Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 12
Þorvaldur Zóf aníasson Fæddur 9. nóvember 1917 Dáinn 25. nóvembcr 1982 Þorvíildur Ingólfur Zófaníasson bóndi á Læk i Dýrafirði andaðist að morgni hins 25. nóvember síðastliðins. Hin allra síðustu ár hafði hann kennt sér hjartameins. Þrátt fyrir það gekk hann þó lengst af að flestum störfum sem hcill væri og lét engan bilbug á sér finna. Enginn átti því von á því aö þctta mcin yrði honum að aldurtila svo snemma á ævinni. en hann var ekki nema 65 ára er hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir stutta lcgu. Þorvaldur var fæddur á bænum Læk í Dýrafirði og ól þar mestan sinn aldur. Foreldrar hans voru þau hjónin Zófanías S. Jónsson frá Fjallaskaga í Dýrafirði og Friðrika Guðmundsdóttirfrá Kirkju- bóli í sama firði, cn þau bjuggu nær alla sína hjúskapartíð á Læk. Börn þeirra auk Þorvaldar voru, Jón. húsvörður við Núpsskóla og Hjörleifur, kennari búsettur í Svíþjóð. Þótt Þorvaldi hafi verið heimabyggð sín kær. hleypti hann þó heimdraganum eins og títt er um unga menn. 25 ára gamall fór hann til náms á Búnaðarskólann á Hólum og fékkst síðan við ýmis störf sunnanlands í nokkur ár. Þá var hann við verknám á Sámsstöðum á Rangárvöllum og vann m.a. við sandgræðslustörf sem þar var verið að hefja í stórum stíl. En leiðin lá aftur heim í fjörðinn fagra. Hann tók við jörðinni á Læk árið 1952 eftir að hafa búið í samfélagi við föður sinn í nokkur ár. Að hausti þess sama árs gekk hann að eiga konu sína, Guðbjörtu Sigmundsdóttur frá Bíldudal. Var það mikið gæfuspor í hans lífi. Þau ungu hjónin tóku nú við búinu á Læk af þeim eldri. Hjónaband þeirra Guðbjartar og Þorvaldar var Tnjög farsælt og á 30 ára giftusamlegri búskapar- og sambúðartíð þeirra á Læk eignuðust við dýpkun hafnarinnar, og létu þeir byggja hann upp hér í slippnum og nefndu „Særún SI 50“. Útgerð Særúnar gekk frekar stirt fyrst í stað, en síðar aflaðist mjög vel á Særúnu, bæði á síld og þorskveiðum, sérstaklega undir stjórn Finnboga Halldórssonar og Jóns M. Jóhannssonar. Síðar keypti Villi hlut Snorra í bátnum. Hann hætti alveg útgerð 1960 og seldi þá Þráni Sigurðssyni bátinn. Þegar bílvegur yfir Siglufjarðarskarð opnaðist fórum við að fara á silungsveiðar inn í Fljót með þeim Villa og Halla Þór. Þessar ferðir okkar með þeim félögum eru okkur ógleymanlegar. Og þá kynntumst við hinu skemmtilega og góða fólki í Saurbæ í Fljótum, en Villi og Jón í Saurbæ voru saman smalar, þegar þeir voru strákar í Fljótun- um. Kæra Auður. Við bræður og fjölskyldur okkar sendum þér og öllum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu um góðan frænda. Hjörtur og Guðlaugur 12 þau 5 mannvænleg börn sem uxu þar úr grasi og komust á legg. Þau eru; Þórdís sem gift er Jóni I. Pálmasyni á Akureyri, Zófanías Friðrik sem nú er tckinn við búinu á Læk ásamt móður sinni, Sæmundur Kristján fiskiðnaðarmaður á Þingeyri, Margrét Jensína sem gift er Kristjáni Þórissyni á Akureyri, yngst er Lilja sem býr í Reykjavík. Valdi, eins og ég kallaði þennan frænda minn jafnan, var mikill hæfileikamaður og góðum gáfum gæddur. Þótt segja megi að hann hafi verið fremur hlédrægur út á við. var hann ætíð hrókur alls fagnaðar meðal vina og kuniiingja. Mér er minnisstætt sem barni aö það var alltaf gaman ^þcgar Valdi frændi kom í heimsókn til foreldra minna. Ég skyrijaði ef til vill ekki annað þá en að hann gantaðist við okkur krakkana. En eftir að fór að togna úr snáða fór ég iðulega í sveit að Læk og það var mér ætíð tilhlökkunarefni. Þrátt fyrir snúninga og amstur sem drengstaula gátu fundist ýmist skemmtileg eða leiðinleg eftir atvikum. fannst mér alltaf jafn gaman að vera í návist Valda. Hann haföi alltaf eitthvað um hlutina að segja. ýmist í gamni eða alvöru. en aldrei leiðinlegt. Síðar skildu leiðir um lengri eða skemmri tíma. En alltaf þegar ég hitti þennan frænda minn síðar á ævinni fann ég að samfundir við hann voru ætíð jafn ánægjulegir. Hann hafði jafnan eitthvað að segja eða tala um sem vakti áhuga manns. Þorvaldur var í raun sérstætt sambland af náttúruskoðara fræðagrúskara og tæknimanni nútímans. Hann var sannarlega maður nútímans. maður framfara og tækni. Ásamt bræðrum sínum og föður byggöi hann snemma vatnsaflstöð fyrir heimilið, og var Lækur eini rafvæddi bærinn í sveitinni og þótt víðar væri leitað um langt árabil. Menn verða oftlega að læra að bjarga sér sjálfir úti í strjálbýlinu, en það fór ekki fram hjá manni að Valdi var meira inni í raffræði og öðru er að vélunt laut heldur en almennt gerðist. Ég minnist þess eitt sinn er rafstöðin bilaði alvarlega er verst gegndi, og rafljósin á Læk slokknuðu, að ekki var dagur að kvöldi komin er þau loguðu aftur. „Ég tók bara gamlan rafmótor og umpólaði hann og breytti í rafal og tengdi við traktorinn", útskýrði Valdi eins og ekkert væri einfaldara. Hann hafði verið jarðýtustjóri á sínum yngri árum og kunni skil á hverjum minnsta smáhlut í vinnuvélum og bifreiðum enda þurftu menn nánast að gera við slík tæki á staðnum á þeim árum. Vandvirkni virtist honum í blóð borin og þegar hann gerði við eða smíðaði hitt og þetta sem með þurfti, bar allt slíkt vott um hendur hagleiksmanns. Þorvaldur var frumkvöðull í mörgurn öðrum nýjunga- og framfaramálum. Hann byggði m.a. stóra frystigeymslu við bæ sinn löngu fyrir daga frysti- og ísskápa og geymdi þar matvöru fyrir heimili sitt svo og sveitunga sem annars þurftu að fara langan veg til Þingeyrar að ná í matvæli sín úr frystigeymslu. Ásamt Hjörleifi bróður sínum fékk hann snemma áhuga á skógrækt. Þeir gróðursettu mikið af trjám; gerðu tilraunir með plöntuuppeldi og fengu trjáfræ frá fjarlægum stöðum. Hinir myndarlegu skógarlundir við Lækjarbæinn og í landareigninni bera þessum áhuga og starfi fagurt vitni í dag. Þá var Þorvaldur um árabil einn af framámönnum í skógræktarsam- tökum V-Isafjarðarsýslu. Árið 1949 fór hann skógræktarferð til Noregs og hreifst mjög af því landi og þeirri þjóð er það byggir, enda sótti hann Noreg heim öðru sinni síðar á ævinni sér til mikillar ánægju. Og fleiri tilraunir voru gerðar með ræktun á Læk sem voru nýjar af nálinni. Á fimmta áratugnum gerði Þorvaldur ásamt föður sínum tilraun með kornrækt heirna á Læk með nokkuð góðum árangri. Ekki verður svo skilið við náttúrunytja- og ræktunarmanninn Þorvald á Læk að ekki sé minnst á æðarrækt hans. en sú rækt var orðin hans ær og kýr í orðsins fyllstu merkingu. Allt frá því Zófanías afi minn hóf búskap á Læk höfðu fáeinarkollurjafnanverpt í landareigninni. Upp úr 1950 var kominn vísir að æðarvarpi í Lækjarlandi þótt lítill væri. Með natni og elju tókst Þorvaldi nánast að búa til æðarvarp í landi sínu. Hann lifði þann dag að sjá Læk verða að æðarræktarjörð. sem hlýtur að hafa verið honum mikið ánægjuefni eftir langt og mikið aðhlynning- arstarf og litla uppskeru lengi vel. En liitt sá maður og skildi. að ekki var síðri sú ánægja sem hann hafði af því að .sýsla við varpið á löngum og fögrum vornóttum. Sjálfur á ég nokkrar vornætur- minningar úr æðarvarpinu á Læk. þær minningar eru ljúfar og vel geymdar. Fyrir náttúruskoðarann og -unnandann Þorvald var náttúran öll athygli verð. Hann lét sér ekki nægja að virða fyrir sér og huga að hinni lifandi náttúru gróðurs og dýralífs, heldur beindi hann og títt sjónum sfnum að landinu sjálfu, fjöllum þess og dölum, gerð þeirra og myndun. Hann islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.