Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 8
Svanhildur Lilja Kristvinsdóttir Fædd 19. mars 1922 Dáin 26. desember 1982 Á annan dag jóla dó elskulega amma okkar í Halakoti. Við barnabörnin eigum erfitt með að trúa því að við fáum ekki að sjá hana oftar hér á jörðu. En sem betur fer höfum við þá góðu trú að nú sé amma hjá Guði og þar líði henni vel. Við viljum nú að leiðarlokum þakka ömmu fyrir allt sem hún var okkur. Amma var prúð og hæglát kona, heimakær og alveg yndislega góð. Aldrei var hún höst eða reið við okkur, reyndi alltaf að tala um fyrir okkur þegar við gerðurri eitthvað rangt. Hún hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur, sagði okkur frá bernsku sinni, kenndi okkur fallegar bænir og vísur, oft kom fyrir að hún tók dansspor með okkur, hún hafði gaman af að dansa. Amma vann við prjónaskap heima og við gátum gengið að henni vísri við prjónavélina. Þeir eru margir hlutirnir sem við eigum eftir hana. Það er ekki hægt að segja um ömmu að hún sæti auðum höndum og ekki líkaði henni að geta ekkert gert þessar síðustu vikur. Aldrei talaði amma illa um nokkurn mann. Hún tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Elsku afi sem hefur misst það besta í sínu lífi, við biðjum góðan Guð að styrkja hann og styðja á þessum erfiðu tímum, einnig foreldra okkar, Simba frænda og Rannveigu, Villu frænku og Ingólf, Svan frænda og systkini ömmu og fjölskyldur þeirra. Svo sendum við innilegt þakklæti til Ásgeirs læknis og alls starfsfólks á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þau voru svo góð við ömmu og henni þótti gott að vera í þeirra höndum. Að lokum þökkum við ömmu allar þær hugljúfu stundir er við áttum með henni, alltaf leið okkur vel í návist hennar. Við biðjum góðan Guð að gæta ömmu vel og endum þessa grein á bæn sem við tengjum minningum okkar um ömmu. Vertu hér yfir og allt í kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Bamabömin. t Óþurrkasumarið mikla 1955 skilaði vegalengdin frá Reykjavík að Halakoti í Flóa undirrituðum í aðra veröld. Hin gráa Massey Ferguson öld hafði alveg sniðgengið hlaðvarpann í Halakoti og einasta vélknúna verkfærið var vatnsdæla en 8 búskapur allur gekk fyrir afli manna og hesta. Ekki var laust við að styngju í stúf við þetta forna búskaparlag ung og sprelllifandi hjón, Kristinn og Svana. Svo átti að heita að ég væri snúningastrák- urinn á bænum en auðvitað sáu allir í gegn um það. Á miðju þessu annálaða óþurrkasumri hafði mér tekist að festa strái svo kyrfilega í eigin koki að þurfti að koma mér undir læknishendur á Selfossi. Örugglega hefur Kristni verið skapi næst að skilja mig þar eftir, en ég var kominn undir verndarvæng Svönu og hún var óþreytandi í réttlætismálum barna og málleysingja. Þau fimm sumur sem ég átti fyrir höndum í Halakoti fann ég aldrei i neinu að ég væri aðkomudrengur og naut sömu umhyggju og hennar eigin börn. Halakot var heimavöllur Kristins Helgasonar. Hér lék hann listir sínar við aðdáun heimilisfólks- ins. Uppruni Svönu var aftur á móti með þeim ólíkindum að mér fannst hann alltaf vera eitt Grimmsævintýrið í viðbót. Hún var dóttir hjón- anna Kristvins Sveinssonar og Sigríðar Jóhannes- dóttur sem bjuggu að Enniskosti í Vestur-Húna- vatnssýslu við mikla ómegð. Þegar Svana var aðeins fjögurra ára var ákveðið að senda hana suður til skyldfólks í Reykjavík í því skyni að létta undir heima fyrir. Eftir langa skipsferð var þessi litla stúlka stöJd í sjálfum höfuðstaðnum en sá sem hafði verið beðinn fyrir hana fann ekki húsið þar sem honum var uppálagt að skilja hana eftir. Á endanum var fylgdarmaðurinn staddur í útjaðri bæjarins sem þá var á móts viðTungu. í ráðaleysi knúði hann dyra og upp lauk kona sem tók við örþreyttu barninu og bar það til hvílu. I Tungu bjuggu þá Helga Brynjólfsdóttir frá Engey og maður hennar Sigtryggur Bergsson. Þau hjón voru barnlaus og gengu nú þessu bláókunnuga barni í foreldra stað og þegar Sigtryggur féll frá tveimur árum síðar, fylgdi Svana fóstru sinni út í Engey og ólst þar upp allt til 25 ára aldurs. Oft þegar ég heyrði Svönu minnast á mannlíf úti í Engey, fannst mér erfitt að koma heim og saman að það væri sama eyjan og ég hafði fyrir augum á veturna: mjó landræma með tveimur rambandi húsum, gjörsneydd mannlífi. Sú Engey sem Svana minntist, iðaði af lífi og náði hámarki í stríðinu þegar Englendingar og Ameríkumenn höfðu þar bækistöðvar. Eiginlega var Svana með sérkennilegum hætti borgarbarn: allan sinn upp- vöxt hafði hún Reykjavík fyrir augum og traffík út í heim. Á milli var mjótt sund. Þegar búskapur lagðist af í Engey árið 1947, hafði hún aðeins skamma dvöl í Reykjavík en réðist sem ráðskona að Oddgeirshólum í Hraun- gerðishreppi. Þ'ar kynntust þau Kristinn og stofnuðu heimili að Halakoti árið 1948. Þangað fluttist nú sú sem hafði gengið Svönu í móður stað árið 1926 og dæmið snerist við með þeim hætti að Svana annaðist fóstru sína allt þar til hún lést í hárri elli árið 1962. Kristinn og Svana voru undarlega samvalin hjón. Svana dul og horfði á heiminn úr nokkrum fjarska eins og það .væri Engeyjarsund á milli. Kristinn gáskafullur og mannblendinn. Með þessum ólíku skapgerðum tókust ástir og ein- drægni sem þverbrutu þá grundvallarreglu að tilhugalíf eigi að taka endi við hjónaband. í trássi við hversdagsleikann var eins og trúlofun þeirra endurnýjaðist á hverjum degi. Það var ekki síst þetta samband sem léði lífinu í Halakoti þann ljóma að margur sumarkrakki blindaðist og hélt sér gangandi heilu veturna á tilhlökkun eftir að komast þangað næsta og næsta og þarnæsta sumar. Þeir sem ekki þekktu til klóruðu sér í hausnum og spurðu hvemig þessi skiki í Flóa sem þegar öllu er á botninn hvolft væri lítið annað en þúfurog mýri, gæti búiðyfir viðlíka aðdráttarafli. Stíll Svönu var ógleymanlegur, hæversk en föst fyrir og óþreytandi að finna öðru fóki málsbætur. Kunni aldrei kjaftasögu. Hún var tíguleg á velli, snör í hreyfingum og hamhleypa til verka hvort sem var við heimilisstörf og tiltektir eða í heyskap þar sem hún geystist yfir túnin með Jarp gamla spenntan fyrir rakstrarvél í kappi við næstu skúr. Sama elja entist henni um kvöldmjaltir og í endurminningunni breytist fjósið í hljómleikahöll og við og við má hevra sérkennilega dillandi hlátur Svönu. Um kvöldið tók hún á sig gerfi síprjónamanneskju og gat allt i senn: prjónað, reykt, hlustað á útvarpssögu og komið börnunum í háttinn. Börn þeirra Kristins og Svönu urðu fimm: Helgi (1948), Jóhannes (1951), Sigurbjörn (1956), Vilborg (1962) og Svanur (1963). Þau voru hennar mesta lífslán og sjá nú á bak móóur sinni langt um aldur fram. Erfitt mun að kasta tölu á alla þá sem höfðu skamma eða langa viðdvöl að Halakoti og minnast Svönu með þakklæti. Við vorum islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.