Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 11
Vilhjálmur Hjartarson frá Siglufirði Fæddur 17. okt. 1900 Dáinn 20. nóv. 1982 Með Vilhjálmi Hjartarsyni er hniginn til foldar einn af bestu sonum Siglufjarðar, er ungur að árum tók virkan þátt í að skapa og móta ýniis félagasamtök á bernskuárum bæjarfélagsins. Vilhjálmur var fæddur 17. okt. árið 1900 í Skarðsdal á Siglufirði. Foreldrar hans voru merkishjónin Hjörtur Pétursson, bóndi og sjó- maður og kona hans Guðrún Vilhjálmsdóttir. Mér er Guðrún enn minnisstæð fyrir glaðværðina, sem fylgdi henni og létta lund. Sextán ára að aldri hóf Vilhjálmur prentnám hjá Siglufjarðarprentsmiðju undir leiðsögn Helga Björnssonar og lauk þar námi 1920. Pað ár tók hann við rekstri prentsmiðjunnar og varð eigandi hennar eitt ár, 1923-24, en seldi hana þá og hætti prentstörfum vegna veikinda. Hann var mörg ár prófdómari í prentiðn. Félagi í Hinu íslenska prentarafélagi varð hann 1922. Vilhjálmur var hvatamaður að stofnun Kaupfé- lags Siglfirðinga, ásamt Guðmundi Skarphéðins- syni og kaupfélagsstjóri 1929-1936. Skrifstofustjóri Síldarverksmiðjunnar Rauðku 1941-1967, eða þar til verksmiðjan hætti rekstri. Árið 1929 var Vilhjálmur kosinn í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir jafnaðarmenn og gegndi þar ýmsum nefndarstörfum. Var nokkur ár í niður- jöfnunarnefnd og endurskoðandi bæjarreikninga. baráttuvilja, aldrei var æðrast né bugast, ávallt sama lífsgleðin. En þannig var Lína. Hún lifði lífinu lifandi, ávallt sátt við sitt hlutskipti þar. Hún naut hverrar stundar er lífið gaf og þrátt fyrir skammvinna ævi lifði hún lengur en margur eldri gerir. í hugum okkar er nutum þess að njóta vinfengis hennar í þessu lífi mun minningin um hana lifa. Örfáum dögum fyrir andlát sitt rissaði hún upp hugmyndir sínar um ræktun í garði sínum að vori. í jarðvist okkar voraði ekki hjá henni til að hefja þá ræktun. En í annarri tilvist hefur hún nú hafið sína ræktun að nýju og nýtur þar ríkulega ávaxta sinna héðan. Við æskufélagar þínir Óli, og fjölskyldur okkar sendum með þessum fáu línum þér og börnunum ásamt ættingjum Línu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi sú mikla lífsgleði sem Guð gaf henni vera ykkur styrkur í sorg ykkar. Lýstu þeiin héðan, er lokast brá, heilaga Guðsmóðir hinmum frá. (Stefán frá Hvítadal) Helgi Kjarnason, Sigríður Ilermannsdóttir •slendingaþættir Hann var einn af stofnendum Jafnaðarmannafé- lags Siglufjarðar 8. janúar 1931 undir forustu Guðmundar Skarphéðinssonar og fyrsti ritari þess. Hugsjónum jafnaðarstefnunnar og mark- miðum var Vilhjálmur trúr til dauðadags. Hann átti mikinn þátt í stofnun og störfum Tóbaksbindindisfélagsins og Ungmennafélagsins. Trúr sínum bindindis- og ungmennafélagshug- sjónum notaði hann hvorki tóbak eða áfenga drykki alla sína ævi. Það er athyglisvert og lærdómsríkt, hversu ungt fólk á Siglufirði á æskuárum Vilhjálms stóð við gefin heit og loforð tengd starfsemi þessara félaga. Gefin loforð og unnin hcit voru betri en handsal sumra manna í dag. Vilhjálmur var einn af stofnendum Skíðafélags Siglufjarðar og einn áhugasamasti starfskraftur þess um fjölda ára og vann þar ómetanleg störf fyrir æsku bæjarins, enda sjálfur frækinn skíða- maður í æsku. Þá var hann meðai stofnenda Karlakórsins Vísis og söngmaður þar í mörg ár. Þetta, sem ritað hefur verið hér að framan, vitnar um brautryðjendastörf Vilhjálms Hjartarsonar í félagsmálum Siglfirðinga. Vilhjálmur Hjartarson var ákaflega hugljúfur maður. Prúðmenni og snyrtimenni hið mesta. Samviskusamur og duglegur starfsmaður. Þannig kont hann mér fyrir sjónir. Þannig kynntist ég honum og þannig minnist cg hans. Þetta er og álit þeirra Siglfirðinga, sem þekktu og kynntust Vilhjálmi Hjartarsyni. Þann 22. des. 1928 kvæntist Vilhjálmur eftirlif- andi konu sinni, Auði Sigurgeirsdóttur frá Möðruvöllunt í Eyjafirði. Þau hjónin voru mjög samrýmd og samtaka og sérstök að því leyti, hvað allt var snyrtilegt og fallegt í kringum þau. Þau eignuðust fjórar dætur: Sigþóru, gift Edwin Solter, búsett í Bandaríkjunum, Guðrúnu, dáin 1981, gift séra Sigurpáli Óskarssyni, Hofsósi, Hjördísi gift Einari G. Svcinbjörnssyni konsert- meistara í Malmö í Svíþjóð og Sveinbjörgu, gift John Speight, söngvara í Reykjavík. Þau hjónin Vilhjálmur og Auður fluttust til Reykjavíkur í júní 1981. Þar andaðist Vilhjálmur þann 20. nóv. s.l. og var útför hans gerð frá Bessastaðakirkju og hvílir hann í Bessastaða- kirkjugarði. Nú að leiðarlokum eru Vilhjálnti Hjartarsyni þökkuð öll hans góðu og fórnfúsu störf fyrir bæjarfélagið, jafnaðarstefnuna og íþróttahreyf- inguna. ÖIl þessi störf leysti hann af hendi af samviskusemi og dugnaði. Siglfirðingar hafa séð á bak einum af sínum bcstu meðborgurum. Frú Auði og öðrunt ástvinum Vilhjálms eru fluttar dýpstu samúðarkveðjur frá fjölmörgum vinum og kunningjum Vilhjálms, er þakka honum samfylgd gegnum árin. Guð blessi minningu Vilhjálms Hjartarsonar. Jóliann G. Möller t Við bræður viljum minnast „Villa frænda" nokkrum orðum. En Vilhjálmur Jón Hjartarson móðurbróðir okkar hét aldrei annað í okkar munni en „Villi frændi." Okkar fyrstu minningar frá barnsaldri eru sunnudagarnir þegar við fórum á skíði með þeim bræðrum, Villa og Sveini frænda. Þá var farið á skíðin við húsdyrnar heima og gengið yfir á Saurbæjarás, þar sem skíðaskáli skíðafélagsins, „Skíðafell“ stóð. Þar var unað daglangt við leiki á skíðum og ekki farið heim fyrr cn degi tók að halla. Árið 1936 hóf Villi útgerð. Þá kcypti hann m/b. Skarphéðinn S1 28, 12 tonna bát, sem lá hér sokkinn við bryggju, náði honum á flot. Og eftir að Heinmótorinn í honum hafði verið þurrkaður, rauk vélin í gang. Þennan bát gerði Villi út á línu og reknet undir stjórn Baldvins Hallssonar og farnaðist vel. Síðar seldi hann Skarphéðinn og keypti 28 tonna bát, sem hann lét heita „Hjörtur Pétursson SI 80“. Þessi bátur var á síld (tvílembingur á móti Aage SI) og á línu, og aflaði báta mest undir stjórn F.iríks Þorvaldssonar. Þennan bát missli Vilhjálntur með allri áhöfn í fárviðri 27. febrúar 1941, en hann reri á vetrarvertíð frá Hafnarfirði. Árið 1942 keypti Villi ásamt Snorra í Hlíðarhús- um danskan bát, sem verið hafði hér dælubátur 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.