Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 10
NG Sigurlína Margrét Ásbergsdóttir Fædd 29. júlí 1948 Dáin 13. janúar 1983 Drottinn, gcf þú dánum ró, hinum Hkn, sem lifa. Hetja er fallin. Langvinnu stríði er lokið. Ættingjar og vinir sitja hnípnir. Upp í hugann hrannast minningar liðinna ára, bæði hér í Rcykjavík, á hátíðum austur á Selfossi og í Hreppum, einkum að sumar- og haustlagi, á hjáleigum okkar, Miðnesi og Hraunbæ. Sigurlína Margrét hét hún fullu nafni, alltaf nefnd Lína í daglegu tali. Línu kynntumst við fyrst fyrir fjórtán ár'um, er Ólafur bróðir minn og mágur, kynnti hana fyrir okkur sem vin sinn - seinna varð hún eiginkona hans og áttu þau þrjú mannvænleg börn, Solveigu, Hjalta og Maríu Karen, öll á barnsaldri. Bæði komu Lína og Óli úr þannig umhverfi, að þau mátu heimilið mikils og voru vön sterkum fjölskylduböndum. Slík uppeldisáhrif skapa trygga og góða vini og áttu þau þá í ríkum mæli. í veikindum Línu kom það svo greinilega í Ijós. Óli og Lína höföu nýlega komið sér upp hlýlegu heimili í nýbyggðu húsi í Selásnum - þar voru allir aufúsugestir og nutu glaðværðar húsráðenda og örlætis. Paðan sást vel austur í Árnesþing - þar upp til fjalla var helgisetrið þeirra-staðurinn. sem fjölskyldan átti sitt afdrep í nálægð frænda til hinstu hvíldar í Arneskirkjugarði þann 18. desember í miður góðu veðri. En vinir hans og sveitungar létu þaö ckki aftra sér frá að fjölmenna við útför hans til að tjá honum hinstu þökk sína og aðstandendum hans samúð sína með hið ótímabæra fráfall hans. - Nýi prcsturinn okkar. Einar Jónsson jarðsöng. Þrátt fyrir stutt kynni hafði hann ótrúlega vel fundið inn á mannkosti Ölvers og flutti hugnæma og sanna útfararræðu yfir honum. Með Ölverergóðurdrengurgenginn fyriraldur fram. Foreldrar hans. ættingjar. nágrannar og aðrir, sem höfðu af honum nokkur kynni sakna hans. Hann var hinn góði og trúi þjónn. sem í cngu brást. - Þegar, húsbóndinn herra himinsala. hefur opnað dyr sínar fyrir honum finnst mér við hæfi að hann ávarpaði hinn nýkomna gest á þessa lcið: „Þú varst trúr yfir litlu. Yfir meira mun ég setja þig. - Gakk þú inn í fögnuð hcrra þíns.“ Ég kveð þennan vin niinn og sveitunga með þakklæti. Öldnum foreldrum hans, systkinum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. Bæ 9. jan. 1983. Guðmundur P. Valgeirsson 10 og vina á Hæli, og nutu þau öll dvalar þar, enda mikil náttúrubörn og dýravinir. Því miður hafði um allmörg ár fylgt Línu sem skugginn sjúkdómur, sem hún barðist hetjulegri baráttu við og heyrðist aldrei kvarta undan, en nefndi þó oft -svo okkur hinum þótti óþægilegt. Oft höfðum við á orði í sumar er leið, hversu vel alit gengi hjá Línu, en sjúkdómurinn virtist fylgja myrkrinu fast eftir í haust. Hann seig sífellt á eins og svartnættið, hvolfdist síðan grimmilega yfir og hlífði hvergi. Þessvegna var okkur mjög brugðið á jóladag, er fjölskyldan var öll saman- komin á heimili okkar, að víkingurinn okkar, þessi glaðsinna stúlka, sem ætíð tók þátt í umræðum af einurð og festu, var aðeins skugginn af sjálfri sér. Ég sé enn veika brosið á sigruðu andlitinu, þegar ég bauð hcnni valið sæti við jólaborðið. Það voru reyndar engin andmæli - engin stuna, en augun og brosið veika gáfu allt til kynna. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og kynnin góð. Sérstaklega viljum við þakka aukið inntak lífsins, sem hún gaf okkur með fordæmi sínu í baráttu sinni. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja Óla og börnin þeirra þrjú nú á sorgarstundu svo og alla þá, sem um sárt eiga að binda. ../ kyrrð var stríð þitt Itáð og fall þitt liljótt - þú hetja í krossför lýðsins, sofðu rótt Margrét og Kristján Guömundssnn + Frómasta fegurð geði, foreldra sinna gleði, frjáls og frár var andi sem firrtur væri bandi moldar mannlegrar. (Bjarni Thorarensen) Það var kyrrð í lofti árla morguns 13. janúar s.l., en dökk kólguský voru í landsuðri og um miðmorgun brast á með fannkomu. menn hafa frá upphaíi orðið að sætta sig við það hlutskipti að veðrið breytist óháð vilja okkar. En það að í lífinu skiptist á skin og skúrir og enginn fær ráðið örlögum sínum eiga menn erfiðara með að sætta sig við. Á þessa staðreynd vorum við óþyrmilega minnt þennan sama morgun er Sigurlína Margrét Ásbergsdóttir lést á Landspítalanum aðeins 34 ára að aldri. Við sem bárum þá von í brjósti að öll él birti upp um síðir urðum að sætta okkur við það hlutskipti að lúta lögmálum þess veruleika er við lifum í, hversu erfitt sem það er. Ég kynntist Línu í Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1965. Hafði hún komið til náms í skólanum haustið 1964, er foreldrar hennar, Sólveig Jónsdóttir og Ásberg Sigurðsson fluttu heim frá Kaupmannahöfn. Kynni okkar hófust með þeim hætti, að ég hafði í einn kennslutíma vörslu með fatageymslu nemenda. Er kennslutími átti að byrja kemur Lína til mín, kynnir sig og við tökum tal saman, er varði alla kennslustund- ina. Eftir þessar samræður okkar urðum við góðir vinir og eftir að hún giftist æskuvini og frænda mínum, Ólafi Hjaltasyni, árið 1970 styrktust vinaböndin varanlega. Þau tengsl er mynduðust milli fjölskyldna okkar síðar voru afar náin og ánægjuleg. Þær ótal samverustundir með Línu er nú standa skyndilega fyrir hugskotssjónum verða okkur minnisstæðar. Lína var vinur vina sinna, trölltrú og trygg, hún var félagsvera fram í fingurgóma sem hafði unun af að umgangast fólk. Hún var alin upp á miklu menningarheimili og gestkvæmu, sem hún mat mikils, og úr þeim æskubrunni hafði hún bergt þann mjöð er einkenndi fas hennar og framkomu alla tíð. Lína var frjálsleg í framkomu, hispurs- laus, glettin og glaðvær og kunni sannarlega að umgangast fólk. Persónutöfrar hennar, gáfur og víðtæk þekking á margvíslegum þáttum mannlegs lífs voru þess valdandi að á mannamótum var sem allir drægjust að henni, og í glöðum hópi var hún manna glöðust og um hana ríkti aldrei nein lognmolla. Skap hennar var stórt en gott, hún var einörð og ákveðin en blíðlynd og brosið var sérlega milt, fallcgt og aðlaðandi. Hún átti sérlega auðvelt með að greina hismi frá kjarna hvers máls og kom sá eiginleiki sér vel í starfi hennar sem fréttamaður. Lína hafði fastmótaðar skoðanir á flestum dægurmálum, sem hún gat rökstutt af innstu sannfæringUjOg oft var erfitt að vera á andstæðri skoðun. í stj'órnmálum fylgdi hún Sjálfstæðisflokknum að málum og fór pólitískur áhugi hennar vaxandi á síðustu árum. í huga hennar voru hreinskipti og heiðarleiki aðalsmerki baráttunnar, en hún þoldi illa þá undirferli og undirhyggju sem oft einkennir stjómmálin. { einkalífi sínu var Lína hamingjumanneskja. Hún var fræðandi. þolinmóð og elskuleg móðir og hún og Óli samstiga í öllum sínum gerðum. í rúm 5 ár barðist Lína við þann sjúkdóma er að fékk lokum yfirhöndina. Allir sem til þekktu undruðust og dáðust að þreki hennar og krafti. Óhætt mun að fullyrða að við þessar aðstæður sýndi hún nánast ofurmannlegan sálarstyrk og Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.