Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Blaðsíða 15
 Sakarías Daníelsson frá Bjargshóli Fæddur 12. júlí 1915 Dáinn 30. desember 1982 Föstudaginn 7. janúar sl. var Sakarías Daníels- son verkamaður, jarðsettur í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu Hagamel 43, þann 30. des. s.l. Sakarías var Húnvetningur. Hann fæddist að Kollufossi í Miðfirði þann 12. júlí 1915.. Foreldrar hans voru þau Daníel Jónatansson bóndi, og kona hans Agústa Jónat- ansdóttir. Vorið 1919 flytja þau hjón að Bjargshóli í sömu sveit, með öll börnin sín, en Daníel hafði þá keypt þá jörð. Á Bjargshóli bjuggu þau hjón síðan til dauðadags. Eignuðust þau 11 börn, og var Sakarías 6. í röðinni. Af barnahópnum eru nú 8 á lífi. Árið 1923, flytur Sakarías að Búrfelli í Miðfirði, þá 8 ára gamall, og þar átti hann heimili þar til hann flytur til Reykjavíkur vorið 1941. Á Búrfelli bjuggu þá Jón Jónsson bóndi, og kona hans Júlíana Jónsdóttir. Reyndust þau hjónin Sakaríasi sem bestu foreldrar í uppvexti hans þar. Sakarías fór í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1938. Næsta ár var hann gerast „landnemi" við allt aðrar aðstæður en hún var upp alin við. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar tninnistæðir vinir eru kvaddir og öll þakklætisorð verða smá og fátækleg í því sambandi. • En vegna þeirra mörgu sem hafa verið aðnjótandi þeirrar frábæru gestrisni sem hefur einkennt Fagrahvammsheimilið í áratugi þá leyfi 6g mér að segja - það var styrkur og ómetanleg npplifun að njóta þess að vera gestur þar. Það er enginn smáhópur bæði hérlendra og erlendra gesta sem þar hefur borið að garði. Reisn og smekkvísi hefur setið þar í fyrirrúmi utí sem inni. Þar hafa árstíðaskiptin ekki einu sinni haft áhrif á umhverfið utanhúss eins og eðlilegt má teljast í þessum atvinnuvegi. Nei, stúlkan frá Súðavík með gott uppeldi og kvennaskólanám frá Blöndu- ösi, hefur svo sannarlega leyst sitt hlutskipti með glaesibrag við hlið eiginmannsins sem landnemi í Hveragerði og frumherji nýrrar atvinnugreinar. Störfin tala sínu máli, Hveragerðis-kaupstaður tnun í nútíð og framtíð njóta þess menningarauka sem þar hefur þróast í nær hálfa öld. Þeim hjónum Emilíu og Ingimar hefur hlotnast su gæfa að eignst 4 mannvænleg börn og ennfremur alið upp dótturson, Daða Tómasson, sem nú stundar framhaldsnám í garðyrkju. . Börn þeirra hjóna eru í þessari aldursröð: Elst er Þóra, gift Sigurði Haraldssyni bónda að Grófargili í Skagafirði; Sigrún, gift Magnúsi Sjgurjónssyni, húsgagnabólstrara, Reykjavík; 'J'gurður garðyrkjubóndi í Fagrahvammi, giftur Guðrúnu Jóhannesdóttur. Yngst er Gerður, gift “ergþóri Friðþjófssyni, bifreiðastjóra, Sandgerði. 'slendingaþættir heima á Búrfelli, en fór síðan haustið 1939 í Reykholtsskóla, og settist þá í efri bekk skólans, og lauk þaðan prófi vorið 1940, eftir eins vetrar nám. Sakarías hlaut því góða almenna skóla- menntun, eftir því sem þá var títt. Hann mun hafa haft áhuga á frekara námi, enda var hann mjög góður námsmaður, en af því varð þó ekki. Ég kynntist Sakaríasi mjög fljótlega eftir að ég kom til Reykjavíkur. Ég held það hafi verið haustið 1941. Við unnuin þá báðirhjá Loftvarnar- nefnd Reykjavíkur, við að reisa loftvarnabyrgi víðsvegar um borgina. Þá var mikið húsnæðisleysi í Reykjavík, og bjó ég hjá ættfólki mínu til bráðabirgða, eins og margir gerðu þá. Ég man eftir því, að þá hafði hann ásamt Hreggvið bróður sínum, all gott og rúmgott húsnæði á leigu hjá Eyjólfi Kolbeins á Kolbeinsstöðum. Er ekki að orðlengja það, að hann bauð mér að flytja til þeirra bræðra, og þar var ég síðan um tíma þann vetur. Síðar unnum við saman við ýmiss konar verkamannastörf, en síðast vorum við vinnufélag- ar sumarið 1943, hjá björgunardeild Breska sjóhersins, við að bjarga stóru herfiutningaskipi, Ég og fjölskylda mín sendum Ingimar , börnum hans og öðrum nánustu okkar innilegustu samúð- arkveðjur við hið sviplega fráfall mikilhæfrar húsmóður og ástúðlegrar ömmu, sem dáð var af barnabörnunum, en þau eru orðin 17, sem og öðrum er henni kynntust. Blessuð sé minning hennar. E.B.Malrnquist Aðeins fá orð að lokum til að þakka Emilíu ömmu minni fyrir allt. Ef hún vissi hve allt er óraunverulegt núna. Dauði hennar kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Og það alversta er að við áttum eftir að upplifa svo margt saman, ekki bara við tvær, heldur Daði, Helga og bara við ölt. Ég vil alls ekki fara að skrifa einhver meiriháttar lofsyrði um ömmu, en hún veit best sjálf hve mikils virði hún var okkur. Mér lærist sífellt betur og betur að meta sérstæðan persónuleika hennar. Hún var sérstæður persónuleiki, svo áberandi skemmtileg, það var svo gott að tala við hana um allt, því hún lifði sig algjörlega inn í vandamál okkar. Kannski hafði hún stundum of miklar áhyggjur af okkur, en við þökkum fyrir það. Og hún var þrjósk, stundum beinlínis stíf, en það er ég líka og viðurkenni það núna. Friðþjófi líður vel. Það veit hún auðvitað. En ég vildi óska að ég vissi nákvæmlega hvar amma er og vona innilega að henni líði vel, alltaf. F.h. barnabarna, Emilía Sigurðardóttir. sem lá inn á Kleppsvík. Síðan hefur Sakarias unnið mest við byggingavinnu og síðustu árin vann hann hjá Eimskip, allskonar hafnarvinnu. Kynni okkar Sakaríasar hafa því verið nokkuð löng, eða liðlega 40 ár. Þó að leiðir okkar hafi skilið um tíma, þá höfum við þó alltaf haldið sambandinu við og hittst af og til. Hann var mjög vel greindur og afburða minnisgóður. Hann var bókhneigður og las mikið og kunni ógrynni af íslenskum ljóðum. Fáum mönnum hefi ég kynnst, með jafn mikla kímnigáfu, og honum. Mátti segja, að hann kæmi ætíð auga á broslegu hliðina á hverju máli, og vekti athygli á öllu sem komið gat skapinu í betra lag hjá viðmælendum hans. Félagslyndur var hann með afbrigðum, enda ætíð gestkvæmt hjá honum, og gestrisni eins og best varð á kosið. Spilamaður var hann mjög góður, og svo fjölhæfur var hann á því sviði, að ég held hann hafi kunnað flest spil, sem ég hefi heyrt nefnd. Við spiluðum mikið saman um tíma, bæði lomber og bridge og mér er kunnugt um, að hann átti að spilafélögum marga af bestu spilamönnum í Reykjavík. Síðustu árin hefur hann verið heilsuveill og ekki getað stundað vinnu. Hann var skorinn upp vegna brjóskeyðingar í mjöðm, og heppnaðist það vel, og stóðu vonir til að hann fengi það góðan bata, að hann gæti farið að vinna á ný. Svo fór þó ekki, því hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. des. s.l. Ég þakka Sakarías; f ir samferðina í lífinu, afburða viðkynningu og vináttu. Systkinum hans votta ég samúð mína. Jón Snæbjörnsson 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.