ef svo mætti að orði komast. Gísli og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir sáu um rekstur þessa fyrirtækis hér um eða yfir 50 ár. Svö langur startsdagur hjá sama tyrirtæki er fágætur. Lengst af var þessi þjónusta nánast inni á heimili þeirra hjóna, en tvö síðustu starfsárin vann Gísli í nýju húsi „pósts og síma“, er var tekið í notkun 1976. Það ár lét Gísli af störfum sem póst- og símstöðvarstjóri. Hann vann áfram undir stjórn sonardóttur sinnar, er þá tók við starfinu. En ekki er ég í vafa, að þar hefur hún haft traustan og lipran leiðbeinanda. Úr því hallaði starfsdegi Gísla - hinn taktfasti tímamælir stefndi að sínum ákveðna punkti. Já, fyrstu kynni mín af Gísla á Selnesi voru þau, að ég sótti og fór með póst niður á Selnes. Þar var alltaf tekið á móti „póstinum“ með hógværð og hlýju, talað við hann einsogjafningja. Feiminn og pasturslítill polli kunni að meta slíkt viðmót, slíkt brennist í vitundina. Gísli var einstaklega barngóður. Stilling hans og látleysi hefur vafalaust haft góð og holl áhrif á ómótaðar barnssálir. Gísli á Selnesi var ósvikið náttúrubarn. Það kom glöggt fram í því, er byggð tók að aukast á Breiðdalsvík. Þá fannst honum, sem þrengt væri að sér- fannst eðlislægu frjálsræði sveitamannsins stakkur skorinn, er ekki passaði. Enginn má taka þessi orð mín svo, að ég telji að Gísli hafi verið einsýnn. Undir niðri viðurkenndi hann uppbygg- inguna, hafði áhuga á málefnum sveitarfélagsins, en hann var af þeirri kynslóð, sem vildi vel til veðurs gæta. Mörgum fannst Gísli ekki binda hnútana sem samferðamennirnir. Ég veit, að hann hafði sínar skoðanir á málefnum líðandi stundar og gat átt þrályndi nokkurt. En hver hefur réttast fyrir sér? Svari hver sem vill. En þrátt fyrir skoðanamun á mannfundum, kom aldrei fyrir, að Gísla hrytu Ijót orð eða hnjóðsyrði af vörurn ogaldrei yfirtók reiði málflutninghans. Gísli var prúðmenni í hvívetna, fáskiptinn án þess að .vera til baka - vinur vina sinna, galt greiða af höfðingsskap. Hann hljóp engan um koll, en hann hélt á sínum málum af festu, sannfæringu og litríki. Eins og hér hefur komið fram, var Gísli ekki afskiptasamur, en hann gat átt til að koma andstæðingum sínum í smá klípu með hógværri kímni, en ætíð innan ramma fremstu kurteisi. Gísli á Selnesi er horfinn af okkar sviði. Hann á samt enn spor sín hér í grænum túnum, á götunum og móunum og kannski á hann ógreiddan reikning fyrir vökunætur við símaborð- ið, þá ná þurfti til læknis. Þetta á ekki að vera ævisaga. Ég vil þó nefna. að fyrir utan þjónustu í þágu hins opinbera, sem ég hef áður nefnt, var Gísli bóndi á föðurleifð sinni, Selnesi, sem er hluti jarðarinnar Þverham- ars. Gísli hafði yndi af skepnum, einkum sauðfé, fjárglöggur og afar natinn í samskiptunum við málleysingjana. Ég man frá barnsaldri, að oft var leitað til Gísla, þegar aðstoða þurfti við erfiðan burð. Á yngri árum átti Gísli trillu og gerði út. Hann var vitavörður um þriggja áratuga skeið, islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.