Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 8
Kristbjörg Pálsdóttir frá Borgargerði Fædd 15. apríl 1901 Dáin 6. sep(. 1982 og sonur hennar Steingrímur Hreinn Aðal- steinsson frá Hrísey Fæddur 3. nóv. 1927 Dáinn 22. nóv. 1982 Hljóðlcga og hvíldarlaust crjar dauðinn. Að baki okkar allra lcynist hann og telur þær tímaciningar sem hverjum og cinum eru mældar sem æviskcið. Margir verða nálægðar hans varir, og hafa hann að mcðvituðum förunaut, í lcngri eða skcmntri tíma áður en að dánarstund þeirra kemur, en aðra fellir hann snöggt og fyrirvara- laust. án þess að þeir hafi fengi grun um nálægð hans. Þessar óvæntu dánarstundir snerta eftirlifandi ástvini og ættingja eins og heljarhögg. Því verður naumast trúað. að sá sem var heilbrigður að leik eða starfi. sé á andartaksstund horfinn yfir í dularheiminn á bak við dauðann. Líðandi stund myrkvast. En þegar timinn líður hemar yfir saknaðarsárin þó söknuðurinn verði alltaf föru- nautur minninganna. Sorgin vitjar okkar einnig við andlát okkar nánustu. sem lifað hafa við lengra eða skemmra heilsuleysi og þjáningar. En andlát þeirra kemur okkur ekki á óvart - við höfum búist við því í dag eða á morgun. Það er þá líka til huggunar að lokið er sjúkdómsstríði. þar sem ekki var á mannlegu valdi að ná sigri. Með ást. þökk og virðingu viljum við minnast þeirra sem voru okkur nánastir og kærastir. cn hurfu okkur á dauðastund. f minningunum eigum við þá hjá okkur áfram. uns okkar eigið „kall" kemur. En eftirvæntingin mikla er: hvað tekur þá við? Fegurra líf - fullkomnara líf? - En þótt við fáum ekki óyggjandi svar, þá ér okkur óhætt að taka undir með trúarskáldinu: „Þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því". Kristbjörg Pálsdóttir var fædd í Borgargerði í Grýtubakkahreppi, dóttir hjónanna Margrétar Arnadóttur og Páls Friðrikssonar, sem bjuggu þar og víðar. Urðu börn þeirra hjóna 10, en þrjú þau .elstu, drengir, dóu í frumbernsku. Þrátt fyrir mikla fátækt og mikið vinnuálag í bernsku urðu systkinin 7 sem lifðu kjarkmikil og harðger , sem mun líka hafa verið ættareinkenni. Borgargerði var kotjörð sem lá undir Laufás. Voru leigukjör ekki hagkvæm ábúanda eins og títt var á þcirri tíð. Það var því knappt um alla hluti og skólamenntun systkinanna gat ekki orðið nema iítil. Þrátt fyrir alltátty þau þó kærar minningar frá uppvaxtarárum sínum í Borgargerði. Þær 8 minningar hafa líka kunnað að tengjast fögru umhverfi - en frá Borgargerði var fagurt útsýni, sérstaklega á vor- og surhartið: um Höfðann. Höfðahverfið og Laufáshnjúkinn. yfir Fnjóskána. Laufáshólmana og yfir Eyjafjörð að Sólarfjöllum. Þórunn systir Kristbjargar. sern var allmörgum árum eldri. hafði gifst Lúteri Olgeirssyni á Vatnsleysu. og hófu þau búskap þar. Til þeirra fór Kristbjörg á unglingsárum sínum. Var hún falleg. Iifsglöð og bráðduglegstúlka. sem gott var aðhafa til hjálpar. Frá Vatnsleysu fór hún til Akureyrar að vinna fvrir sér og kynnast nýju lífi. Þar lágu saman leiðir hennar og Steingríms Hansarsonar frá Hóli í Köldukinn. þau giftust og fóru að búa á Hóli árið 1923. En sambúð þeirra varð aðeins skamman tíma - þau skildu og Kristbjörg fór aftur í Vatnsleysu um stundarsakir. Þá háfði hún eignast dreng með Steingrími og reyndist hann vera þroskaheftur. Hann hlaut nafnið Þorvaldur. Já - fagrir draumar enda stundum skjótt og skilja eftir svíðandi sár í sálinni. En Kristbjörg hlaut mikla lífsgleði í vöggugjöf. sem varð henni smyrsl í þau andiegu sár er hún særðist á lífsleiðinni. í þetta síðara sinn á Vatnsleysu kynntist hún Aðalsteini Jónssyni.Grímsgerði'í Fnjóskadal, og leiddu þau kynni til trúlofunar þeirra. Munu þau hafa þekkst frá fyrri veru hennar á Vatnsleysu. Kristbjörg og Aðalsteinn fluttu til Akureyrar og giftust þar árið árið 1928. en fluttust svo fljótlega til Hríseyjar og settust þar að. Þá höfðu þau eignast dreng - Steingrím Hrein. í Hrísey eignuðust þau annan dreng. Trausta, sem er sjómaður. búsettur í Ólafsfirði giftur Þórdísi Árnadóttur. í Hrísey byggðu þau sér íbúðarhús og nefndu Hreinsvelli. Atvinna Aðalsteins var vélagæsla í eyjunni o.fl., og svo sjómennska. Hann var mikill gæðamaður og góðum hæfileikum gæddur. Hann kom þroskahefta drengnum. Þorvaldi. í föðurstað og var honum hlýr og nærgætinn. En 14. nóvember 1942 fórst Aðalsteinn með Sæbjörginni frá Hrísey. ásamt öðrum sem á bátnum voru. aðeins 44 ára að aldri. Ekki er vitað með livaða hætti slysið varð. en þetta var á stríðsárunum þegar hætturnar voru meiri en áður á hafinu umhverfis landið. Steingrímur Hreinn var þá 15 ára og nýbvrjaður sína sjómennsku. Hann varð fvrirvinna heimilisins með móður sinni. Þá mun Trausti hafa verið fjögurra ára en Þorvaldur kominn um tvítugt. Harmur og kvíði lögðust nú þungt á hug og hjarta Kristbjargar þegar hún sá á eftir drengnum sínum. Steingrími, út á hið sama hættuhaf. og á Framhald á bls. 7 íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.